Handbolti

„Kom mér á óvart hvað FH var lengi að átta sig á því hvað Einar Bragi gat“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Bragi Aðalsteinsson er á sínu fyrsta tímabili hjá FH.
Einar Bragi Aðalsteinsson er á sínu fyrsta tímabili hjá FH. vísir/diego

Frammistaða Einars Braga Aðalsteinssonar með FH hefur ekki komið Sebastian Alexanderssyni á óvart.

Eftir að hafa slegið í gegn með HK á síðasta tímabili gekk Einar Bragi í raðir FH í sumar. Hann fór rólega af stað með Fimleikafélaginu en Sebastian segir að það hafi verið því hann hafi ef til vill ekki verið notaður rétt.

„Það eina sem kom mér á óvart var hvað FH var lengi að átta sig á því hvað hann gat. Hann fór bara í hlutverkið hans Ísaks Rafnssonar,“ sagði Sebastian í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar.

„Þeir hafa sínar ástæður fyrir því sem eru fullkomlega réttlætanlegar. Við höfum ekki allar forsendur til að draga ályktanir. En ég er ekki hlutlaus en þetta kom mér ekki á óvart. Það var bara tímaspursmál hvenær hann myndi slá í gegn þarna.“

Einar Bragi er næstmarkahæsti leikmaður FH á tímabilinu. Hann hefur skorað 87 mörk í sautján leikjum í Olís-deildinni.

Einar Bragi og félagar hans í FH mæta ÍBV klukkan 18:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×