Nagelsmann opinn fyrir viðræðum við Tottenham Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 09:30 Óvissa er um framtíð Antonio Conte hjá Tottenham og Lundúnaliðið gæti litið til Julian Nagelsmann sem varð atvinnulaus í vikunni. Vísir/Getty Julian Nagelsmann er opinn fyrir viðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham en Þjóðverjanum var sagt upp hjá Bayern Munchen í vikunni. Framtíð Antoino Conte þjálfara Tottenham er í lausu lofti eftir slakt gengi að undanförnu. Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira