Aron Pálmarsson byrjaður að laða að nýja leikmenn í FH-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson gerir FH liðið að mjög spennandi kosti á næsta tímabili. Getty/Kolektiff Images Landsliðsmönnunum fjölgar sem munu spila með FH í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð en í gær var tilkynnt um endurkomu markvarðarins Daníels Freys Andréssonar. Daníel Freyr hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en hann hefur tvisvar verið valinn besti markvörður efstu deildar á Íslandi. Daníel er uppalinn í FH og varði mark FH þegar félagið varð síðast Íslandsmeistari árið 2011. Daníel Freyr hefur spilað í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð fyrir utan tvö tímabil með Valsmönnum. Hann lék síðast með Lemvig-Thyborøn Håndbold í Danmörku. Spennandi tímar í Krikanum „Það er frábær tilfinning að vera á leiðinni heim aftur. Mér fannst vera kominn tími á það að fara heim og ljúka þessum tíma í útlöndum. Það eru líka mjög spennandi tímar framundan í Krikanum sem gerði þetta enn auðveldara,“ sagði Daníel Freyr í samtali við Val Pál Eiríksson. Aron Pálmarsson er líka á leiðinni aftur heim í FH og Daníel segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Já að sjálfsögðu hjálpaði það eða flýtti alla vegar ákvörðuninni. Það gerði þetta enn meira spennandi og það verður bara geggjað,“ sagði Daníel. Hvað er í gangi í Hafnarfirðinum sem heillar? Spila aftur fyrir sitt fólk „Þeir eru með núna með gott lið fyrir, ungt og spennandi lið. Þeir eru búnir að vera að spila vel í deildinni í ár. Þegar þú bætir Aroni inn í það þá verður þetta mjög spennandi,“ sagði Daníel. „Ég er líka að fara heim i FH og það var kominn tími á það. Fara aftur heim í Krikann og spila þar fyrir mitt fólk,“ sagði Daníel. Mörg lið orðin þreytt á Val Valsmenn hafa verið óstöðvandi í handboltanum síðustu ár og unnið alla titla í boði. Menn eru væntanlega orðnir þreyttir á því í Hafnarfirðinum. „Ég reikna með því að það séu mörg lið á Íslandi sem eru orðin þreytt á þessu. Við munum gera okkar besta til að stoppa Valsarana,“ sagði Daníel en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Olís-deild karla FH Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Daníel Freyr hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en hann hefur tvisvar verið valinn besti markvörður efstu deildar á Íslandi. Daníel er uppalinn í FH og varði mark FH þegar félagið varð síðast Íslandsmeistari árið 2011. Daníel Freyr hefur spilað í atvinnumennsku í Danmörku og Svíþjóð fyrir utan tvö tímabil með Valsmönnum. Hann lék síðast með Lemvig-Thyborøn Håndbold í Danmörku. Spennandi tímar í Krikanum „Það er frábær tilfinning að vera á leiðinni heim aftur. Mér fannst vera kominn tími á það að fara heim og ljúka þessum tíma í útlöndum. Það eru líka mjög spennandi tímar framundan í Krikanum sem gerði þetta enn auðveldara,“ sagði Daníel Freyr í samtali við Val Pál Eiríksson. Aron Pálmarsson er líka á leiðinni aftur heim í FH og Daníel segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun hans. „Já að sjálfsögðu hjálpaði það eða flýtti alla vegar ákvörðuninni. Það gerði þetta enn meira spennandi og það verður bara geggjað,“ sagði Daníel. Hvað er í gangi í Hafnarfirðinum sem heillar? Spila aftur fyrir sitt fólk „Þeir eru með núna með gott lið fyrir, ungt og spennandi lið. Þeir eru búnir að vera að spila vel í deildinni í ár. Þegar þú bætir Aroni inn í það þá verður þetta mjög spennandi,“ sagði Daníel. „Ég er líka að fara heim i FH og það var kominn tími á það. Fara aftur heim í Krikann og spila þar fyrir mitt fólk,“ sagði Daníel. Mörg lið orðin þreytt á Val Valsmenn hafa verið óstöðvandi í handboltanum síðustu ár og unnið alla titla í boði. Menn eru væntanlega orðnir þreyttir á því í Hafnarfirðinum. „Ég reikna með því að það séu mörg lið á Íslandi sem eru orðin þreytt á þessu. Við munum gera okkar besta til að stoppa Valsarana,“ sagði Daníel en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Olís-deild karla FH Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira