Kompany um ásakanirnar gegn City: Ranghvolfi augunum þegar ég hugsa um það Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 20:00 Vincent Kompany vann fjóra meistaratitla með Manchester City á þeim ellefu árum sem hann lék með félaginu. Vísir/Getty Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, segir aðila í fótboltaheiminum ekki hafa innistæðu fyrir því að benda á mistök hvers annars. Mikil umræða hefur skapast síðustu daga um meint brot City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Ein stærsta fréttin í enska boltanum síðustu daga er um meint brot stórliðsins Manchester City á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar en deildin hefur sakað City um að svindla á reglum um rekstur fótboltafélaga á árunum 2009-2018. Fjögurra ára rannsókn á rekstri Manchester City hefur nú gefið forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar tilefni til að ákæra ensku meistarana fyrir brot á fjárhagsreglum. City hefur unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði City og núverandi stjóri Burnley, var spurður út í ásakanirnar gegn hans gömlu vinnuveitendum en Kompany lék með City á árunum 2008-2019 og vann á þeim tíma meðal annars fjóra meistaratitla með félaginu. Kompany var spurður út í meint brot félagsins fyrir leik Burnley gegn Ipswich í enska bikarnum í gær. Hann virðist efast um ástæðurnar á bakvið gagnrýnina á félagið. „Það er engin spurning um að það er mikil réttlætiskennd í heiminum og margir tilbúnir að segja þér hvað þú hefur gert rangt. Ef allir líta í eigin barm, þá held ég að knattspyrnuheimurinn hafi almennt ekki efni á því að byrja að ásaka aðra of oft.“ „Ég held að allir brosi sem vita hvernig knattspyrnuheimurinn er. Ég verð mjög efnis þegar fólk byrjar að benda á aðra. Gerðu það besta fyrir sjálfan þig og reyndu alltaf að bæta þig en ég verð efnis þegar auðvelt virðist að ásaka aðra.“ Kompany var spurður hvort eitthvað gæti eyðilagt minningarnar um það sem hann og fyrrum liðsfélagar hans afrekuðu hjá City svaraði Kompany: „Stundum horfi ég á það og ranghvolfi augunum aðeins,“ svaraði Kompany og bætti við að hann hefði ekki haft mikinn tíma til að setja sig inn í málið. „Leikirnir hjálpa mér því ég hef ekki haft neinn tíma til að skoða þetta eða finnast ég tilfinningalega tengdur málinu.“ Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðgerðum gagnvart Manchester City og vilja einhverjir að félaginu verði sparkað úr deildinni. Óháð nefnd hefur tekið við rannsókn málsins en meðal þess sem City hefur verið sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili og þá hafa gefið upp lægri laun en í raun og veru voru greidd.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira