Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 07:01 Jurgen Klopp og Mikel Arteta eru oftar en ekki líflegir á hliðarlínunni í leikjum sinna liða. Vísir/Getty Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira
Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira