Fékk tíma til að stoppa og hafði þá þörf fyrir að tjá sig frá sínu eigin hjarta Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. mars 2023 11:30 Snæfríður Ingvarsdóttir var að senda frá sér lagið Lilies. Vísir/Vilhelm „Mér finnst ótrúlega gaman að vera búin að koma þessu út. Listin verður aldrei raunveruleg fyrr en hún fær að spegla sig á samfélagið einhvern veginn. Annars er þetta bara inni í hausnum á mér“, segir leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir, sem var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Lilies. Blaðamaður tók púlsinn á henni. „Það er mjög gaman að finna fyrir viðbrögðunum og mér finnst fólk vera að taka mjög vel í þetta, sem er mikill plús.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Lilies: Klippa: Snæfríður - Lilies ft. BNGRBOY & takkjesú Snæfríður er menntuð leikkona og segist fyrst og fremst sinna leiklistinni. „Svo er ég líka bara stelpa sem nýt lífsins og ég reyni alltaf að sjá hið fallega í lífinu. Mér finnst gaman að reyna að endurspegla lífið í listinni minni.“ Ásamt leiklistarmenntuninni er Snæfríður með margra ára dans menntun að baki og hefur alltaf haft gaman að því að syngja. „Ég hef alltaf vitað að ég sé performer og það sé mín leið í minni listsköpun. Nú er ég að stíga aðeins meira inn í tónlistina sem mér finnst skemmtilegt og það er gaman að sameina þetta, leiklist, tónlist og dans.“ Snæfríður hefur alltaf verið performer.Anna Maggý Listin veitir tilgang Sköpunargleðin hefur alltaf fylgt Snæfríði. „Ég held að ég kunni kannski ekkert annað en að vera í listinni. Þetta er einhver þörf sem er innra með manni og maður stýrir ekkert almennilega, eitthvað sem maður þarf að gera. Mér finnst listin veita mér ákveðinn tilgang, ég held að við viljum öll finna að við höfum einhver áhrif á samfélagið og gera eitthvað gagn. Ég held að það láti okkur líða vel og það lætur mér líða vel þegar ég kem fram á sviði í leiksýningu eða í bíómynd eða er að skapa eitthvað sjálf. Þá finnst mér ég vera að hreyfa við fólki og gera eitthvað sem skiptir máli.“ Listin veitir Snæfríði tilgang í lífið.Jónatan Grétarsson & Siggi Kinski. Nýtt upphaf og endurnýjun Lagið Lilies fjallar um ást og nýtt upphaf en hvíta liljan er táknmynd um endurnýjun. „Listamaðurinn Siggi Kinski kom til mín með hugmynd að þessu lagi haustið 2021. Við tókum það upp í litlu stúdíói í Norðurmýrinni í þokukenndu veðri. Það var einfalt til að byrja með en okkur langaði að gera eitthvað meira við hljóðheiminn í laginu og vorum að leitast eftir svolítið dáleiðandi tilfinningu. Við höfðum þá samband við pródúserinn Martein og byrjuðum að leika okkur með allskonar möguleika. Smátt og smátt þróaðist lagið í það sem það er. Albert setti síðan punktinn yfir i-ið með mixinu sínu og trommunum.“ Snæfríði og Sigga Kinski langaði að kalla fram dáleiðandi tilfinningu í laginu Lilies.Anna Maggý Frelsi til að túlka á eigin forsendum Snæfríður segist hafa fundið sína leið til að túlka lagið og hvað það þýðir fyrir henni. „Fyrir mér er þetta ástarlag og það er ákveðin von og birta í því. Mér finnst það líka tákna nýtt upphaf og endurnýjun, ég túlka lagið þannig, en auðvitað er ekkert eitt rétt í því og listin er bara þannig að hver og einn túlkar á sinn hátt.“ Hún segist tengja mikið við hugmyndina um endurnýjun. „Þegar maður er að skapa eitthvað eða taka þátt í einhverju verkefni þá held ég að óhjákvæmilega fer lífið manns pínulítið að speglast í því líka. Við sömdum lagið haustið 2021 og það var mjög þungbært í samfélaginu, enn heimsfaraldur í gangi og margir eflaust að stoppa svolítið og líta inn á við, þar á meðal ég. Ég var að fara í gegnum ákveðna endurnýjun og speglun á sjálfa mig.“ Snæfríður segist hafa farið í gegnum mikla endurnýjun og speglun þegar hún var að vinna lagið.Viðar Logi Nú tilbúin að segja eitthvað sjálf Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Snæfríði. Hún ákvað þó að ofhugsa ekki að gefa út lag. „Þetta er alls ekki þannig að ég sé að stíga inn í einhvern nýjan feril, þetta er bara hluti af mér sem mig hefur kannski alltaf langan að kveikja svolítið á en ég hef ekki gert fyrr en nú. Við erum alltaf að vaxa sem manneskjur og ég var ekki kominn á þann stað fyrr en núna, að vilja segja eitthvað sjálf. Ég var náttúrulega í leikhúsinu í mörg ár og hef alltaf haft gaman að því að syngja en svo þegar ég fékk smá pásu frá leikhúsinu og smá tíma til að stoppa þá hafði ég einhverja þörf til að skapa sjálf og segja eitthvað frá mínu eigin hjarta.“ Plötuumslagið fyrir Lilies.Anna Maggý Tónlistarmyndband og annað lag Snæfríður stefnir á að gefa út tónlistarmyndband á næstunni ásamt því að gefa út annað lag, sem er nú þegar tilbúið. „Ef ég er að gera þetta á annað borð afhverju ekki bara að prófa að gera það alla leið. Ég er samt bara mjög mikið í mómentinu og sé til hvað gerist,“ segir Snæfríður brosandi að lokum. Hér má hlusta á Snæfríði á Spotify. Tónlist Menning Tengdar fréttir Edda og Snæfríður frumsýna Rauðu kápuna í Hádegisleikhúsinu Í hádeginu í dag frumsýnir Þjóðleikhúsið Rauðu Kápuna eftir Sólveigu Eir Stewart. Leikarar sýningarinnar eru þær Edda Björgvinsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir. 11. nóvember 2021 09:34 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er mjög gaman að finna fyrir viðbrögðunum og mér finnst fólk vera að taka mjög vel í þetta, sem er mikill plús.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Lilies: Klippa: Snæfríður - Lilies ft. BNGRBOY & takkjesú Snæfríður er menntuð leikkona og segist fyrst og fremst sinna leiklistinni. „Svo er ég líka bara stelpa sem nýt lífsins og ég reyni alltaf að sjá hið fallega í lífinu. Mér finnst gaman að reyna að endurspegla lífið í listinni minni.“ Ásamt leiklistarmenntuninni er Snæfríður með margra ára dans menntun að baki og hefur alltaf haft gaman að því að syngja. „Ég hef alltaf vitað að ég sé performer og það sé mín leið í minni listsköpun. Nú er ég að stíga aðeins meira inn í tónlistina sem mér finnst skemmtilegt og það er gaman að sameina þetta, leiklist, tónlist og dans.“ Snæfríður hefur alltaf verið performer.Anna Maggý Listin veitir tilgang Sköpunargleðin hefur alltaf fylgt Snæfríði. „Ég held að ég kunni kannski ekkert annað en að vera í listinni. Þetta er einhver þörf sem er innra með manni og maður stýrir ekkert almennilega, eitthvað sem maður þarf að gera. Mér finnst listin veita mér ákveðinn tilgang, ég held að við viljum öll finna að við höfum einhver áhrif á samfélagið og gera eitthvað gagn. Ég held að það láti okkur líða vel og það lætur mér líða vel þegar ég kem fram á sviði í leiksýningu eða í bíómynd eða er að skapa eitthvað sjálf. Þá finnst mér ég vera að hreyfa við fólki og gera eitthvað sem skiptir máli.“ Listin veitir Snæfríði tilgang í lífið.Jónatan Grétarsson & Siggi Kinski. Nýtt upphaf og endurnýjun Lagið Lilies fjallar um ást og nýtt upphaf en hvíta liljan er táknmynd um endurnýjun. „Listamaðurinn Siggi Kinski kom til mín með hugmynd að þessu lagi haustið 2021. Við tókum það upp í litlu stúdíói í Norðurmýrinni í þokukenndu veðri. Það var einfalt til að byrja með en okkur langaði að gera eitthvað meira við hljóðheiminn í laginu og vorum að leitast eftir svolítið dáleiðandi tilfinningu. Við höfðum þá samband við pródúserinn Martein og byrjuðum að leika okkur með allskonar möguleika. Smátt og smátt þróaðist lagið í það sem það er. Albert setti síðan punktinn yfir i-ið með mixinu sínu og trommunum.“ Snæfríði og Sigga Kinski langaði að kalla fram dáleiðandi tilfinningu í laginu Lilies.Anna Maggý Frelsi til að túlka á eigin forsendum Snæfríður segist hafa fundið sína leið til að túlka lagið og hvað það þýðir fyrir henni. „Fyrir mér er þetta ástarlag og það er ákveðin von og birta í því. Mér finnst það líka tákna nýtt upphaf og endurnýjun, ég túlka lagið þannig, en auðvitað er ekkert eitt rétt í því og listin er bara þannig að hver og einn túlkar á sinn hátt.“ Hún segist tengja mikið við hugmyndina um endurnýjun. „Þegar maður er að skapa eitthvað eða taka þátt í einhverju verkefni þá held ég að óhjákvæmilega fer lífið manns pínulítið að speglast í því líka. Við sömdum lagið haustið 2021 og það var mjög þungbært í samfélaginu, enn heimsfaraldur í gangi og margir eflaust að stoppa svolítið og líta inn á við, þar á meðal ég. Ég var að fara í gegnum ákveðna endurnýjun og speglun á sjálfa mig.“ Snæfríður segist hafa farið í gegnum mikla endurnýjun og speglun þegar hún var að vinna lagið.Viðar Logi Nú tilbúin að segja eitthvað sjálf Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Snæfríði. Hún ákvað þó að ofhugsa ekki að gefa út lag. „Þetta er alls ekki þannig að ég sé að stíga inn í einhvern nýjan feril, þetta er bara hluti af mér sem mig hefur kannski alltaf langan að kveikja svolítið á en ég hef ekki gert fyrr en nú. Við erum alltaf að vaxa sem manneskjur og ég var ekki kominn á þann stað fyrr en núna, að vilja segja eitthvað sjálf. Ég var náttúrulega í leikhúsinu í mörg ár og hef alltaf haft gaman að því að syngja en svo þegar ég fékk smá pásu frá leikhúsinu og smá tíma til að stoppa þá hafði ég einhverja þörf til að skapa sjálf og segja eitthvað frá mínu eigin hjarta.“ Plötuumslagið fyrir Lilies.Anna Maggý Tónlistarmyndband og annað lag Snæfríður stefnir á að gefa út tónlistarmyndband á næstunni ásamt því að gefa út annað lag, sem er nú þegar tilbúið. „Ef ég er að gera þetta á annað borð afhverju ekki bara að prófa að gera það alla leið. Ég er samt bara mjög mikið í mómentinu og sé til hvað gerist,“ segir Snæfríður brosandi að lokum. Hér má hlusta á Snæfríði á Spotify.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Edda og Snæfríður frumsýna Rauðu kápuna í Hádegisleikhúsinu Í hádeginu í dag frumsýnir Þjóðleikhúsið Rauðu Kápuna eftir Sólveigu Eir Stewart. Leikarar sýningarinnar eru þær Edda Björgvinsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir. 11. nóvember 2021 09:34 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Edda og Snæfríður frumsýna Rauðu kápuna í Hádegisleikhúsinu Í hádeginu í dag frumsýnir Þjóðleikhúsið Rauðu Kápuna eftir Sólveigu Eir Stewart. Leikarar sýningarinnar eru þær Edda Björgvinsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir. 11. nóvember 2021 09:34