Leeds dæmt til að greiða fyrrum lánsmanni rúma fjóra milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2023 07:01 Augustin verður ekki í vandræðum með fjárhaginn á næstunni. Vísir/Getty Leeds United hefur verið dæmt til að greiða Jean-Kevin Augustin rúma fjóra milljarða króna fyrir brot á samningi. Augustin var á láni hjá Leeds vorið 2020 en aldrei varð af endanlegum félagaskiptum. Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira