Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 07:01 Jurgen Klopp og Mikel Arteta eru oftar en ekki líflegir á hliðarlínunni í leikjum sinna liða. Vísir/Getty Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti