Björgvin Páll svarar gagnrýninni: „Hvar eru þessar spurningar þegar við hittumst úti á götu?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 21:19 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun. Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Ísland féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa hafnað í þriðja sæti síns milliriðils og þannig mistekist að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Niðurstaðan var mörgum vonbrigði enda hafði liðinu verið spáð góðu gengi á mótinu. Í kjölfar þess að Ísland féll úr leik hefur ýmis konar gagnrýni komið fram og ekki síst á störf Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. „Ég væri til í að sjá breytingar. Miðað við þetta mót höndlar hann ekki pressuna. Hann er ekki gæinn sem er tilbúinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?“ sagði Logi Geirsson meðal annars í hlaðvarpinu Handkastið þar sem frammistaða Íslands var krufin til mergjar. „Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni,“ bætti Logi við. „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Björgvin Páll hefur nú ritað pistil á Facebook síðu sína þar sem hann svarar gagnrýninni á liðið. Hann hafnar því að liðið hafi sýnt karaktersleysi og á orðum hans má greina að hann efist um að þeir sem gagnrýni liðið þori að koma segja þessa hluti beint við menn. „Að væntingarnar hafi borið okkur ofurliði, karakterleysi, að menn séu ekki að leggja sig alla fram, krítík fyrir að fagna sigrum á slakari andstæðingum, að það taki enginn ábyrgð, leikmenn hafi ekki verið með fókusinn á réttum stað og ég veit ekki hvað.“ „Hvar eru þessar spurningar og skoðanir þegar við stöndum fyrir framan myndavélina eða þegar við hittumst úti á götu? Til að svara einhverju af þessu þá... tek ég fulla ábyrgð á þessari HM niðurstöðu og er ógeðslega fúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur.“ Hann segir landsliðsmenn vera að gefa allt sem þeir eiga í leiki landsliðsins og hrósar stuðningnum sem Ísland fékk á mótinu. „Það merkilegasta sem við gerum er að klæðast landsliðsbúningnum og eru menn að gefa allt sem þeir eiga. Menn eru að spila í gegnum allskonar vanlíðan, sársauka og tilfinningar. Síðasti leikurinn var erfiður... Tómir af orku en fullir af vilja náðum við að klára það verkefni.“ „Leituðum í orkuna frá fólkinu í stúkunni og gerðum þetta fyrir fólkið sem nennti ennþá að horfa á okkur í sjónvarpinu. Draumurinn var ekki að syngja með fólkinu okkar „Ég er kominn heim“ eftir leikinn gegn Brasilíu en það var samt eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira