Jónatan: Við erum að falla á tíma Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 21:21 Víkingur - KA Olísdeild karla vetur 2021 - 2022 handbolti HSÍ Jónatan Magnússon Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“ Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
„Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira