„Vorum sjálfum okkur verstir í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 21:18 Gunnar Magnússon er annar af landsliðsþjálfurum Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnússon, annar af starfandi landsliðsþjálfurum Íslands, var vitaskuld svekktur eftir tapið í Tékklandi í kvöld. Hann segir „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag, hann var alveg agalegur og í raun sama hvar á hann er litið. Það vantaði upp á agann. Við vissum að þeir myndu þétta vel á okkur, við ætluðum að fara meira út í breiddina og fá meira flot á boltann en við náum bara ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist á RÚV eftir leik. „Þetta var rosalega stirt og mikið hnoð. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag.“ Eftir erfitt heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi var mikil umræða um frammistöðu liðsins. Í dag virtist vanta sjálfstraust í liðið. „Frammistaðan sóknarlega er gífurleg vonbrigði. Að sama skapi eru vörn og markvarsla mjög jákvæð í dag. Við náum heldur ekki að keyra eins og við ætluðum að gera, náðum ekki að refsa og ég er óánægður með það. Sóknarlega erum við sjálfum okkur verstir og þetta var alls ekki nógu gott. Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við framkvæmdum það.“ Liðin mættast á ný á sunnudag. Ísland þarf að vinna með meira en fimm mörkum í þeim leik ætli liðið sér efsta sætið riðlinum. Það gæti verið mikilvægt ætli Ísland að eiga möguleika á að keppa um sæti á Ólympíuleikunum. „Seinni leikurinn er eftir. Auðvitað er svekkjandi því við hefðum getað náð þessu niður í þrjú. Fimm mörk og við förum í Höllina á sunnudag, við getum snúið þessu við. Það er svo margt sem við getum lagað á mjög stuttum tíma.“ „Við þurfum núna að nýta tímann vel og laga þessa hluti því við getum miklu betur en þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag, hann var alveg agalegur og í raun sama hvar á hann er litið. Það vantaði upp á agann. Við vissum að þeir myndu þétta vel á okkur, við ætluðum að fara meira út í breiddina og fá meira flot á boltann en við náum bara ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist á RÚV eftir leik. „Þetta var rosalega stirt og mikið hnoð. Við vorum sjálfum okkur verstir í dag.“ Eftir erfitt heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi var mikil umræða um frammistöðu liðsins. Í dag virtist vanta sjálfstraust í liðið. „Frammistaðan sóknarlega er gífurleg vonbrigði. Að sama skapi eru vörn og markvarsla mjög jákvæð í dag. Við náum heldur ekki að keyra eins og við ætluðum að gera, náðum ekki að refsa og ég er óánægður með það. Sóknarlega erum við sjálfum okkur verstir og þetta var alls ekki nógu gott. Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig við framkvæmdum það.“ Liðin mættast á ný á sunnudag. Ísland þarf að vinna með meira en fimm mörkum í þeim leik ætli liðið sér efsta sætið riðlinum. Það gæti verið mikilvægt ætli Ísland að eiga möguleika á að keppa um sæti á Ólympíuleikunum. „Seinni leikurinn er eftir. Auðvitað er svekkjandi því við hefðum getað náð þessu niður í þrjú. Fimm mörk og við förum í Höllina á sunnudag, við getum snúið þessu við. Það er svo margt sem við getum lagað á mjög stuttum tíma.“ „Við þurfum núna að nýta tímann vel og laga þessa hluti því við getum miklu betur en þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira