Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2023 07:00 Berglind Häsler stendur fyrir minningartónleikum Prins Póló ásamt Birni Kristjánssyni og Benna Hemm Hemm. Instagram @berglindhasler „Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi. „Svavar Pétur var einstakur listamaður sem hafði mikil áhrif á okkur öll. Hann var alltaf hvetjandi og drífandi. Nennti ekki að velta sér upp úr hlutunum og hafði mikla þörf til að láta galdurinn gerast. Í þessum anda langar okkur að minnast hans og blása í lúðra á afmælisdegi hans,“ segir í fréttatilkynningu frá Hirðinni, sem stendur að tónleikunum. Prins Póló snerti við mörgum á sinni lífsleið og listsköpun hans lifir um ókomna tíð. Vísir/Vilhelm Kraftur í samvinnunni Svavar Pétur féll frá langt um aldur fram síðastliðinn september, eftir tæplega fjögurra ára baráttu við krabbamein. „Það voru margir tónlistarmenn sem spiluðu í jarðarförinni og nokkur laga hans voru flutt í einstaklega fallegum útsetningum. Við höfum mikið verið spurð hvort standi til að gera eitthvað meira með þessar útsetningar. Það er hins vegar okkar mat að þetta hæfði tilefninu einu saman. Eðli málsins samkvæmt voru þetta mjög þung skref fyrir okkur öll en í öllu þessu ferli og samstarfi fundum við mikinn kraft. Það hjálpaði okkur að hanga saman og rifja upp sögur. Þannig að úr varð að við ákváðum að gera þetta aftur en í þetta sinn viljum við fagna lífi hans og gera þetta að hátíð,“ segir Berglind. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Prins Póló við lagið Bragðarefir: Heilandi að rifja upp góða tíma Í kjölfarið ákváðu þau að afmælisdagur Svavars Péturs yrði auðvitað fyrir valinu og fengu fjöldann allan af tónlistarmönnum til að koma saman. „Þetta er að sjálfsögðu heljarinnar undirbúningur,“ segir Berglind og bætir við: „Það eru margar hljómsveitir að koma saman og æfa lög eftir hann. Skakkamannage kemur meðal annars fram en það er hljómsveit sem við Svavar vorum í og stofnuðum fljótlega eftir að við byrjuðum saman. Sú hljómsveit hefur ekki komið saman í mörg ár.“ Hún segir þá reynslu sem dæmi mjög kærkomna. „Það að hittast, æfa og rifja upp þetta tímabil sem maður hafði kannski ekki hugleitt mjög lengi, þetta er bara svo gaman. Það að hittast og hlæja, það er svo dýrmætt. Það er heilandi að rifja upp góðu tímana.“ Hátíð hirðarinnar fer fram í Gamla bíói 26. apríl. Instagram @havarifarm Hátt í sextíu tónlistarmenn sem koma saman Undirbúningur hefur hingað til gengið vel að sögn Berglindar. „Þegar við fengum þessa hugmynd þá hentum við bara út netinu til að sjá hverjir vildu vera með og svo bara sögðu allir já. Þannig að þetta varð rosalega stórt en það eru fimmtán bönd og hátt í sextíu tónlistarmenn sem koma að þessu. Við ákváðum því strax að fá þaulvanan sviðsmann sem hefur unnið á tónlistarhátíðum til að keyra prógrammið, þannig þetta mun vonandi allt renna vel með þremur hléum. Það er líka mikilvægt að taka hlé, hitta fólk og hafa gaman saman.“ Hún segist í skýjunum með dagskrána, en þar eru hljómsveitir sem tengdust Svavari Pétri með einum eða öðrum hætti; sveitir sem hann var í og tónlistarfólk sem hann starfaði með eða vakti aðdáun hans. „Þetta er náttúrulega geggjað line-up, frábærir tónlistarmenn sem eru að koma saman og flest, ef ekki öll, að fara að taka einhver lög eftir Svavar. Við erum að fara að heyra Prins Póló lög og mögulega eldri lög af hans ferli. Við fáum því að heyra lögin hans í nýjum búningi eftir frábæra listamenn í bland við þeirra eigin lög. Þetta verður einstök upplifun sem verður ekki endurtekin. Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld, fyrir aðdáendur sérstaklega.“ Sjóður algjörlega í hans anda Allur ágóði af tónleikunum rennur í nýstofnaðan minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar en árlega verður útdeilt úr sjóðnum til skapandi fólks með góðar hugmyndir. „Svavar heillaðist ungur af hugmyndafræði pönksins, sem gekk út á að þurfa ekki að vera sérfræðingur í öllu heldur bara láta vaða. Þannig var hann, í tónlist, hönnun, matvælaframleiðslu og fleira. Svo gerðumst við náttúrulega bændur, vorum í ferðaþjónustu og opnuðum tónleikastað á sveitabæ í Berufirði. Það var aldrei nein hindrun.“ Berglind og Svavar Pétur unnu saman að fjölbreyttum verkefnum.Vísir/Hulda Margrét Hún segir að í gegnum tíðina þegar þau voru að sækja um styrki þá hafi umsóknarferlið oft verið langt og flókið. „Auðvitað er mikilvægt, sérstaklega þegar verið er að úthluta úr sjóðum ríkisins, að það séu ferlar. En það er líka mikilvægt að einhvers staðar sé svigrúm til að spotta góða hugmynd þegar þú hefur trú á þeim sem standa að baki henni. Að þú sjáir að þarna sé einhver kandídat sem er líklegur til að framkvæma það sem honum dettur í hug. Svavari fannst það eiga að vera nóg. Þannig að þessi sjóður á að vera þannig, algjörlega í hans anda. Að spotta góða hugmynd og kýla á hana.“ Vonin mikill drifkraftur Berglind og Svavar Pétur unnu mikið og náið saman að ýmsum verkefnum. Þegar blaðamaður spyr hana hvernig sé að halda utan um þá arfleifð sem hann skilur eftir segir hún: „Ég upplifi þetta sem mikla ábyrgð. Svo hugsar maður líka stundum er partýið búið eða heldur maður áfram? En við unnum saman að svo rosalega mörgu þannig það meikar náttúrulega sens að halda áfram með mörg þessi verkefni. Þegar að manneskja sem hefur snert svona marga fellur frá finnst mér líka mjög mikilvægt að halda því sem hægt er enn á lofti. Bæði til að minnast hans en líka til að hvetja aðra áfram, eins og pælingin með minningarsjóðinn er. Eitt af því síðasta sem hann sagði áður en hann kvaddi var að hvetja okkur til að halda áfram að hafa gaman. Við verðum að verða við því eins og við getum.“ Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við RÚV og Borg Brugghús og segir Berglind gaman að sjá hversu margir eru til í að leggja þeim lið. „RÚV ætlar að gera þessu mjög góð skil og svo er Borg brugghús að gera bjór í tilefni af hátíðinni og þeir leggja pening inn í minningarsjóðinn. Það eru margir sem vilja vera með og það er bara svo þakklátt, það hvetur okkur öll áfram.“ Friðgeir Einarsson og Saga Garðarsdóttir verða kynnar kvöldsins og meðal tónlistaratriða má nefna Árný Margréti, Baggalút, Benna Hemm Hemm, Borko, BSÍ, Dr. Gunna, FM Belfast, Valdimar, Jónas Sigurðsson, Moses Hightower, Múldýrið (DJ sett), Múm, Músíkvatur, Skakkamanage og Snorra Helgason. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. 20. október 2022 18:16 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. 21. júlí 2021 15:13 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Svavar Pétur var einstakur listamaður sem hafði mikil áhrif á okkur öll. Hann var alltaf hvetjandi og drífandi. Nennti ekki að velta sér upp úr hlutunum og hafði mikla þörf til að láta galdurinn gerast. Í þessum anda langar okkur að minnast hans og blása í lúðra á afmælisdegi hans,“ segir í fréttatilkynningu frá Hirðinni, sem stendur að tónleikunum. Prins Póló snerti við mörgum á sinni lífsleið og listsköpun hans lifir um ókomna tíð. Vísir/Vilhelm Kraftur í samvinnunni Svavar Pétur féll frá langt um aldur fram síðastliðinn september, eftir tæplega fjögurra ára baráttu við krabbamein. „Það voru margir tónlistarmenn sem spiluðu í jarðarförinni og nokkur laga hans voru flutt í einstaklega fallegum útsetningum. Við höfum mikið verið spurð hvort standi til að gera eitthvað meira með þessar útsetningar. Það er hins vegar okkar mat að þetta hæfði tilefninu einu saman. Eðli málsins samkvæmt voru þetta mjög þung skref fyrir okkur öll en í öllu þessu ferli og samstarfi fundum við mikinn kraft. Það hjálpaði okkur að hanga saman og rifja upp sögur. Þannig að úr varð að við ákváðum að gera þetta aftur en í þetta sinn viljum við fagna lífi hans og gera þetta að hátíð,“ segir Berglind. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Prins Póló við lagið Bragðarefir: Heilandi að rifja upp góða tíma Í kjölfarið ákváðu þau að afmælisdagur Svavars Péturs yrði auðvitað fyrir valinu og fengu fjöldann allan af tónlistarmönnum til að koma saman. „Þetta er að sjálfsögðu heljarinnar undirbúningur,“ segir Berglind og bætir við: „Það eru margar hljómsveitir að koma saman og æfa lög eftir hann. Skakkamannage kemur meðal annars fram en það er hljómsveit sem við Svavar vorum í og stofnuðum fljótlega eftir að við byrjuðum saman. Sú hljómsveit hefur ekki komið saman í mörg ár.“ Hún segir þá reynslu sem dæmi mjög kærkomna. „Það að hittast, æfa og rifja upp þetta tímabil sem maður hafði kannski ekki hugleitt mjög lengi, þetta er bara svo gaman. Það að hittast og hlæja, það er svo dýrmætt. Það er heilandi að rifja upp góðu tímana.“ Hátíð hirðarinnar fer fram í Gamla bíói 26. apríl. Instagram @havarifarm Hátt í sextíu tónlistarmenn sem koma saman Undirbúningur hefur hingað til gengið vel að sögn Berglindar. „Þegar við fengum þessa hugmynd þá hentum við bara út netinu til að sjá hverjir vildu vera með og svo bara sögðu allir já. Þannig að þetta varð rosalega stórt en það eru fimmtán bönd og hátt í sextíu tónlistarmenn sem koma að þessu. Við ákváðum því strax að fá þaulvanan sviðsmann sem hefur unnið á tónlistarhátíðum til að keyra prógrammið, þannig þetta mun vonandi allt renna vel með þremur hléum. Það er líka mikilvægt að taka hlé, hitta fólk og hafa gaman saman.“ Hún segist í skýjunum með dagskrána, en þar eru hljómsveitir sem tengdust Svavari Pétri með einum eða öðrum hætti; sveitir sem hann var í og tónlistarfólk sem hann starfaði með eða vakti aðdáun hans. „Þetta er náttúrulega geggjað line-up, frábærir tónlistarmenn sem eru að koma saman og flest, ef ekki öll, að fara að taka einhver lög eftir Svavar. Við erum að fara að heyra Prins Póló lög og mögulega eldri lög af hans ferli. Við fáum því að heyra lögin hans í nýjum búningi eftir frábæra listamenn í bland við þeirra eigin lög. Þetta verður einstök upplifun sem verður ekki endurtekin. Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld, fyrir aðdáendur sérstaklega.“ Sjóður algjörlega í hans anda Allur ágóði af tónleikunum rennur í nýstofnaðan minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar en árlega verður útdeilt úr sjóðnum til skapandi fólks með góðar hugmyndir. „Svavar heillaðist ungur af hugmyndafræði pönksins, sem gekk út á að þurfa ekki að vera sérfræðingur í öllu heldur bara láta vaða. Þannig var hann, í tónlist, hönnun, matvælaframleiðslu og fleira. Svo gerðumst við náttúrulega bændur, vorum í ferðaþjónustu og opnuðum tónleikastað á sveitabæ í Berufirði. Það var aldrei nein hindrun.“ Berglind og Svavar Pétur unnu saman að fjölbreyttum verkefnum.Vísir/Hulda Margrét Hún segir að í gegnum tíðina þegar þau voru að sækja um styrki þá hafi umsóknarferlið oft verið langt og flókið. „Auðvitað er mikilvægt, sérstaklega þegar verið er að úthluta úr sjóðum ríkisins, að það séu ferlar. En það er líka mikilvægt að einhvers staðar sé svigrúm til að spotta góða hugmynd þegar þú hefur trú á þeim sem standa að baki henni. Að þú sjáir að þarna sé einhver kandídat sem er líklegur til að framkvæma það sem honum dettur í hug. Svavari fannst það eiga að vera nóg. Þannig að þessi sjóður á að vera þannig, algjörlega í hans anda. Að spotta góða hugmynd og kýla á hana.“ Vonin mikill drifkraftur Berglind og Svavar Pétur unnu mikið og náið saman að ýmsum verkefnum. Þegar blaðamaður spyr hana hvernig sé að halda utan um þá arfleifð sem hann skilur eftir segir hún: „Ég upplifi þetta sem mikla ábyrgð. Svo hugsar maður líka stundum er partýið búið eða heldur maður áfram? En við unnum saman að svo rosalega mörgu þannig það meikar náttúrulega sens að halda áfram með mörg þessi verkefni. Þegar að manneskja sem hefur snert svona marga fellur frá finnst mér líka mjög mikilvægt að halda því sem hægt er enn á lofti. Bæði til að minnast hans en líka til að hvetja aðra áfram, eins og pælingin með minningarsjóðinn er. Eitt af því síðasta sem hann sagði áður en hann kvaddi var að hvetja okkur til að halda áfram að hafa gaman. Við verðum að verða við því eins og við getum.“ Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við RÚV og Borg Brugghús og segir Berglind gaman að sjá hversu margir eru til í að leggja þeim lið. „RÚV ætlar að gera þessu mjög góð skil og svo er Borg brugghús að gera bjór í tilefni af hátíðinni og þeir leggja pening inn í minningarsjóðinn. Það eru margir sem vilja vera með og það er bara svo þakklátt, það hvetur okkur öll áfram.“ Friðgeir Einarsson og Saga Garðarsdóttir verða kynnar kvöldsins og meðal tónlistaratriða má nefna Árný Margréti, Baggalút, Benna Hemm Hemm, Borko, BSÍ, Dr. Gunna, FM Belfast, Valdimar, Jónas Sigurðsson, Moses Hightower, Múldýrið (DJ sett), Múm, Músíkvatur, Skakkamanage og Snorra Helgason. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir „Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. 20. október 2022 18:16 Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32 „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31 „Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58 Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. 21. júlí 2021 15:13 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Genginn er nú okkar dáðasti darlingur“ Fjöllistamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, sem betur var þekktur undir listamannsnafninu Prins Póló, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag. 20. október 2022 18:16
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 29. september 2022 22:32
„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 18. mars 2022 10:31
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“ Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við. 7. nóvember 2021 19:58
Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. 21. júlí 2021 15:13