„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 20:19 Sáttur. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. „Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
„Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30