Nike vill ekkert með Greenwood hafa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2023 14:00 Framtíð Masons Greenwood hjá Manchester United er óráðin. getty/Cameron Smith Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. Allar ákærur á hendur Greenwood voru felldar niður í síðustu viku. Hann var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sinni alvarlegu ofbeldi. Greenwood var ákærður fyrir nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs Greenwood átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en ljóst er að ekkert verður af því eftir að málið var látið niður falla. Samkvæmt enskum fjölmiðlum dró lykilvitni sig til baka auk þess sem ný sönnunargögn komu fram. Í kjölfar nýjustu vendinga í málinu breytti Greenwood upplýsingum á Instagram-síðu sinni þar sem hann setti nafn United auk Nike. Íþróttavöruframleiðandinn rifti samningi við Greenwood eftir að hann var handtekinn. Eftir breytingarnar á Instagram-síðu leikmannsins veltu ýmsir fyrir sér hvort Nike hefði opnað faðminn aftur fyrir honum. Svo er ekki og Greenwood er ekki með samning við Nike. Þetta staðfesti talsmaður fyrirtækisins við Mirror. Greenwood sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákærurnar gegn honum voru látnar niður falla. Þar sagði hann mikinn létti að málinu væri lokið og þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Greenwood hefur ekki leikið fyrir United síðan hann var handtekinn. Ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu verður ekki tekin fyrr en eftir að rannsókn þess á máli hans lýkur. Greenwood lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann spilað 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Allar ákærur á hendur Greenwood voru felldar niður í síðustu viku. Hann var handtekinn fyrir rúmu ári, grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sinni alvarlegu ofbeldi. Greenwood var ákærður fyrir nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Hinn 21 árs Greenwood átti að mæta fyrir rétt í nóvember á þessu ári en ljóst er að ekkert verður af því eftir að málið var látið niður falla. Samkvæmt enskum fjölmiðlum dró lykilvitni sig til baka auk þess sem ný sönnunargögn komu fram. Í kjölfar nýjustu vendinga í málinu breytti Greenwood upplýsingum á Instagram-síðu sinni þar sem hann setti nafn United auk Nike. Íþróttavöruframleiðandinn rifti samningi við Greenwood eftir að hann var handtekinn. Eftir breytingarnar á Instagram-síðu leikmannsins veltu ýmsir fyrir sér hvort Nike hefði opnað faðminn aftur fyrir honum. Svo er ekki og Greenwood er ekki með samning við Nike. Þetta staðfesti talsmaður fyrirtækisins við Mirror. Greenwood sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákærurnar gegn honum voru látnar niður falla. Þar sagði hann mikinn létti að málinu væri lokið og þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn. Greenwood hefur ekki leikið fyrir United síðan hann var handtekinn. Ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu verður ekki tekin fyrr en eftir að rannsókn þess á máli hans lýkur. Greenwood lék síðast fyrir United gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni 22. janúar í fyrra. Alls hefur hann spilað 129 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Greenwood hefur leikið einn A-landsleik fyrir England, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira