Björgvin Páll skammar fjölmiðla: „Stærstu miðlarnir farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 13:31 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla. Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland! Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira