„Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 08:00 Þórir Hergeirsson er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. epa/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti