„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2023 10:01 Duran Duran tímabilið er það fyrsta sem kemur upp í huga Jóns Jósafats Björnssonar, framkvæmdatjóra Dale Carnegie, þegar hann er spurður um eftirminnileg tískutímabil og almennt segir Jón '80 tískuna hafa verið eitt stórt tískuslys sem hann þó tók fullan þátt í. Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fyrst hálf-vakna ég klukkan hálf sex þegar konan fer á æfingu og svo al-vakna ég klukkan hálf sjö. Það er líka snilld að hálf-sofa frá hálf sex til hálf sjö yfir Podcasti en ég er frétta, sögu-podcast-fíkill.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Tek fyrsta kaffibollann á meðan það rennur í baðið og smá morgunverð. Svo tek ég alltaf fimmtán mínútna bað og fer yfir dagskrá dagsins í huganum. Bað er einhver fallegasta uppgötvun mannkyns.“ Getur þú nefnt eitthvað tískutímabil frá unglingsárum sem var einkennandi í fatnaði eða hártísku sem þér finnst alltaf jafn fyndið að rifja upp í dag – en fannst rosa flott á þeim tíma? Duran Duran tímabilið hlýtur að koma upp í hugann ekki síst vegna þess að þegar ég reyndi að safna „sítt að aftan“ krullaðist hárið á mér eins og ég hafi sofið með rúllur um nóttina. Í baksýnis speglinum er síðan ´80 tískan eitt risa stórt tískuslys sem ég tók fullan þátt í.” Jón segir baðið eina bestu uppgötvun sem til er, enda fær hann sér fyrsta kaffibollann á morgnana á meðan það rennur í baðið en tekur sér síðan korter í að fara yfir dagskrá dagsins á meðan hann er í baði. Jón segir verkefni í vinnunni meðal annars taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á vinnustöðum í kjölfar Covid. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Dale Carnegie fer mestur tíminn núna í að vinna með mannauðsfólki og stjórnendum í að auka eldmóð og árangur starfsmanna eftir Covid. Þarfir viðskiptavina okkar hafa gjörbreyst á þremur árum. Meðfram þessu erum við svo sjálf í stefnumótunarvinnu með Dale til að gera business-módelið enn betra fyrir þær breytingar sem eru handan við hornið. Við erum að innleiða eVolve sem er LMS kerfi með námskeiðunum, þróun á live online þjálfun er á fullu og mikið af nýjum vörum að koma sem við erum að undirbúa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í fullkomna heiminum geri ég sirka þrjú til fimm vikumarkmið sem skipta verulegu máli og svo stefni ég á að hafa inboxið tómt í lok dags. Í raunheimum fer þetta oftar en ekki ,,í kál“ vegna óvæntra mála en við erum lítið fyrirtæki og margir sinna mörgu. En þá er mikilvægt að tala vel við sjálfan sig „og fara aftur á bak og slá í klárinn!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt í rúmið fyrir ellefu á kvöldin en oft er þetta spurningin um hvað lengi ég hef þá verið sofandi fyrir fram sjónvarpið fram að þeim tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Fyrst hálf-vakna ég klukkan hálf sex þegar konan fer á æfingu og svo al-vakna ég klukkan hálf sjö. Það er líka snilld að hálf-sofa frá hálf sex til hálf sjö yfir Podcasti en ég er frétta, sögu-podcast-fíkill.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Tek fyrsta kaffibollann á meðan það rennur í baðið og smá morgunverð. Svo tek ég alltaf fimmtán mínútna bað og fer yfir dagskrá dagsins í huganum. Bað er einhver fallegasta uppgötvun mannkyns.“ Getur þú nefnt eitthvað tískutímabil frá unglingsárum sem var einkennandi í fatnaði eða hártísku sem þér finnst alltaf jafn fyndið að rifja upp í dag – en fannst rosa flott á þeim tíma? Duran Duran tímabilið hlýtur að koma upp í hugann ekki síst vegna þess að þegar ég reyndi að safna „sítt að aftan“ krullaðist hárið á mér eins og ég hafi sofið með rúllur um nóttina. Í baksýnis speglinum er síðan ´80 tískan eitt risa stórt tískuslys sem ég tók fullan þátt í.” Jón segir baðið eina bestu uppgötvun sem til er, enda fær hann sér fyrsta kaffibollann á morgnana á meðan það rennur í baðið en tekur sér síðan korter í að fara yfir dagskrá dagsins á meðan hann er í baði. Jón segir verkefni í vinnunni meðal annars taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa á vinnustöðum í kjölfar Covid. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Dale Carnegie fer mestur tíminn núna í að vinna með mannauðsfólki og stjórnendum í að auka eldmóð og árangur starfsmanna eftir Covid. Þarfir viðskiptavina okkar hafa gjörbreyst á þremur árum. Meðfram þessu erum við svo sjálf í stefnumótunarvinnu með Dale til að gera business-módelið enn betra fyrir þær breytingar sem eru handan við hornið. Við erum að innleiða eVolve sem er LMS kerfi með námskeiðunum, þróun á live online þjálfun er á fullu og mikið af nýjum vörum að koma sem við erum að undirbúa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í fullkomna heiminum geri ég sirka þrjú til fimm vikumarkmið sem skipta verulegu máli og svo stefni ég á að hafa inboxið tómt í lok dags. Í raunheimum fer þetta oftar en ekki ,,í kál“ vegna óvæntra mála en við erum lítið fyrirtæki og margir sinna mörgu. En þá er mikilvægt að tala vel við sjálfan sig „og fara aftur á bak og slá í klárinn!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt í rúmið fyrir ellefu á kvöldin en oft er þetta spurningin um hvað lengi ég hef þá verið sofandi fyrir fram sjónvarpið fram að þeim tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00
Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01