Stólpagrín gert að Monsa eftir klúðrið ótrúlega: „Vissi ekki að þetta væri hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Úlfar Páll Monsi Þórðarson hafði góðan húmor fyrir klúðrinu sínu, einn gegn galtómu marki. Skjáskot-Vísir/Arnar „Fyrst langaði mig til að hlæja en svo hugsaði ég; þetta var kannski svolítið vont,“ segir Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Aftureldingar, eftir sennilega ótrúlegasta klúður í sögu íslensks handbolta og þó víðar væri leitað. Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti