Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. apríl 2023 10:00 Þegar Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari var spurður um það hvort hann samsvaraði sig við einhvern karakter úr íslenskum sjónvarpsþáttum var eini karakterinn sem kom upp í huga hans Grímur skipstjóri í Verbúðinni. Vinnuskyrtan, klippingin, fasið og fleira minnir hann nefnilega svo mikið á pabba sinn að honum fannst hann allan tímann vera að horfa á pabba sinn þegar hann horfði á þættina. Vísir/Vilhelm Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö, helst fyrr. Byrja þá á því að fá mér tvö góð vatnsglös. Annað með grænu næringarefni en síðan tek ég inn Astalýsi frá Saga Natura og Bee Pollen sem býflugur framleiða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er með 30-40 mínútna rútínu til að tryggja að ég stilli mig vel inn í daginn. Þessi rútína samanstendur af jóga sem er sambland af jóga og kínversku chi kong æfingum. Ég enda síðan á tíu til fimmtán mínútna hugleiðslu til að ná alveg kyrrð í hjarta og hugann áður en ég fer út. Oftast tek ég bók og skrifa niður hvernig mér líður eða hvað sem kemur upp í hugann. Þegar ég er búinn að þessu fæ ég mér góðan kaffibolla og síðan fer ég vel stilltur inn í daginn.“ Er einhver karakter í íslenskum sjónvarpsþáttum sem þú samsvarar þig við? „Sá fyrsti sem kom upp í hugann og eiginlega sá eini var Grímur skipstjóri í Verbúðinni sem Björn Hlynur Haraldsson lék svo frábærlega. Aðalatriðið við hann var að Grímur gerði bara sitt, er svona traustur karakter en gat verið helvíti ákveðinn þegar á hann var gengið. Ástæðan fyrir því að ég tengi samt svona við hann er hversu agalega líkur hann er pabba mínum þegar ég var strákur, í vinnuskyrtunni og klippingin frá því þarna um 1970-80. Mér fannst ég allan tímann vera að horfa á pabba þegar að ég horfði á þessa þætti. Yfirvegaður og rólegur aflaskipstjóri og þótt pabbi sé ekki sjómaður fannst mér eitthvað við fas Gríms sem minnti mig á pabba.“ Matti er með 30-40 mínútna rútínu á morgnana til að tryggja að hann fari alltaf vel stilltur inn í daginn, með kyrrð í huga og hjarta. Í skipulagi verkefna reynir hann fyrst og fremst að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur frekar að tæma hugann reglulega með einhverju góðu kerfi sem hausinn treystir til að halda utan um verkefnin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrsta verkefnið til að nefna er að ég er alltaf að vinna í því að efla karlmenn og stráka í Ljósinu og því frábæra starfi sem unnið er þar. Ég er líka alltaf að vinna í því að koma því til skila hvað heilbrigð karlmennska er mikilvæg í samfélaginu og í heiminum. Fyrir stráka og stelpur, konur og karla, samfélagið allt. Þetta er gæluverkefni sem mér er mjög annt um og finnst mikilvægt. Síðan er ég alltaf að vinna í alls konar námskeiðum hjá Profectus. Eins og til dæmis breytingastjórnun og að hjálpa fólki í gegnum breytingar hjá fyrirtækjum þar sem ég legg áherslu á að efla stjórnendur og starfsfólk innan frá. Að efla fólk innan frá finnst mér skemmtilegt verkefni og mikilvægt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ef ég á að vera heiðarlegur var fyrsta svarið sem kom upp í hugann að ég geri það ekki. En auðvitað gengur það ekki þegar það er mikið að gera, mörg verkefni og í mörg horn að líta. Ég nota mikið bandaríska GTT kerfið, Get Things Done, sem David Allen bjó til enda ýmislegt gott í því. Ég myndi lýsa þessu þannig að ég reyni að halda ekki utan um verkefni í höfðinu á mér, heldur finna frekar kerfi sem hausinn treystir. Ég reyni frekar að tæma hugann reglulega, gríp í blöð eða bók til að höfuðið yfirfyllist ekki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef þá prinsipp reglu að reyna að vera sofnaður fyrir miðnætti, svona á milli hálf tólf og tólf. Ef ég er syfjaður um eða yfir tíu, stend ég líka bara upp og fer inn að sofa. Því ég reyni að virða það sem líkaminn er að segja en hann er auðvitað misjafn, getur farið eftir því hversu mikið er að gera, þreytustigið okkar er misjafnt og svo framvegis. En góður svefn er lykilatriði svo allt annað virki þannig að ég reyni fyrst og fremst að virða það sem líkaminn segir mér.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö, helst fyrr. Byrja þá á því að fá mér tvö góð vatnsglös. Annað með grænu næringarefni en síðan tek ég inn Astalýsi frá Saga Natura og Bee Pollen sem býflugur framleiða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er með 30-40 mínútna rútínu til að tryggja að ég stilli mig vel inn í daginn. Þessi rútína samanstendur af jóga sem er sambland af jóga og kínversku chi kong æfingum. Ég enda síðan á tíu til fimmtán mínútna hugleiðslu til að ná alveg kyrrð í hjarta og hugann áður en ég fer út. Oftast tek ég bók og skrifa niður hvernig mér líður eða hvað sem kemur upp í hugann. Þegar ég er búinn að þessu fæ ég mér góðan kaffibolla og síðan fer ég vel stilltur inn í daginn.“ Er einhver karakter í íslenskum sjónvarpsþáttum sem þú samsvarar þig við? „Sá fyrsti sem kom upp í hugann og eiginlega sá eini var Grímur skipstjóri í Verbúðinni sem Björn Hlynur Haraldsson lék svo frábærlega. Aðalatriðið við hann var að Grímur gerði bara sitt, er svona traustur karakter en gat verið helvíti ákveðinn þegar á hann var gengið. Ástæðan fyrir því að ég tengi samt svona við hann er hversu agalega líkur hann er pabba mínum þegar ég var strákur, í vinnuskyrtunni og klippingin frá því þarna um 1970-80. Mér fannst ég allan tímann vera að horfa á pabba þegar að ég horfði á þessa þætti. Yfirvegaður og rólegur aflaskipstjóri og þótt pabbi sé ekki sjómaður fannst mér eitthvað við fas Gríms sem minnti mig á pabba.“ Matti er með 30-40 mínútna rútínu á morgnana til að tryggja að hann fari alltaf vel stilltur inn í daginn, með kyrrð í huga og hjarta. Í skipulagi verkefna reynir hann fyrst og fremst að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur frekar að tæma hugann reglulega með einhverju góðu kerfi sem hausinn treystir til að halda utan um verkefnin.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrsta verkefnið til að nefna er að ég er alltaf að vinna í því að efla karlmenn og stráka í Ljósinu og því frábæra starfi sem unnið er þar. Ég er líka alltaf að vinna í því að koma því til skila hvað heilbrigð karlmennska er mikilvæg í samfélaginu og í heiminum. Fyrir stráka og stelpur, konur og karla, samfélagið allt. Þetta er gæluverkefni sem mér er mjög annt um og finnst mikilvægt. Síðan er ég alltaf að vinna í alls konar námskeiðum hjá Profectus. Eins og til dæmis breytingastjórnun og að hjálpa fólki í gegnum breytingar hjá fyrirtækjum þar sem ég legg áherslu á að efla stjórnendur og starfsfólk innan frá. Að efla fólk innan frá finnst mér skemmtilegt verkefni og mikilvægt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ef ég á að vera heiðarlegur var fyrsta svarið sem kom upp í hugann að ég geri það ekki. En auðvitað gengur það ekki þegar það er mikið að gera, mörg verkefni og í mörg horn að líta. Ég nota mikið bandaríska GTT kerfið, Get Things Done, sem David Allen bjó til enda ýmislegt gott í því. Ég myndi lýsa þessu þannig að ég reyni að halda ekki utan um verkefni í höfðinu á mér, heldur finna frekar kerfi sem hausinn treystir. Ég reyni frekar að tæma hugann reglulega, gríp í blöð eða bók til að höfuðið yfirfyllist ekki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef þá prinsipp reglu að reyna að vera sofnaður fyrir miðnætti, svona á milli hálf tólf og tólf. Ef ég er syfjaður um eða yfir tíu, stend ég líka bara upp og fer inn að sofa. Því ég reyni að virða það sem líkaminn er að segja en hann er auðvitað misjafn, getur farið eftir því hversu mikið er að gera, þreytustigið okkar er misjafnt og svo framvegis. En góður svefn er lykilatriði svo allt annað virki þannig að ég reyni fyrst og fremst að virða það sem líkaminn segir mér.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00