Frozen 3 og Toy Story 5 í bígerð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 15:06 Aðdáendur Frozen og Toy Story ævintýranna geta heldur betur glaðst yfir nýjustu tíðindum úr höfuðstöðvum Disney. imdb Aðdáendur Frozen, Toy Story og Zootopia geta nú glaðst því í gær var tilkynnt að framhaldsmyndir væru væntanlegar von bráðar. Í gær hélt Bob Iger, forstjóri Disney, fund með fjárfestum þar sem hann tilkynnti að yfir sjö þúsund starfsmönnum yrði sagt upp og að mikil fækkun hafi orðið á áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Á fundinum tilkynnti hann þó einnig þau gleðitíðindi að framhald af þremur vinsælum Disney myndum væri í bígerð. „Það gleður mig að tilkynna að teiknimyndastúdíóið okkar er byrjað að vinna að framhaldi af nokkrum af vinsælustu myndunum okkar, Toy Story, Frozen og Zootopia,“ segir Deadline að Iger hafi sagt á fundinum. Tímaritið People fjallar einnig um málið. „Við munum geta veitt meiri upplýsingar um framleiðslu myndanna fljótlega,“ bætti Iger við og sagðist um leið vera bjartsýnn fyrir framtíð Disney. Hin geysivinsæla mynd Frozen kom út árið 2013. Framhaldsmynd kom svo út árið 2019 og eru báðar myndirnar tvær af mest sóttu Disney myndum allra tíma í kvikmyndahúsum. Nokkrar stuttmyndir hafa verið gerðar fyrir streymisveituna Disney+ en væntanleg mynd verður þriðja myndin í fullri lengd. Tónlistin úr kvikmyndunum hefur ekki verið síður vinsæl en myndirnar sjálfar. Lagið Let It Go vann bæði Óskarsverðlaun og Grammy verðlaun. Fyrsta Toy Story myndin kom út árið 1995. Vinsældir félaganna Vidda og Bósa urðu slíkar að síðan þá hafa verið þrjár framhaldsmyndir. Á síðasta ári kom svo út myndin Lightyear sem fjallaði aðeins um geimlögguna Bósa Ljósár. Ekki er ljóst hvort framhaldsmyndin sem er í bígerð eigi aðeins að fjalla um ákveðna Toy Story persónu eða allt heila gengið. Myndin Zootopia kom út árið 2016. Hún vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin. Myndin naut mikilla vinsælda og má því gera ráð fyrir því að margir bíðir spenntir eftir framhaldi. Framhald er væntanlegt af teiknimyndinni Zootopia.imdb Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali. 3. júní 2021 16:54 Glæný stikla úr Frozen 2 Disney gaf í gær út fyrsta brotið úr næstu Frozen mynd en sú fyrri sló rækilega í gegn árið 2013 og vann myndin tvenn Óskarsverðlaun. 24. september 2019 16:00 Disney með Frozen 2 í bígerð Hlutabréf í Disney hækkuðu um 4 prósent eftir að fréttir bárust af gerð framhaldsmyndarinnar. 12. mars 2015 23:09 Disney græðir vel á Frozen Fjórfölduðu hagnaðinn á síðasta ársfjórðungi og nam hann 225 milljörðum króna. 8. maí 2014 13:11 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Myndirnar sem beðið er eftir árið 2019 Stefnir í nokkuð gott bíóár. 19. janúar 2019 22:45 Ný stikla úr Toy Story 4 Kvikmyndin Toy Story 4 verður frumsýnd þann 21. júní í sumar. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Í gær hélt Bob Iger, forstjóri Disney, fund með fjárfestum þar sem hann tilkynnti að yfir sjö þúsund starfsmönnum yrði sagt upp og að mikil fækkun hafi orðið á áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Á fundinum tilkynnti hann þó einnig þau gleðitíðindi að framhald af þremur vinsælum Disney myndum væri í bígerð. „Það gleður mig að tilkynna að teiknimyndastúdíóið okkar er byrjað að vinna að framhaldi af nokkrum af vinsælustu myndunum okkar, Toy Story, Frozen og Zootopia,“ segir Deadline að Iger hafi sagt á fundinum. Tímaritið People fjallar einnig um málið. „Við munum geta veitt meiri upplýsingar um framleiðslu myndanna fljótlega,“ bætti Iger við og sagðist um leið vera bjartsýnn fyrir framtíð Disney. Hin geysivinsæla mynd Frozen kom út árið 2013. Framhaldsmynd kom svo út árið 2019 og eru báðar myndirnar tvær af mest sóttu Disney myndum allra tíma í kvikmyndahúsum. Nokkrar stuttmyndir hafa verið gerðar fyrir streymisveituna Disney+ en væntanleg mynd verður þriðja myndin í fullri lengd. Tónlistin úr kvikmyndunum hefur ekki verið síður vinsæl en myndirnar sjálfar. Lagið Let It Go vann bæði Óskarsverðlaun og Grammy verðlaun. Fyrsta Toy Story myndin kom út árið 1995. Vinsældir félaganna Vidda og Bósa urðu slíkar að síðan þá hafa verið þrjár framhaldsmyndir. Á síðasta ári kom svo út myndin Lightyear sem fjallaði aðeins um geimlögguna Bósa Ljósár. Ekki er ljóst hvort framhaldsmyndin sem er í bígerð eigi aðeins að fjalla um ákveðna Toy Story persónu eða allt heila gengið. Myndin Zootopia kom út árið 2016. Hún vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin. Myndin naut mikilla vinsælda og má því gera ráð fyrir því að margir bíðir spenntir eftir framhaldi. Framhald er væntanlegt af teiknimyndinni Zootopia.imdb
Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali. 3. júní 2021 16:54 Glæný stikla úr Frozen 2 Disney gaf í gær út fyrsta brotið úr næstu Frozen mynd en sú fyrri sló rækilega í gegn árið 2013 og vann myndin tvenn Óskarsverðlaun. 24. september 2019 16:00 Disney með Frozen 2 í bígerð Hlutabréf í Disney hækkuðu um 4 prósent eftir að fréttir bárust af gerð framhaldsmyndarinnar. 12. mars 2015 23:09 Disney græðir vel á Frozen Fjórfölduðu hagnaðinn á síðasta ársfjórðungi og nam hann 225 milljörðum króna. 8. maí 2014 13:11 Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16 Myndirnar sem beðið er eftir árið 2019 Stefnir í nokkuð gott bíóár. 19. janúar 2019 22:45 Ný stikla úr Toy Story 4 Kvikmyndin Toy Story 4 verður frumsýnd þann 21. júní í sumar. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali. 3. júní 2021 16:54
Glæný stikla úr Frozen 2 Disney gaf í gær út fyrsta brotið úr næstu Frozen mynd en sú fyrri sló rækilega í gegn árið 2013 og vann myndin tvenn Óskarsverðlaun. 24. september 2019 16:00
Disney með Frozen 2 í bígerð Hlutabréf í Disney hækkuðu um 4 prósent eftir að fréttir bárust af gerð framhaldsmyndarinnar. 12. mars 2015 23:09
Disney græðir vel á Frozen Fjórfölduðu hagnaðinn á síðasta ársfjórðungi og nam hann 225 milljörðum króna. 8. maí 2014 13:11
Óskarinn 2017: Moonlight sigraði að lokum Það var mikið um dýrðir í Hollywood í nótt þegar Óskarsverðlaun bandarísku kvikmynda akademíunnar voru afhent í 89. sinn. 27. febrúar 2017 05:16
Ný stikla úr Toy Story 4 Kvikmyndin Toy Story 4 verður frumsýnd þann 21. júní í sumar. 19. mars 2019 14:30