Umfjöllun: Georgía - Ísland 77-80 | Einu stigi frá því að fara á HM í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 19:00 Tryggvi Snær Hlinason fékk skurð á enni í öðrum leikhluta í Tbilisi í dag, og spilaði með höfuðið vafið eftir það. FIBA Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var aðeins einu stigi frá því að tryggja sér í dag sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. Ísland þurfti fjögurra stiga sigur á erfiðum útivelli gegn Georgíu í Tbilisi í dag til að komast á HM, en Georgíumönnum dugði sigur eða allt að þriggja stiga tap til að komast á mótið. Þriggja stiga sigur Íslands, 80-77, varð einmitt raunin eftir jafnan og æsispennandi leik frá upphafi til enda. Ísland fékk lokasóknina en opið skot Elvars Más Friðrikssonar fór í hringinn. Eftir undankeppni og forkeppni sem hófst fyrir þremur árum, tuttugu leiki og nokkra af fræknustu sigrum í sögu íslensks körfubolta, fékk Ísland sem sagt lokasókn til þess að tryggja sér sæti á HM. Sæti á meðal þeirra allra bestu í heimi, í Indónesíu, Japan og Filippseyjum næsta haust. Shengelia fór á taugum og tækifærið gafst Á spennuþrunginni lokamínútu leiksins klikkaði Tornike Shengelia, besti maður Georgíu, á báðum vítum sínum þegar um tíu sekúndur voru eftir og Ísland þremur stigum yfir. Jón Axel Guðmundsson geystist fram og hefði mögulega getað komið boltanum að körfunni en sendi út úr „pakkanum“ á besta mann íslenska liðsins, Elvar, sem var aleinn við þriggja stiga línuna. Tíminn virtist hreinlega standa í stað á meðan boltinn ferðaðist frá honum og því miður á körfuhringinn og út. Þar með fer Georgía á HM en íslenska landsliðið lifir áfram í þeirri óvissu sem skapast hefur vegna mun lægri fjárveitinga til KKÍ úr Afrekssjóði. Með fullri virðingu þá virðast reglur Afrekssjóðs um flokkun sérsambanda eftir þátttöku á stórmótum hreinlega galnar í þeirri stöðu sem nú er uppi, þegar Ísland er með í höndunum körfuboltalandslið sem var stigi frá því að komast á HM, jafnvel þrátt fyrir að vera án síns besta leikmanns Martins Hermannssonar. Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í leiknum með 25 stig.FIBA En aftur að leiknum. Eða öllu heldur lokakaflanum sem var svo spennandi líkt og allur leikurinn. Ísland komst í þrígang fjórum stigum yfir í fjórða leikhluta, í þriðja skiptið þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir. Jón Axel óð þá að körfunni af miklu harðfylgi en náði því miður ekki að nýta vítið sem hann fékk í kjölfarið. Við tóku glundroðasekúndur hjá íslenska liðinu og heimamenn virtust ætla að tryggja sig á HM með því að komast yfir þegar aðeins 45 sekúndur voru eftir. En Tryggvi Snær Hlinason kom Íslandi aftur yfir, og nýtti vítið sitt til að auka muninn í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir. Íslendingar voru öruggari á vítalínunni í leiknum, klikkuðu raunar aðeins á þremur af 25, og fengu þannig möguleika á sigri í lokin eins og fyrr segir en það bara dugði ekki til. Íslandi gekk vel með Kristófer Acox innan vallar í dag.FIBA Georgía byrjaði leikinn aðeins betur og Tryggvi virtist eiga í erfiðleikum gegn hinum gríðarsterka Giorgi Shermadini undir körfunni. En það lagaðist þegar leið á leikinn og staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 19-19, og Ísland var einu stigi yfir í hálfleik, 43-42. Elvar Már leiddi íslenska sóknarleikinn og nýtti skotin sín vel, en á eftir honum dreifðist stigaskorið vel og Ísland virtist ekki eins háð þremur lykilmönnum eins og Georgía sem stólaði alfarið á Shermadini, Shengelia og Thaddus McFadden. Snemma í seinni hálfleik komst Ísland í fyrsta sinn fjórum stigum yfir, sem var munurinn sem liðið leitaði að, en forskotið varð aldrei meira þrátt fyrir tækifæri til þess. Áfram lögðu margir hönd á plóg og Ísland var 62-60 yfir fyrir lokaleikhlutann. Ísland missti Hauk Helga Pálsson af velli með hans fimmtu villu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en lét það ekki á sig fá og eftir þrist frá Jóni Axel og hraðaupphlaup Elvars komst liðið í 70-66. Heimamenn náðu hins vegar að hanga á HM-farseðlinum með miklum naumindum á lokamínútunum og eftir stendur ein grátlegasta stund í sögu íslenskra íþrótta, þó að enginn geti annað en horft stoltur á ferðalag íslenska liðsins að því að vera einni körfu frá sæti á HM. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var aðeins einu stigi frá því að tryggja sér í dag sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. Ísland þurfti fjögurra stiga sigur á erfiðum útivelli gegn Georgíu í Tbilisi í dag til að komast á HM, en Georgíumönnum dugði sigur eða allt að þriggja stiga tap til að komast á mótið. Þriggja stiga sigur Íslands, 80-77, varð einmitt raunin eftir jafnan og æsispennandi leik frá upphafi til enda. Ísland fékk lokasóknina en opið skot Elvars Más Friðrikssonar fór í hringinn. Eftir undankeppni og forkeppni sem hófst fyrir þremur árum, tuttugu leiki og nokkra af fræknustu sigrum í sögu íslensks körfubolta, fékk Ísland sem sagt lokasókn til þess að tryggja sér sæti á HM. Sæti á meðal þeirra allra bestu í heimi, í Indónesíu, Japan og Filippseyjum næsta haust. Shengelia fór á taugum og tækifærið gafst Á spennuþrunginni lokamínútu leiksins klikkaði Tornike Shengelia, besti maður Georgíu, á báðum vítum sínum þegar um tíu sekúndur voru eftir og Ísland þremur stigum yfir. Jón Axel Guðmundsson geystist fram og hefði mögulega getað komið boltanum að körfunni en sendi út úr „pakkanum“ á besta mann íslenska liðsins, Elvar, sem var aleinn við þriggja stiga línuna. Tíminn virtist hreinlega standa í stað á meðan boltinn ferðaðist frá honum og því miður á körfuhringinn og út. Þar með fer Georgía á HM en íslenska landsliðið lifir áfram í þeirri óvissu sem skapast hefur vegna mun lægri fjárveitinga til KKÍ úr Afrekssjóði. Með fullri virðingu þá virðast reglur Afrekssjóðs um flokkun sérsambanda eftir þátttöku á stórmótum hreinlega galnar í þeirri stöðu sem nú er uppi, þegar Ísland er með í höndunum körfuboltalandslið sem var stigi frá því að komast á HM, jafnvel þrátt fyrir að vera án síns besta leikmanns Martins Hermannssonar. Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í leiknum með 25 stig.FIBA En aftur að leiknum. Eða öllu heldur lokakaflanum sem var svo spennandi líkt og allur leikurinn. Ísland komst í þrígang fjórum stigum yfir í fjórða leikhluta, í þriðja skiptið þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir. Jón Axel óð þá að körfunni af miklu harðfylgi en náði því miður ekki að nýta vítið sem hann fékk í kjölfarið. Við tóku glundroðasekúndur hjá íslenska liðinu og heimamenn virtust ætla að tryggja sig á HM með því að komast yfir þegar aðeins 45 sekúndur voru eftir. En Tryggvi Snær Hlinason kom Íslandi aftur yfir, og nýtti vítið sitt til að auka muninn í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir. Íslendingar voru öruggari á vítalínunni í leiknum, klikkuðu raunar aðeins á þremur af 25, og fengu þannig möguleika á sigri í lokin eins og fyrr segir en það bara dugði ekki til. Íslandi gekk vel með Kristófer Acox innan vallar í dag.FIBA Georgía byrjaði leikinn aðeins betur og Tryggvi virtist eiga í erfiðleikum gegn hinum gríðarsterka Giorgi Shermadini undir körfunni. En það lagaðist þegar leið á leikinn og staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 19-19, og Ísland var einu stigi yfir í hálfleik, 43-42. Elvar Már leiddi íslenska sóknarleikinn og nýtti skotin sín vel, en á eftir honum dreifðist stigaskorið vel og Ísland virtist ekki eins háð þremur lykilmönnum eins og Georgía sem stólaði alfarið á Shermadini, Shengelia og Thaddus McFadden. Snemma í seinni hálfleik komst Ísland í fyrsta sinn fjórum stigum yfir, sem var munurinn sem liðið leitaði að, en forskotið varð aldrei meira þrátt fyrir tækifæri til þess. Áfram lögðu margir hönd á plóg og Ísland var 62-60 yfir fyrir lokaleikhlutann. Ísland missti Hauk Helga Pálsson af velli með hans fimmtu villu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en lét það ekki á sig fá og eftir þrist frá Jóni Axel og hraðaupphlaup Elvars komst liðið í 70-66. Heimamenn náðu hins vegar að hanga á HM-farseðlinum með miklum naumindum á lokamínútunum og eftir stendur ein grátlegasta stund í sögu íslenskra íþrótta, þó að enginn geti annað en horft stoltur á ferðalag íslenska liðsins að því að vera einni körfu frá sæti á HM.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti