Sérfræðingur Sky Sports fór yfir brot Man. City: Hundrað brot á níu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 14:16 Pep Guardiola sést hér áhyggjufullur í tapi Manchester City á móti Tottenham Hotspur um helgina. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildin heldur því fram að Manchester City hafi brotið um hundrað reglur um rekstur fótboltafélaga á níu ára tímabili. Englandsmeistarnir hafa nú verið ákærðir fyrir þau meintu reglubrot. Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Rannsókn á rekstri Manchester frá 2009 til 2018 leiddi þetta í ljós eins og kom fram í fréttum í dag. City varð þrisvar sinnum enskur meistari á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig en ekki eru taldar miklar líkur á því að félagið missi eitthvað af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið. Hún mun að þeirra mati þá skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur til stuðnings sínum málflutningi. „Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir meðal annars í yfirlýsingunni. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, fór yfir það sem enska úrvalsdeild sakar Manchester City um. Fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar eiga að sjá til þess að félög eyði ekki meiru en þau vinna sér inn í gegnum tekjur af rekstri félagsins. Það eru hins vegar leiðir til þess að reyna að komast fram hjá þessum reglum með því að ofskrifa tekjur eða fela kostað. Samkvæmt rannsókninni hjá ensku úrvalsdeildinni þá gerði City talsvert af slíku á þessum árum. Meðal annars sem City er sakað um er að vera með leynisamninga við knattspyrnustjóra félagsins á fjögurra ára tímabili. Gáfu þá upp mun minna en knattspyrnustjórinn fékk í raun. Hér fyrir neðan má sjá Kaveh Solhekol fara yfir málið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=X3bHnx4EAkM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira