Guðmundur hættur með landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 16:15 Guðmundur Guðmundsson hefur sagt skilið við íslenska landsliðið í þriðja sinn sem þjálfari. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira