Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 34-88 | Fjögurra lægða leikur hjá Íslandi Árni Jóhannsson skrifar 12. febrúar 2023 21:25 Uppkast í leik Íslands og Spánar í undankeppni Eurobasket Vísir / Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tók á móti Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2023. Um erfitt verkefni fyrirfram var að ræða og það varð raunin. Spánverjar sigldu heim 34-88 sigri en það voru jákvæðir punktar í leik Íslands. Spánverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og stigu mjög hátt á móti leikmönnum Íslands sem gerði það að verkum að forskot þeirra var mjög snemma orðiði veglegt. Ísland átti í stökustu vandræðum með að opna vörn Spánverja og að sama skapi að stoppa sóknarleik þeirra. Staðan 4-12 eftir tæpar sex mínútur. Það var fyrsta lægð leiksins en eftir leikhlé var allt annað að sjá liðið okkar. Þær hertu varnarleikinn og og náðu að halda betur í við Spánverjana sem leiddu þó 10-18 að fyrsta leihluta loknum. Tinna Guðrún og Ásta Júlía í baráttunni gegn Spáni.Vísir / Hulda Margrét Saga annars leikhluta var sama og í þeim fyrsta. Lægð yfir liðinu okkar og spænska landsliðið gekk á lagið. Þær spænsku byrjuðu leikhlutann á 1-14 sprett og aftur þurfti Benedikt Guðmundsson að taka leikhlé. Við það lagaðist leikur íslenska landsliðsins og þær áttu sínar bestu stundir. Náðu að stoppa Spán varnarlega og setja nokkur stig á töfluna. Í hálfleik var staða 20-46 og úrslit leiksins ráðin svo sem. Spánverjar hittu mikið betur en 47% skota þeirra fóru ofan í á móti 27% skota íslenska liðsins. Diljá Ögn Lárusdóttir var stigahæst hjá Íslandi og hafði sett sex stig í hálfleik. Þriðji leikhlutinn byrjaði vel hjá Íslandi sem kom mjög ákveðið út úr búningsherbergjunum. Diljá Ögn skoraði fyrstu körfun og Ísland gerði Spánverjum mjög erfitt fyrir í sínum sóknarleik en ekki leið á löngu þar til Spánverjar stigu á bremsuna varnarlega og bensíngjöfina sóknarlega. Ísland skoraði ekki nema sex stig í þriðja leikhluta á móti 24 stigum Spánverja og staða 26-70 fyrir gestina þegar 10 mínútur voru eftir. Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍVísir / Hulda Margrét Fjórði leikhluti var að sjálfsögðu bara formsatriði og byrjaði Ísland í fjórðu lægð leiksins. Spánverjar voru líka hættar að því er virtist og ætluðu að sigla sigrinum heim í rólegheitum. Ísland vaknaði þó til lífsins í lok leikhlutans og skoraði átta stig á síðustu mínútum hans og komu sér upp í 34 stig. Spánverjar skoruðu á móti 88 og unnu örugglega. Afhverju vann Spánn? Þær eru fjórða besta lið heimsins og það sýndi sig. Þær stöðvuðu okkar konur í sínum aðgerðum og nýttu færi sín mun betur sóknarlega. Það gerði líka íslenska liðinu mjög erfitt fyrir að Isabella Ósk Sigurðardóttir þurfti frá að hverfa vegna meiðsla sem og Eva Margrét Kristjánsdóttir. Það riðlaði skipulaginu og gerðu íslensku stelpunum erfiðara fyrir að sækja inn í teig. Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍ Hvað gekk illa? Sóknarleikur Íslands gekk mjög illa á mjög löngum köflum. Íslenska landsliðið tapaði 28 boltum og af þeim stálu Spánverjar 21 bolta. Best á vellinum? Diljá Ögn Lárusdóttir var best hjá Íslandi. Hún skoraði 14 stig og tók 4 fráköst. Þá stal hún einum bolta og varði eitt skot sem skilaði henni 14 framlagspunktum. Hún sýndi það að hún er óttalaus leikmaður og reyndi eins og hún gat að keyra í gegnum vörn Spánverja við hvert tækifæri. Hvað næst? Undankeppninni er lokið og Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins. Það verður að líta það jákvæðum augum en það vantaði nánast alltaf mjög sterka pósta í liðið sem gerði þó vel í að ná í einn sigur í riðlinum. Spánn og Ungverjaland fer áfram á Eurobasket sem verður haldið síðar á árinu. Þóra Kristín: Ekkert grín að spila við besta lið Evrópu Þóra Kristín á ferðinni gegn vörn Spánverja.Vísir / Hulda Margrét Þóra Kristín Jónsdóttir stóð í ströngu við að bera boltann upp fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún var spurð að því hvort það hafi komið þeim á óvart hversu hátt spænska landsliðið steig á móti því íslenska. „Í rauninni kom þetta ekki á óvart. Við vorum frekar flatar í byrjun og því miður vantaði einhverja stemmningu í okkur. Þannig að ég get ekki sagt það að þetta hafi komið okkur á óvart.“ Ísland náði þó alltaf jákvæðum köflum í hverjum leikhluta og það hlýtur að vera hægt að byggja á því og læra eitthvað á því að spila við eitt af bestu liðum heimsins. „Algjörlega. Þetta er betri frammistaða en í síðasta leik og skref fram á við en ekki nægilega stórt því miður. Auðvitað er hægt að læra eitthvað af þessu. Það er ekkert grín að spila við besta lið Evrópu og við tökum það jákvæða úr þessum leik og förum með það í næstu keppnir.“ Hvað var það jákvæða sem hægt er að taka úr þessum leik? „Það voru þessi einföldu kerfi sem voru að virka fyrir okkur og við tökum það út úr þessum glugga. Einfalda spilið hentar okkur best á móti sterku þjóðunum. Það er eitthvað sem við þurfum að hamra á og fara meira í gegnum.“ Það voru skörð hoggin í íslenska liðið bæði í leiknum sjálfum og fyrir leikina þannig að það hlýtur að vera nóg spunnið í þetta lið þegar það verður heilt. „Já algjörlega. Liðið breytist ótrúlega mikið á milli glugga þannig að það er svolítið erfitt að byggja upp ef leikmenn eru alltaf að detta út. Auðvitað er það líka hluti af körfuboltanum en vonandi verðum við með heilt lið í næstu verkefnum.“ Ásta Júlía: Ættum að vera stoltar Ásta Júlía Grímsdóttir í kröppum dansi gegn SpániVísir / Hulda Margrét Ásta Júlía Grímsdóttir spilaði tæpar 27 mínútur i kvöld, náði í sjö fráköst, varði tvö skot og stal tveimur boltum. Það mæddi mikið á henni þegar Isabella Ósk og Eva Margrét helltust úr lestinni en henni fannst bara gaman að slást við spænsku kollega sína í kvöld. Var eitthvað sem kom henni á óvart við spænska liðið? „Það var svo sem ekkert sem kom okkur á óvart. Við lögðum upp með að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim en það gekk ekki nógu vel í dag. Þær voru að hlaupa dálítið á okkur en við vorum alveg að berjast en það var dálítið erfitt að koma boltanum undir körfuna í dag.“ Það hefur væntanlega flækt málin hjá liðinu þegar stóru leikmennirnir meiddust. „Já það var erfitt. Isabella og Eva eru báðar geggjaðar og byrjunarliðsmenn. Mér fannst samt stelpurnar sem komu inn á standa sig mjög vel. Við erum ungar og margar að spila fyrstu landsleikina sína. Diljá var geggjuð í dag og hún steig mjög vel upp í dag. Við verðum að hrósa þeim.“ Það eru þá jákvæð teikn á lofti með þetta landslið þar sem þær eru að standa sig vel sem koma inn í skörðin sem hoggin eru. Er ekki hægt að ganga með höfuðið hátt frá þessu verkefni? „Já já við getum það. Eins og ég segi þá mæddi mikið á Söru og Þóru og þær spiluðu mjög mikið og eru mjög þreyttar og þessar sem komu inn á stóðu sig ógeðslega vel.“ Að spila lið eins og Spán sem er eitt besta lið heimsins hlýtur að vera lærdómsríkt. „Já klárlega. Eins og á móti Ungverjalandi þá fannst mér við miklu betri að taka boltann upp. Við verðum svo að æfa okkur í því og erum að spila okkur meira og meira saman þannig að þetta er alvega að koma.“ Ásta Júlía stóð í ströngu og var hún spurð að því hvernig var að spila við stóru leikmennina hjá Spáni. „Mér finnst bara gaman að slást. Þetta hentaði mér varnarlega að það mátti aðeins ýta og mega að henda þeim út úr teignum og svona.“ Megum við vera ánægð með undankeppnina? „Já mér finnst það. Við tryggðum okkur þriðja sætið í riðlinum og hoppum upp um nokkur sæti á styrkleikalistanum. Mér finnst það geggjað. Við eigum fullt af leikmönnum inni þannig að við ættum að vera stoltar.“ EM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tók á móti Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2023. Um erfitt verkefni fyrirfram var að ræða og það varð raunin. Spánverjar sigldu heim 34-88 sigri en það voru jákvæðir punktar í leik Íslands. Spánverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og stigu mjög hátt á móti leikmönnum Íslands sem gerði það að verkum að forskot þeirra var mjög snemma orðiði veglegt. Ísland átti í stökustu vandræðum með að opna vörn Spánverja og að sama skapi að stoppa sóknarleik þeirra. Staðan 4-12 eftir tæpar sex mínútur. Það var fyrsta lægð leiksins en eftir leikhlé var allt annað að sjá liðið okkar. Þær hertu varnarleikinn og og náðu að halda betur í við Spánverjana sem leiddu þó 10-18 að fyrsta leihluta loknum. Tinna Guðrún og Ásta Júlía í baráttunni gegn Spáni.Vísir / Hulda Margrét Saga annars leikhluta var sama og í þeim fyrsta. Lægð yfir liðinu okkar og spænska landsliðið gekk á lagið. Þær spænsku byrjuðu leikhlutann á 1-14 sprett og aftur þurfti Benedikt Guðmundsson að taka leikhlé. Við það lagaðist leikur íslenska landsliðsins og þær áttu sínar bestu stundir. Náðu að stoppa Spán varnarlega og setja nokkur stig á töfluna. Í hálfleik var staða 20-46 og úrslit leiksins ráðin svo sem. Spánverjar hittu mikið betur en 47% skota þeirra fóru ofan í á móti 27% skota íslenska liðsins. Diljá Ögn Lárusdóttir var stigahæst hjá Íslandi og hafði sett sex stig í hálfleik. Þriðji leikhlutinn byrjaði vel hjá Íslandi sem kom mjög ákveðið út úr búningsherbergjunum. Diljá Ögn skoraði fyrstu körfun og Ísland gerði Spánverjum mjög erfitt fyrir í sínum sóknarleik en ekki leið á löngu þar til Spánverjar stigu á bremsuna varnarlega og bensíngjöfina sóknarlega. Ísland skoraði ekki nema sex stig í þriðja leikhluta á móti 24 stigum Spánverja og staða 26-70 fyrir gestina þegar 10 mínútur voru eftir. Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍVísir / Hulda Margrét Fjórði leikhluti var að sjálfsögðu bara formsatriði og byrjaði Ísland í fjórðu lægð leiksins. Spánverjar voru líka hættar að því er virtist og ætluðu að sigla sigrinum heim í rólegheitum. Ísland vaknaði þó til lífsins í lok leikhlutans og skoraði átta stig á síðustu mínútum hans og komu sér upp í 34 stig. Spánverjar skoruðu á móti 88 og unnu örugglega. Afhverju vann Spánn? Þær eru fjórða besta lið heimsins og það sýndi sig. Þær stöðvuðu okkar konur í sínum aðgerðum og nýttu færi sín mun betur sóknarlega. Það gerði líka íslenska liðinu mjög erfitt fyrir að Isabella Ósk Sigurðardóttir þurfti frá að hverfa vegna meiðsla sem og Eva Margrét Kristjánsdóttir. Það riðlaði skipulaginu og gerðu íslensku stelpunum erfiðara fyrir að sækja inn í teig. Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍ Hvað gekk illa? Sóknarleikur Íslands gekk mjög illa á mjög löngum köflum. Íslenska landsliðið tapaði 28 boltum og af þeim stálu Spánverjar 21 bolta. Best á vellinum? Diljá Ögn Lárusdóttir var best hjá Íslandi. Hún skoraði 14 stig og tók 4 fráköst. Þá stal hún einum bolta og varði eitt skot sem skilaði henni 14 framlagspunktum. Hún sýndi það að hún er óttalaus leikmaður og reyndi eins og hún gat að keyra í gegnum vörn Spánverja við hvert tækifæri. Hvað næst? Undankeppninni er lokið og Ísland endaði í þriðja sæti riðilsins. Það verður að líta það jákvæðum augum en það vantaði nánast alltaf mjög sterka pósta í liðið sem gerði þó vel í að ná í einn sigur í riðlinum. Spánn og Ungverjaland fer áfram á Eurobasket sem verður haldið síðar á árinu. Þóra Kristín: Ekkert grín að spila við besta lið Evrópu Þóra Kristín á ferðinni gegn vörn Spánverja.Vísir / Hulda Margrét Þóra Kristín Jónsdóttir stóð í ströngu við að bera boltann upp fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún var spurð að því hvort það hafi komið þeim á óvart hversu hátt spænska landsliðið steig á móti því íslenska. „Í rauninni kom þetta ekki á óvart. Við vorum frekar flatar í byrjun og því miður vantaði einhverja stemmningu í okkur. Þannig að ég get ekki sagt það að þetta hafi komið okkur á óvart.“ Ísland náði þó alltaf jákvæðum köflum í hverjum leikhluta og það hlýtur að vera hægt að byggja á því og læra eitthvað á því að spila við eitt af bestu liðum heimsins. „Algjörlega. Þetta er betri frammistaða en í síðasta leik og skref fram á við en ekki nægilega stórt því miður. Auðvitað er hægt að læra eitthvað af þessu. Það er ekkert grín að spila við besta lið Evrópu og við tökum það jákvæða úr þessum leik og förum með það í næstu keppnir.“ Hvað var það jákvæða sem hægt er að taka úr þessum leik? „Það voru þessi einföldu kerfi sem voru að virka fyrir okkur og við tökum það út úr þessum glugga. Einfalda spilið hentar okkur best á móti sterku þjóðunum. Það er eitthvað sem við þurfum að hamra á og fara meira í gegnum.“ Það voru skörð hoggin í íslenska liðið bæði í leiknum sjálfum og fyrir leikina þannig að það hlýtur að vera nóg spunnið í þetta lið þegar það verður heilt. „Já algjörlega. Liðið breytist ótrúlega mikið á milli glugga þannig að það er svolítið erfitt að byggja upp ef leikmenn eru alltaf að detta út. Auðvitað er það líka hluti af körfuboltanum en vonandi verðum við með heilt lið í næstu verkefnum.“ Ásta Júlía: Ættum að vera stoltar Ásta Júlía Grímsdóttir í kröppum dansi gegn SpániVísir / Hulda Margrét Ásta Júlía Grímsdóttir spilaði tæpar 27 mínútur i kvöld, náði í sjö fráköst, varði tvö skot og stal tveimur boltum. Það mæddi mikið á henni þegar Isabella Ósk og Eva Margrét helltust úr lestinni en henni fannst bara gaman að slást við spænsku kollega sína í kvöld. Var eitthvað sem kom henni á óvart við spænska liðið? „Það var svo sem ekkert sem kom okkur á óvart. Við lögðum upp með að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim en það gekk ekki nógu vel í dag. Þær voru að hlaupa dálítið á okkur en við vorum alveg að berjast en það var dálítið erfitt að koma boltanum undir körfuna í dag.“ Það hefur væntanlega flækt málin hjá liðinu þegar stóru leikmennirnir meiddust. „Já það var erfitt. Isabella og Eva eru báðar geggjaðar og byrjunarliðsmenn. Mér fannst samt stelpurnar sem komu inn á standa sig mjög vel. Við erum ungar og margar að spila fyrstu landsleikina sína. Diljá var geggjuð í dag og hún steig mjög vel upp í dag. Við verðum að hrósa þeim.“ Það eru þá jákvæð teikn á lofti með þetta landslið þar sem þær eru að standa sig vel sem koma inn í skörðin sem hoggin eru. Er ekki hægt að ganga með höfuðið hátt frá þessu verkefni? „Já já við getum það. Eins og ég segi þá mæddi mikið á Söru og Þóru og þær spiluðu mjög mikið og eru mjög þreyttar og þessar sem komu inn á stóðu sig ógeðslega vel.“ Að spila lið eins og Spán sem er eitt besta lið heimsins hlýtur að vera lærdómsríkt. „Já klárlega. Eins og á móti Ungverjalandi þá fannst mér við miklu betri að taka boltann upp. Við verðum svo að æfa okkur í því og erum að spila okkur meira og meira saman þannig að þetta er alvega að koma.“ Ásta Júlía stóð í ströngu og var hún spurð að því hvernig var að spila við stóru leikmennina hjá Spáni. „Mér finnst bara gaman að slást. Þetta hentaði mér varnarlega að það mátti aðeins ýta og mega að henda þeim út úr teignum og svona.“ Megum við vera ánægð með undankeppnina? „Já mér finnst það. Við tryggðum okkur þriðja sætið í riðlinum og hoppum upp um nokkur sæti á styrkleikalistanum. Mér finnst það geggjað. Við eigum fullt af leikmönnum inni þannig að við ættum að vera stoltar.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti