„Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Roberto Garcia Parrondo er hér á hliðarlínunni með Melsungen. vísir/getty Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira