Hætta við eina stærstu leikjasýningu ársins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2023 11:19 E3 fór síðast fram í raunheimum árið 2019. Undanfarin ár var ráðstefna að mestu á netinu en nú virðist sem dagar E3 séu taldir. Getty/Christian Petersen Ekkert verður af tölvuleikjasýningunni E3 2023. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að stærstu leikjaframleiðendur heimsins myndu ekki mæta á ráðstefnuna. Sýningin, sem halda átti í júní, hefði verið sú fyrsta frá 2019 þar sem gestur hefðu fengið að mæta. E3 var um árabil eins stærsta leikjasýning heims. Þangað fóru forsvarsmenn leikjafyrirtækja til að sýna almenningi stiklur úr leikjum sínum og ræða hvað fyrirtæki þeirra væru að vinna að. Stærstu leikjaframleiðendurnir hafa þó á undanförnum árum í auknu mæli haldið eigin sýningar. Í grein Kotaku, sem ber titilinn: „E3 var ekki slaufað, hún var drepin“ segir að leikjaframleiðendur hafi vonast eftir því að E3 myndi gefa upp andann. News on #E32023 from the source. pic.twitter.com/BK7TUlb8mZ— E3 (@E3) March 30, 2023 Þetta ferli hófst fyrir nokkrum árum þegar Nintendo og Sony hættu að mæta á E3. Þeim fyrirtækjum sem taka ekki þátt hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Í stað þess að koma fram á E3 og keppa við aðra leikjaframleiðendur um flottustu kynningarnar, flottustu stiklurnar og fleira, vilja forsvarsmenn þessara fyrirtækja frekar skapa sér eigið rými þar sem kynningar þeirra fá að njóta sín. Til marks um það liggur þegar fyrir Microsoft og Ubisoft ætli að halda eigin sýningar í júní. Mánuðurinn mun þó byrja á Summer Game Fest sem er árlegur viðburður þar sem smærri fyrirtæki hafa sýnt stiklur fyrir leiki sína. Það verður þann 8. júní, samkvæmt Eurogamer. Sunnudaginn ellefta júní munu forsvarsmenn Microsoft fara yfir leiki sem væntanlegir eru á Xbox og sömuleiðis birta frekari upplýsingar og myndbönd um leikinn Starfield, sem framleiddur er af Bethesda. Hann á að koma út í september. Degi seinna, eða þann 12. júní, heldur Ubisoft svo sína kynningu þar sem búist er við því að birtar verði stiklur og upplýsingar um leiki eins og Skull and Bones, Beyond Good and Evil 2 og Princ of Persia: Sands of time endurgerðina. Fastlega er búist við því að fleiri leikjaframleiðendur eins og Sony, Nintendo og EA muni tilkynna eigin sýningar á næstunni. Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
E3 var um árabil eins stærsta leikjasýning heims. Þangað fóru forsvarsmenn leikjafyrirtækja til að sýna almenningi stiklur úr leikjum sínum og ræða hvað fyrirtæki þeirra væru að vinna að. Stærstu leikjaframleiðendurnir hafa þó á undanförnum árum í auknu mæli haldið eigin sýningar. Í grein Kotaku, sem ber titilinn: „E3 var ekki slaufað, hún var drepin“ segir að leikjaframleiðendur hafi vonast eftir því að E3 myndi gefa upp andann. News on #E32023 from the source. pic.twitter.com/BK7TUlb8mZ— E3 (@E3) March 30, 2023 Þetta ferli hófst fyrir nokkrum árum þegar Nintendo og Sony hættu að mæta á E3. Þeim fyrirtækjum sem taka ekki þátt hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Í stað þess að koma fram á E3 og keppa við aðra leikjaframleiðendur um flottustu kynningarnar, flottustu stiklurnar og fleira, vilja forsvarsmenn þessara fyrirtækja frekar skapa sér eigið rými þar sem kynningar þeirra fá að njóta sín. Til marks um það liggur þegar fyrir Microsoft og Ubisoft ætli að halda eigin sýningar í júní. Mánuðurinn mun þó byrja á Summer Game Fest sem er árlegur viðburður þar sem smærri fyrirtæki hafa sýnt stiklur fyrir leiki sína. Það verður þann 8. júní, samkvæmt Eurogamer. Sunnudaginn ellefta júní munu forsvarsmenn Microsoft fara yfir leiki sem væntanlegir eru á Xbox og sömuleiðis birta frekari upplýsingar og myndbönd um leikinn Starfield, sem framleiddur er af Bethesda. Hann á að koma út í september. Degi seinna, eða þann 12. júní, heldur Ubisoft svo sína kynningu þar sem búist er við því að birtar verði stiklur og upplýsingar um leiki eins og Skull and Bones, Beyond Good and Evil 2 og Princ of Persia: Sands of time endurgerðina. Fastlega er búist við því að fleiri leikjaframleiðendur eins og Sony, Nintendo og EA muni tilkynna eigin sýningar á næstunni.
Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira