Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Það þarf að myndast mikið traust í sambandinu áður en einhver fær að horfa á kvikmyndina Notebook með Guðmundi Guðmundssyni, enda alltaf jafn áhrifarík mynd að hans sögn. Guðmundur er framkvæmdastjóri Akademias og markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Hjá Guðmundi eru pabbavikur aðra hverja viku og því afar ólík rútínan á milli vikna. Vísir/Vilhelm Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt milli klukkan hálf sjö og sjö alla daga vikunnar, líka um helgar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er fráskilinn með þrjú börn svo rútínan er mjög ólík á milli vikna. Í barnavikum er það Hinrik, 4 ára strákurinn minn, sem stjórnar morgunrútínunni, og reyndar líklega flestu öðru. Væntingarnar eru um ekkert minna en fimm stjörnu þjónustu. Ferlið hefst yfirleitt á Svampi Sveinssyni á sófanum undir sæng. Svo eru það oftast hrærð egg, bursta, klæða og græja með reglulegum pabba bröndurum eða hrekkjum sem kemur litla glöðum inní daginn. Við eigum það sameiginlegt feðgarnir að vera mjög morgunhressir. Þegar unglingarnir mínir, Birkir Ari og Kamilla Mía vakna um klukkan hálf átta verður þjónustan rólegri og töluvert íhaldssamari. Þau eru bæði svo sjálfstæð svo verkefnið breytist þá og fer að snúast um að ryðja veginn fyrir þau svo þau komist fyrirhafnarlaust, án þess að gleyma einhverju heima, frá rúminu í skólann. Það gefst ekki mikill tími í sjálfan sig á morgnanna í barnavikum en vinnudagurinn hefst þegar öllum börnunum hefur verið komið á sinn stað um klukkan 8.20. Í barnlausum vikum er rútínan töluvert ólíkari. Hvort sem ég er einn, eða þegar Agnes Hlíf kærastan mín er með mér, byrjar dagurinn minn um klukkan hálf sjö. Ég er mikill fréttafíkill svo þegar kaffibollinn er kominn fer ég í gegnum Morgunblaðið, The Financial Times og The Economist. Netmiðlarnir fá svo nokkrar mínútur líka en ég forðast samfélagmiðla með öllum ráðum. Þegar Agnes er hjá mér nær hún mér svo yfirleitt í morgunhugleiðslu. Var með nokkurn mótþróa í fyrstu en finn orðið að þetta er algjört galdra verkfæri sem gerir mann ennþá tilbúnari fyrir daginn. Áður en ég geri mig til fyrir vinnuna fer ég yfir dagskrá dagsins og svara tölvupóstum svo ég geti komið öllum verkefnum sem þarfnast athygli minnar í góðan farveg áður en vinnudagurinn hefst sem er oft frekar kaótískur.“ Heiðarleikaspurning: Er eitthvað sjónvarpsefni, atriði í bíómynd eða lag sem fær þig alltaf til að tárast? „Það fer með mig ef börn eiga erfitt eða líður illa í bíómyndum og þáttum. Það er algilt en annars verð ég að viðurkenna að myndin Notebook lætur mig alveg missa kúlið. Ég hef horft á hana töluvert oft en það fær enginn að horfa á hana með mér án þess traustið sé orðið mjög mikið og að viðkomandi heiti því að hafa aldrei eftir hvernig hún fer með mig.“ Í fimmtán ár hefur daglegur To do listi Guðmundar verið A4 blað brotið lóðrétt í tvennt. Sem síðan fylgir honum eins og síminn yfir daginn. Guðmundur segist aga sjálfan sig í vinnu þannig að hvatvísin og orkan nýtist á réttan hátt og í réttu hlutina.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Akademias og Hoobla vinnum að mjög mörgum skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Akademias er stöðugt að bæta við fræðslusafnið sitt sem inniheldur í dag yfir 110 rafræna áfanga á fjölmörgum tungumálum sem viðskiptavinir fá inn í kennslukerfin sín. Yfir 30.000 einstaklingar á vinnumarkaðinum hafa aðgang að námsefninu okkar í dag. Í næstu viku munum við t.a.m. gefa út Landnemann í samstarfi við Vinnumálastofnun en Landneminn inniheldur sjö námskeið sem hjálpa erlendu vinnuafli að aðlagast íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Frábært verkefni og námskeið sem mikil þörf er á og mun hafa mikil jákvæð áhrif á vinnustaðina sem vinna með okkur. Jafnframt erum við að þróa einfalda leiki og gagnvirk verkefni sem viðskiptavinir fá aðgang að fljótlega. Stóra verkefni Akademias þessa dagana er svo að þróa lærdómsferli, sem við köllum spretti, sem innihalda rafræn námskeið, verkefni, leiki og svo framvegis. Sprettir eru fræðslulausnir sem taka á raunverulegum áskorunum vinnustaða með rafrænni fræðslu. Til að mynda eins og Landneminn sem er einskonar nýliðafræðsla fyrir erlent vinnuafl sem hefur störf hjá viðskiptavinum Akademias, HeilsuSprettur sem hjálpar starfsfólki með andlega og líkamlega heilsu og Sölu&ÞjónustuSprettur sem hjálpar vinnustöðum að setja ofurkraft í sóknina og þjónustuna með rafrænu námsefni. Það er ákaflega gefandi að vinna með hundruðum sérfræðinga á Íslandi, sem allir eru bestir á síni sviði. Með þeim sköpum við lausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að mæta tækifærum og þeim raunverulegum áskorunum sem þeir standa frammi fyrir. Hoobla veitir vinnustöðum aðgang að mörg hundruð sérfræðingum í tímabundin verkefni eða lágt starfshlutfall. Félagið er í mikilli og í mjög spennandi hugbúnaðarþróun. Hoobla fékk Rannísstyrk í desember sem mun gefa félaginu vængi á þessu ári. Árangur Hoobla hefur verið slíkur að félagið ræður ekki við núverandi eftirspurn og því höfum við reynt að láta lítið fara félaginu undanfarið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég styðst við To do lista sem hefur í fimmtán ár verið A4 blað brotið lóðrétt í tvennt sem fylgir mér eins og síminn minn alla daga. Enn fremur nota ég Teams og Pipedrive ásamt dagatalinu svo öllum keilum sé haldið á lofti. Skipulagið einkennist af kapphlaupi við tímann þar sem sala og þjónusta trompar allt og vöruþróun og nýsköpun kemur þar strax á eftir. Að eðlisfari er ég mjög orkumikill og er mjög creative-ur. Markaðsbakgrunnurinn minn hefur reynst mér og okkur afar vel við að byggja upp félögin tvö en ég verð að vera með mjög agað skipulag fyrir sjálfan mig í vinnunni svo ég geti beislað hvatvísina og orkuna á réttan hátt. Þegar ég skipulegg vikuna, og oft morgundaginn áður en ég fer að sofa, er alltaf helsta áskorunin hvað ég á ekki að verja tímanum mínum í svo aðal atriðin fái sem mest af orkunni og tíma. Með aldrinum lærir maður jafnframt sífellt betur inn á sjálfan sig og hversu mikið virði er í því að raða í kringum sig fólki sem er öflugra en ég. Enn fremur að mikilvægasta hlutverkið mitt er að ryðja í burtu hindranir og gefa þessum ótrúlega öfluga hópi sem vinnur með mér færi á að hlaupa hratt án þess að ég eða annað sé að þvælast mikið fyrir. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt of seint að sofa. Í barnavikum er ekki komin ró fyrr en rúmlega klukkan níu á kvöldin en þá tekur yfirleitt við vinna við að klára daginn. Í barnlausum vikum á ég svo enga afsökun fyrir því hvað ég fer seint að sofa. Ég les mikið en barnlausu vikurnar nýtast vel til þess. Einn af kostunum við að reka skóla eins og Akademias er að maður er alltaf að læra. Vikulega búum við til nýja rafræna áfanga en námskeið eins og Betri svefn eftir Dr. Erlu Björnsdóttur hefur kennt mér að ég hef verk að vinna þegar kemur að svefninum. Um leið og ég leggst á koddann sofna ég en þar sem ég vakna yfirleitt aldrei miklu seinna en hálf sjö hefur Erla kennt mér að það sé of seint að vera þá fara upp í rúm á milli miðnættis og eitt á nóttunni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt milli klukkan hálf sjö og sjö alla daga vikunnar, líka um helgar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er fráskilinn með þrjú börn svo rútínan er mjög ólík á milli vikna. Í barnavikum er það Hinrik, 4 ára strákurinn minn, sem stjórnar morgunrútínunni, og reyndar líklega flestu öðru. Væntingarnar eru um ekkert minna en fimm stjörnu þjónustu. Ferlið hefst yfirleitt á Svampi Sveinssyni á sófanum undir sæng. Svo eru það oftast hrærð egg, bursta, klæða og græja með reglulegum pabba bröndurum eða hrekkjum sem kemur litla glöðum inní daginn. Við eigum það sameiginlegt feðgarnir að vera mjög morgunhressir. Þegar unglingarnir mínir, Birkir Ari og Kamilla Mía vakna um klukkan hálf átta verður þjónustan rólegri og töluvert íhaldssamari. Þau eru bæði svo sjálfstæð svo verkefnið breytist þá og fer að snúast um að ryðja veginn fyrir þau svo þau komist fyrirhafnarlaust, án þess að gleyma einhverju heima, frá rúminu í skólann. Það gefst ekki mikill tími í sjálfan sig á morgnanna í barnavikum en vinnudagurinn hefst þegar öllum börnunum hefur verið komið á sinn stað um klukkan 8.20. Í barnlausum vikum er rútínan töluvert ólíkari. Hvort sem ég er einn, eða þegar Agnes Hlíf kærastan mín er með mér, byrjar dagurinn minn um klukkan hálf sjö. Ég er mikill fréttafíkill svo þegar kaffibollinn er kominn fer ég í gegnum Morgunblaðið, The Financial Times og The Economist. Netmiðlarnir fá svo nokkrar mínútur líka en ég forðast samfélagmiðla með öllum ráðum. Þegar Agnes er hjá mér nær hún mér svo yfirleitt í morgunhugleiðslu. Var með nokkurn mótþróa í fyrstu en finn orðið að þetta er algjört galdra verkfæri sem gerir mann ennþá tilbúnari fyrir daginn. Áður en ég geri mig til fyrir vinnuna fer ég yfir dagskrá dagsins og svara tölvupóstum svo ég geti komið öllum verkefnum sem þarfnast athygli minnar í góðan farveg áður en vinnudagurinn hefst sem er oft frekar kaótískur.“ Heiðarleikaspurning: Er eitthvað sjónvarpsefni, atriði í bíómynd eða lag sem fær þig alltaf til að tárast? „Það fer með mig ef börn eiga erfitt eða líður illa í bíómyndum og þáttum. Það er algilt en annars verð ég að viðurkenna að myndin Notebook lætur mig alveg missa kúlið. Ég hef horft á hana töluvert oft en það fær enginn að horfa á hana með mér án þess traustið sé orðið mjög mikið og að viðkomandi heiti því að hafa aldrei eftir hvernig hún fer með mig.“ Í fimmtán ár hefur daglegur To do listi Guðmundar verið A4 blað brotið lóðrétt í tvennt. Sem síðan fylgir honum eins og síminn yfir daginn. Guðmundur segist aga sjálfan sig í vinnu þannig að hvatvísin og orkan nýtist á réttan hátt og í réttu hlutina.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við hjá Akademias og Hoobla vinnum að mjög mörgum skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Akademias er stöðugt að bæta við fræðslusafnið sitt sem inniheldur í dag yfir 110 rafræna áfanga á fjölmörgum tungumálum sem viðskiptavinir fá inn í kennslukerfin sín. Yfir 30.000 einstaklingar á vinnumarkaðinum hafa aðgang að námsefninu okkar í dag. Í næstu viku munum við t.a.m. gefa út Landnemann í samstarfi við Vinnumálastofnun en Landneminn inniheldur sjö námskeið sem hjálpa erlendu vinnuafli að aðlagast íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Frábært verkefni og námskeið sem mikil þörf er á og mun hafa mikil jákvæð áhrif á vinnustaðina sem vinna með okkur. Jafnframt erum við að þróa einfalda leiki og gagnvirk verkefni sem viðskiptavinir fá aðgang að fljótlega. Stóra verkefni Akademias þessa dagana er svo að þróa lærdómsferli, sem við köllum spretti, sem innihalda rafræn námskeið, verkefni, leiki og svo framvegis. Sprettir eru fræðslulausnir sem taka á raunverulegum áskorunum vinnustaða með rafrænni fræðslu. Til að mynda eins og Landneminn sem er einskonar nýliðafræðsla fyrir erlent vinnuafl sem hefur störf hjá viðskiptavinum Akademias, HeilsuSprettur sem hjálpar starfsfólki með andlega og líkamlega heilsu og Sölu&ÞjónustuSprettur sem hjálpar vinnustöðum að setja ofurkraft í sóknina og þjónustuna með rafrænu námsefni. Það er ákaflega gefandi að vinna með hundruðum sérfræðinga á Íslandi, sem allir eru bestir á síni sviði. Með þeim sköpum við lausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að mæta tækifærum og þeim raunverulegum áskorunum sem þeir standa frammi fyrir. Hoobla veitir vinnustöðum aðgang að mörg hundruð sérfræðingum í tímabundin verkefni eða lágt starfshlutfall. Félagið er í mikilli og í mjög spennandi hugbúnaðarþróun. Hoobla fékk Rannísstyrk í desember sem mun gefa félaginu vængi á þessu ári. Árangur Hoobla hefur verið slíkur að félagið ræður ekki við núverandi eftirspurn og því höfum við reynt að láta lítið fara félaginu undanfarið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég styðst við To do lista sem hefur í fimmtán ár verið A4 blað brotið lóðrétt í tvennt sem fylgir mér eins og síminn minn alla daga. Enn fremur nota ég Teams og Pipedrive ásamt dagatalinu svo öllum keilum sé haldið á lofti. Skipulagið einkennist af kapphlaupi við tímann þar sem sala og þjónusta trompar allt og vöruþróun og nýsköpun kemur þar strax á eftir. Að eðlisfari er ég mjög orkumikill og er mjög creative-ur. Markaðsbakgrunnurinn minn hefur reynst mér og okkur afar vel við að byggja upp félögin tvö en ég verð að vera með mjög agað skipulag fyrir sjálfan mig í vinnunni svo ég geti beislað hvatvísina og orkuna á réttan hátt. Þegar ég skipulegg vikuna, og oft morgundaginn áður en ég fer að sofa, er alltaf helsta áskorunin hvað ég á ekki að verja tímanum mínum í svo aðal atriðin fái sem mest af orkunni og tíma. Með aldrinum lærir maður jafnframt sífellt betur inn á sjálfan sig og hversu mikið virði er í því að raða í kringum sig fólki sem er öflugra en ég. Enn fremur að mikilvægasta hlutverkið mitt er að ryðja í burtu hindranir og gefa þessum ótrúlega öfluga hópi sem vinnur með mér færi á að hlaupa hratt án þess að ég eða annað sé að þvælast mikið fyrir. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt of seint að sofa. Í barnavikum er ekki komin ró fyrr en rúmlega klukkan níu á kvöldin en þá tekur yfirleitt við vinna við að klára daginn. Í barnlausum vikum á ég svo enga afsökun fyrir því hvað ég fer seint að sofa. Ég les mikið en barnlausu vikurnar nýtast vel til þess. Einn af kostunum við að reka skóla eins og Akademias er að maður er alltaf að læra. Vikulega búum við til nýja rafræna áfanga en námskeið eins og Betri svefn eftir Dr. Erlu Björnsdóttur hefur kennt mér að ég hef verk að vinna þegar kemur að svefninum. Um leið og ég leggst á koddann sofna ég en þar sem ég vakna yfirleitt aldrei miklu seinna en hálf sjö hefur Erla kennt mér að það sé of seint að vera þá fara upp í rúm á milli miðnættis og eitt á nóttunni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01
Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00
Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01
„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. 21. janúar 2023 10:00