Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 10:53 Egill Ólafsson sendi myndbandskveðju á Hlustendaverðlaununum. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira