Opinbera nýjan leik gerðan á Íslandi og í Finnlandi Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 16:30 Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir. Mainframe Industries Tölvuleikjafyrirtækið Mainframe Industries opinberaði í dag nýjan leik sem starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið að. Sá kallast Pax Dei og er ævintýra- og fjölspilunarleikur. Fyrirtækið er skipað fólki sem vann áður hjá CCP við EVE Online og fólki frá Blizzard, Ubisoft og Ninja Theory, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru hér á Íslandi og í Finnlandi. Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir, samkvæmt Reyni Harðarsyni eins og stofnendum Mainframe Industries. Í tilkynningu er haft eftir honum að leikurinn opinn stóran, dularfullan og fallegan leikvöll sem spilarar geti fyllt af eigin sögum. Spilarar þurfi að taka höndum saman til að byggja upp þorp og fylkingar en samkvæmt tilkynningunni er allt í leiknum framleitt af spilurunum. Þeir geta einnig barist við skrímsli og óvætti, auk þess að berjast við hvorn annan. Pax Dei keyrir á grafík Unreal Engin 5. Áhugasamir geta skráð sig í alpha-prófanir leiksins með því að fara á heimasíðu leiksins og er einnig hægt að fylgjast með þróun hans á Steam. Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Fyrirtækið er skipað fólki sem vann áður hjá CCP við EVE Online og fólki frá Blizzard, Ubisoft og Ninja Theory, svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru hér á Íslandi og í Finnlandi. Pax Dei gerist á myrkum tímum ævintýraheims þar sem goðsagnir, draugar og galdrar eru raunverulegir, samkvæmt Reyni Harðarsyni eins og stofnendum Mainframe Industries. Í tilkynningu er haft eftir honum að leikurinn opinn stóran, dularfullan og fallegan leikvöll sem spilarar geti fyllt af eigin sögum. Spilarar þurfi að taka höndum saman til að byggja upp þorp og fylkingar en samkvæmt tilkynningunni er allt í leiknum framleitt af spilurunum. Þeir geta einnig barist við skrímsli og óvætti, auk þess að berjast við hvorn annan. Pax Dei keyrir á grafík Unreal Engin 5. Áhugasamir geta skráð sig í alpha-prófanir leiksins með því að fara á heimasíðu leiksins og er einnig hægt að fylgjast með þróun hans á Steam.
Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira