Tímabilið í Laxá í Kjós er ekki nema 30 dagar og það verður líklega mjög gaman hjá þeim sem eiga daga framundan því það er nóg af sjóbirting ennþá í ánni og skilyrðin til veiða frábær. Það er nokkuð mikið vatn núna þegar það er góð snjóbráð og lofthitinn 7-8 gráður. Gæti ekki verið betra. Það er aðeins veitt á fjórar stangir og veiðin hjá þeim var tuttugu fiskar sem var landað á fyrstu kvöldvakt. Stærðin á fiskinum var 55-80 sm.
Það er eiginlega nauðsyn að minna þá sem vilja veiða þarna að bóka sig fyrir næsta vor núna því svæðið nýtur þvílíkra vinsælda að það komast færri að en vilja.