Frábær veiði við opnun Elliðavatns Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2023 15:24 Við óskum veiðimönnum og veiðikonum til hamingju með sumardaginn fyrsta og á sama tíma fyrsta degi við eitt helsta veiðivatn höfuðborgarbúa. Veiði hófst í Elliðavatni í morgun og það var frábær stemning við vatnið í morgun og fjöldi veiðimanna sótti fyrirlestur í boði strákanna í Tökustuði (Caddis-bræður og Ólafur Tómas) en einnig mættu Geir Thorsteinsson og Örn Hjálmarsson upp á töflu og miðluðu fróðleik. Veiðin í morgun er líklega einhver sú besta við opnun vatnsins í fjölda ára enda á sama tíma er ansi langt síðan skilyrðin hafa verið veiðimönnum jafn hagstæð. Við erum búin að heyra af veiði frá nokkrum fjölda veiðimanna og eru flestir að fá tvo til fjóra fiska en einn sem við þekkjum ágætlega var búinn að landa níu fiskum. Það er virkilega gott veður til veiða í dag og það má reikna með að það verði fjölmennt við vatnið í kvöld því skilyrðin í dag eru góð verða þau ennþá betri þegar það fer að rökkva því það er sá tími sem urriðinn er hvað mest á ferðinni. Uppistaðan í veiðinni í dag voru eins til tveggja punda urriðar en ein og ein bleikja kom samt á færið líka. Stangveiði Mest lesið Veiðiréttindi á Kárastöðum háð reglum Þingvallanefndar Veiði Elliðaárna lifna við í rigningunum Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Fín veiði við Ölfusárósa Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði "Ég fæ aldrei neitt á Þingvöllum" Veiði
Veiði hófst í Elliðavatni í morgun og það var frábær stemning við vatnið í morgun og fjöldi veiðimanna sótti fyrirlestur í boði strákanna í Tökustuði (Caddis-bræður og Ólafur Tómas) en einnig mættu Geir Thorsteinsson og Örn Hjálmarsson upp á töflu og miðluðu fróðleik. Veiðin í morgun er líklega einhver sú besta við opnun vatnsins í fjölda ára enda á sama tíma er ansi langt síðan skilyrðin hafa verið veiðimönnum jafn hagstæð. Við erum búin að heyra af veiði frá nokkrum fjölda veiðimanna og eru flestir að fá tvo til fjóra fiska en einn sem við þekkjum ágætlega var búinn að landa níu fiskum. Það er virkilega gott veður til veiða í dag og það má reikna með að það verði fjölmennt við vatnið í kvöld því skilyrðin í dag eru góð verða þau ennþá betri þegar það fer að rökkva því það er sá tími sem urriðinn er hvað mest á ferðinni. Uppistaðan í veiðinni í dag voru eins til tveggja punda urriðar en ein og ein bleikja kom samt á færið líka.
Stangveiði Mest lesið Veiðiréttindi á Kárastöðum háð reglum Þingvallanefndar Veiði Elliðaárna lifna við í rigningunum Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Að velja réttar þrengingar Veiði Fín veiði við Ölfusárósa Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Lækka um fjórðung í Andakíl Veiði "Ég fæ aldrei neitt á Þingvöllum" Veiði