„Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenska vörnin og stuðningsfólkið í höllinni átti allt ríkan þátt í stórsigri Íslands í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð. Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28