Kristján vill taka við strákunum okkar og segir starfið verða að vera fullt starf Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 12:26 Guðmundur Guðmundsson og Kristján Andrésson á Ásvöllum fyrir nokkrum árum. Kristján er áhugasamur um að taka við landsliðinu nú þegar Guðmundur er hættur. VÍSIR/VILHELM Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og fyrrverandi þjálfari sænska landsliðsins í handbolta, hefur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Fyrir nokkrum árum ræddi HSÍ við Kristján um að taka við landsliðinu. Kristján er í dag íþróttastjóri sænska úrvalsdeildarfélagsins Guif og var einnig sérfræðingur Viaplay í umfjöllun í sænska sjónvarpinu um HM í janúar, en þjálfaði sænska landsliðið árin 2016-2020 og Rhein-Neckar Löwen í nokkra mánuði 2019-2020. Kristján er í viðtali í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst eftir um 8 mínútur. Kristján er á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við íslenska landsliðið eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar. Tapið slæma gegn Tékkum í gær breytir því ekki að Kristján hefur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu: „Já, ég held að ég deili því nú með mörgum þjálfurum og mörgum sérfræðingum heima á Íslandi. Er það ekki?“ svaraði Kristján sem stýrði Svíum til silfurverðlauna á EM 2018. Margt þyrfti að ganga upp HSÍ ætlar að gefa sér góðan tíma í að finna arftaka og hefur samkvæmt upplýsingum Vísis ekki sett sig í samband við neinn þjálfara enn sem komið er. Kristján segist alla vega ekki hafa rætt við HSÍ síðustu vikur en hann kom til greina sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir nokkrum árum, áður en hann tók við sænska landsliðinu eftir góðan árangur sem þjálfari Guif. „Eina skiptið sem ég hef verið í sambandi við HSÍ var 2015 eða 2016 þegar Geir [Sveinsson] var ráðinn landsliðsþjálfari. Þá liðu nokkrir mánuðir og síðan lét sænska handknattleikssambandið heyra í sér,“ segir Kristján. Hann segir margt þurfa að ganga upp til að hann geti tekið við íslenska landsliðinu: „Ég bý í Svíþjóð, er með sænska konu og tvo drengi, 12 og 7 ára. Ef þetta væri í boði [starf landsliðsþjálfara Íslands] þá þyrfti margt að virka hjá mér.“ Fullt starf ef Ísland ætlar sér að vera meðal þeirra bestu Aðspurður hvort að honum þætti að landsliðsþjálfarastarfið ætti að vera fullt starf svaraði Kristján: „Ég myndi þá spyrja HSÍ hvert væri markmiðið fyrir landsliðsþjálfarann. Ef það er að vera topp 4 eða topp 8 lið, þá þarftu að vera með mann eða konu í fullu starfi. Þú ert að keppa á móti Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Frakklandi… allir eru með þjálfara í fullu starfi og það er eina leiðin til að keppa á móti þessum bestu liðum.“ Kristján segir að fari svo að hann taki við íslenska landsliðinu vilji hann velja sér sitt eigið teymi en að það verði sennilega skipað Íslendingum. Sæi fyrir sér íslenskt þjálfarateymi „Já, það er ótrúlega mikilvægt að hafa gott teymi í kringum landsliðsþjálfarann. Á svona stórmótum er svo mikil ábyrgð og pressa, og það þurfa að vera manneskjur í kringum landsliðsþjálfarann sem vinna rosalega fína vinnu og eru hreinskilnar við landsliðsþjálfarann. Hjálpa honum þegar það eru rangar ákvarðanir, eða þegar manni finnst eitthvað ekki nógu gott. Það var þannig í sænska landsliðinu, til dæmis læknir sem sagði mér að þessi leikmaður gæti ekki spilað þennan undanúrslitaleik. Það hefur hjálpað mér mikið að hafa sterkt þjálfarateymi. Ég myndi nú ekki taka einhverja Svía. Það er til fullt af góðum þrekþjálfurum, sjúkraþjálfurum og þjálfurum heima á Íslandi, ef það væri ég sem fengi að velja. En það verða að vera manneskjur sem eru tilbúnar að vinna og koma með jákvæðni inn í þetta. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að fá meiri trú og jákvæðni,“ segir Kristján sem var kjörinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM, þar sem liðið rétt missti af sæti í 8-liða úrslitum og stóð þannig ekki undir væntingum, svaraði Kristján: „Það er fullt af „potential“ í íslenska landsliðinu. Það var möguleiki að fara í undanúrslit en það eru 8-10 landslið með sama markmið. Á þessu móti var Ómar Ingi ekki búinn að vera að æfa eins mikið og fyrir ári síðan, með Magdeburg, og Viktor Gísli búinn að vera í basli með meiðsli. Og líka Ýmir Örn, með minna hlutverk hjá Rhein-Neckar Löwen en þegar landsliðið spilaði mjög vel í Ungverjalandi [á EM 2022]. Það voru því nokkrir hlutir sem gerðu að verkum að árangurinn var ekki eins góður og liðið og allir bjuggust við. Að sama skapi er liðið ekki langt frá því að komast í 8-liða úrslit þrátt fyrir að spila ekki sinn besta bolta.“ Kristján sagði það hafa komið sér á óvart að Guðmundur skyldi ekki halda áfram með landsliðið og hann ræddi einnig um frammistöðu liðsins gegn Tékkum í gær eins og heyra má í þættinum hér að ofan. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. 8. mars 2023 08:00 Draumur að þjálfa landsliðið en umræðan fullhávær „Það er heiður að vera orðaður við þetta starf,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari meistaraliðs Vals í handbolta, sem ítrekað hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari karla. 7. mars 2023 08:00 Apelgren einnig spenntur fyrir íslenska landsliðinu Sænski þjálfarinn Michael Apelgren er einn þeirra erlendu þjálfara sem er orðaður við starf karlalandsliðsins í handbolta. Starfið er laust eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti í vikunni. 24. febrúar 2023 13:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Kristján er í dag íþróttastjóri sænska úrvalsdeildarfélagsins Guif og var einnig sérfræðingur Viaplay í umfjöllun í sænska sjónvarpinu um HM í janúar, en þjálfaði sænska landsliðið árin 2016-2020 og Rhein-Neckar Löwen í nokkra mánuði 2019-2020. Kristján er í viðtali í nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst eftir um 8 mínútur. Kristján er á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við íslenska landsliðið eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar. Tapið slæma gegn Tékkum í gær breytir því ekki að Kristján hefur áhuga á að taka við íslenska landsliðinu: „Já, ég held að ég deili því nú með mörgum þjálfurum og mörgum sérfræðingum heima á Íslandi. Er það ekki?“ svaraði Kristján sem stýrði Svíum til silfurverðlauna á EM 2018. Margt þyrfti að ganga upp HSÍ ætlar að gefa sér góðan tíma í að finna arftaka og hefur samkvæmt upplýsingum Vísis ekki sett sig í samband við neinn þjálfara enn sem komið er. Kristján segist alla vega ekki hafa rætt við HSÍ síðustu vikur en hann kom til greina sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir nokkrum árum, áður en hann tók við sænska landsliðinu eftir góðan árangur sem þjálfari Guif. „Eina skiptið sem ég hef verið í sambandi við HSÍ var 2015 eða 2016 þegar Geir [Sveinsson] var ráðinn landsliðsþjálfari. Þá liðu nokkrir mánuðir og síðan lét sænska handknattleikssambandið heyra í sér,“ segir Kristján. Hann segir margt þurfa að ganga upp til að hann geti tekið við íslenska landsliðinu: „Ég bý í Svíþjóð, er með sænska konu og tvo drengi, 12 og 7 ára. Ef þetta væri í boði [starf landsliðsþjálfara Íslands] þá þyrfti margt að virka hjá mér.“ Fullt starf ef Ísland ætlar sér að vera meðal þeirra bestu Aðspurður hvort að honum þætti að landsliðsþjálfarastarfið ætti að vera fullt starf svaraði Kristján: „Ég myndi þá spyrja HSÍ hvert væri markmiðið fyrir landsliðsþjálfarann. Ef það er að vera topp 4 eða topp 8 lið, þá þarftu að vera með mann eða konu í fullu starfi. Þú ert að keppa á móti Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Frakklandi… allir eru með þjálfara í fullu starfi og það er eina leiðin til að keppa á móti þessum bestu liðum.“ Kristján segir að fari svo að hann taki við íslenska landsliðinu vilji hann velja sér sitt eigið teymi en að það verði sennilega skipað Íslendingum. Sæi fyrir sér íslenskt þjálfarateymi „Já, það er ótrúlega mikilvægt að hafa gott teymi í kringum landsliðsþjálfarann. Á svona stórmótum er svo mikil ábyrgð og pressa, og það þurfa að vera manneskjur í kringum landsliðsþjálfarann sem vinna rosalega fína vinnu og eru hreinskilnar við landsliðsþjálfarann. Hjálpa honum þegar það eru rangar ákvarðanir, eða þegar manni finnst eitthvað ekki nógu gott. Það var þannig í sænska landsliðinu, til dæmis læknir sem sagði mér að þessi leikmaður gæti ekki spilað þennan undanúrslitaleik. Það hefur hjálpað mér mikið að hafa sterkt þjálfarateymi. Ég myndi nú ekki taka einhverja Svía. Það er til fullt af góðum þrekþjálfurum, sjúkraþjálfurum og þjálfurum heima á Íslandi, ef það væri ég sem fengi að velja. En það verða að vera manneskjur sem eru tilbúnar að vinna og koma með jákvæðni inn í þetta. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að fá meiri trú og jákvæðni,“ segir Kristján sem var kjörinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2018. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM, þar sem liðið rétt missti af sæti í 8-liða úrslitum og stóð þannig ekki undir væntingum, svaraði Kristján: „Það er fullt af „potential“ í íslenska landsliðinu. Það var möguleiki að fara í undanúrslit en það eru 8-10 landslið með sama markmið. Á þessu móti var Ómar Ingi ekki búinn að vera að æfa eins mikið og fyrir ári síðan, með Magdeburg, og Viktor Gísli búinn að vera í basli með meiðsli. Og líka Ýmir Örn, með minna hlutverk hjá Rhein-Neckar Löwen en þegar landsliðið spilaði mjög vel í Ungverjalandi [á EM 2022]. Það voru því nokkrir hlutir sem gerðu að verkum að árangurinn var ekki eins góður og liðið og allir bjuggust við. Að sama skapi er liðið ekki langt frá því að komast í 8-liða úrslit þrátt fyrir að spila ekki sinn besta bolta.“ Kristján sagði það hafa komið sér á óvart að Guðmundur skyldi ekki halda áfram með landsliðið og hann ræddi einnig um frammistöðu liðsins gegn Tékkum í gær eins og heyra má í þættinum hér að ofan.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. 8. mars 2023 08:00 Draumur að þjálfa landsliðið en umræðan fullhávær „Það er heiður að vera orðaður við þetta starf,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari meistaraliðs Vals í handbolta, sem ítrekað hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari karla. 7. mars 2023 08:00 Apelgren einnig spenntur fyrir íslenska landsliðinu Sænski þjálfarinn Michael Apelgren er einn þeirra erlendu þjálfara sem er orðaður við starf karlalandsliðsins í handbolta. Starfið er laust eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti í vikunni. 24. febrúar 2023 13:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
„Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. 8. mars 2023 08:00
Draumur að þjálfa landsliðið en umræðan fullhávær „Það er heiður að vera orðaður við þetta starf,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari meistaraliðs Vals í handbolta, sem ítrekað hefur verið nefndur sem líklegur arftaki Guðmundar Guðmundssonar sem landsliðsþjálfari karla. 7. mars 2023 08:00
Apelgren einnig spenntur fyrir íslenska landsliðinu Sænski þjálfarinn Michael Apelgren er einn þeirra erlendu þjálfara sem er orðaður við starf karlalandsliðsins í handbolta. Starfið er laust eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti í vikunni. 24. febrúar 2023 13:00