Fimm konur tilnefndar til Kítón verðlaunanna Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 13:38 Gugusar, Salka, Hildur, Herdís og Margrét eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna. Samsett Fimm konur eru tilnefndar til Kítón verðlaunanna í ár. Sigurvegari þeirra verður kynntur á Hlustendaverðlaununum þann 17. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Stjórn Kítón velur svo sigurvegara Kítón verðlaunanna. Sigurvegarinn fær 250.000 króna peningastyrk frá Orku náttúrunnar. Þær fimm konur sem tilefndar eru til Kítón verðlaunanna í ár eru: Gugusar Salka Valsdóttir Hildur Kristín Stefánsdóttir Herdís Stefánsdóttir Margrét Rán Magnúsdóttir Gugusar Gugusar er listamannanafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir einstaka tónlist og sviðsframkomu sína. Óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í íslenska tónlistarheiminn síðan hún gaf út sína fyrstu plötu, sem kom út þegar hún var einungis 16 ára gömul. Salka Valsdóttir Salka hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Þá hefur hún að undanförnu einnig gefið út sóló tónlist undir listamannanafninu neonme. Í nóvember síðastliðnum gaf hún út sína aðra smáskífu af tilvonandi plötu hennar premiere. Hildur Kristín Stefánsdóttir Hildur Kristín er lagahöfundur, upptökustjóri og tónlistarkona með meiru. Til að mynda er hún hluti af dansbandinu Red Riot. Þá er hún eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Hún hefur unnið ötult starf við að upphefja og styrkja konur í tónlist á Íslandi sem lagahöfundur, söngkona, kennari og sem einn fremsti upptökustjóri Íslands. Herdís Stefánsdóttir Herdís hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum á sviði kvikmyndatónlistar. Herdís var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlist sína við við kvikmyndina The Sun Is Also A Star árið 2019. Árið 2022 átti hún, ásamt Kjartani Hólm, tónlistina í íslensku þáttaseríunni Verbúðinni og í janúar 2023 mátti heyra tónlistina hennar í nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Herdís er án efa ein af næstu skærustu stjörnum Íslands í kvikmyndatónlist. Margrét Rán Magnúsdóttir Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar Vök sem hún stofnaði árið 2013. Hljómsveitin vann Músíktilraunir það árið og hefur síðan þá vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Margrét einnig sungið með hljómsveitinni GusGus og samið tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Stjórn Kítón velur svo sigurvegara Kítón verðlaunanna. Sigurvegarinn fær 250.000 króna peningastyrk frá Orku náttúrunnar. Þær fimm konur sem tilefndar eru til Kítón verðlaunanna í ár eru: Gugusar Salka Valsdóttir Hildur Kristín Stefánsdóttir Herdís Stefánsdóttir Margrét Rán Magnúsdóttir Gugusar Gugusar er listamannanafn Guðlaugar Sóleyjar Höskuldsdóttur. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir einstaka tónlist og sviðsframkomu sína. Óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í íslenska tónlistarheiminn síðan hún gaf út sína fyrstu plötu, sem kom út þegar hún var einungis 16 ára gömul. Salka Valsdóttir Salka hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Þá hefur hún að undanförnu einnig gefið út sóló tónlist undir listamannanafninu neonme. Í nóvember síðastliðnum gaf hún út sína aðra smáskífu af tilvonandi plötu hennar premiere. Hildur Kristín Stefánsdóttir Hildur Kristín er lagahöfundur, upptökustjóri og tónlistarkona með meiru. Til að mynda er hún hluti af dansbandinu Red Riot. Þá er hún eigandi Skýsins skapandi skóla ásamt Unni Eggerts. Hún hefur unnið ötult starf við að upphefja og styrkja konur í tónlist á Íslandi sem lagahöfundur, söngkona, kennari og sem einn fremsti upptökustjóri Íslands. Herdís Stefánsdóttir Herdís hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum á sviði kvikmyndatónlistar. Herdís var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlist sína við við kvikmyndina The Sun Is Also A Star árið 2019. Árið 2022 átti hún, ásamt Kjartani Hólm, tónlistina í íslensku þáttaseríunni Verbúðinni og í janúar 2023 mátti heyra tónlistina hennar í nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, Knock at the Cabin. Herdís er án efa ein af næstu skærustu stjörnum Íslands í kvikmyndatónlist. Margrét Rán Magnúsdóttir Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar Vök sem hún stofnaði árið 2013. Hljómsveitin vann Músíktilraunir það árið og hefur síðan þá vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Þá hefur Margrét einnig sungið með hljómsveitinni GusGus og samið tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar.
Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira