Í bransanum síðan 2007
Found Each Other kom út á streymisveitum 10. febrúar síðastliðinn en Birgir Örn, sem notast við listamannsnafnið Bixxi, hefur verið að gera tónlist í mörg ár. Hann deildi því nýlega á Instagram síðu sinni að hann hefði lent í öðru sæti í Rímnaflæði árið 2007.
Glöggir aðdáendur muna eflaust eftir því að Daníel Ágúst, einn af dómurum Idol seríunnar, sagði að lagið yrði að fara beint í spilun á FM957.
Herra og Frikki í fyrsta sæti
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja á toppi Íslenska listans þessa vikuna með lagið Vinn við það og hækka sig um tvö sæti á milli vikna. The Weeknd, 21 Savage og Metro Boomin’ skipa annað sæti með lagið Creepin’ og Diljá er í þriðja sæti með íslenska Eurovision lagið Power.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: