Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 20:02 Mark Sheehan lést í dag eftir skammvinn veikindi. Mike Lewis/Getty Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. „Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn. Andlát Írland Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn.
Andlát Írland Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira