Bjørnsen skúrkurinn hjá Norðmönnum sem féllu úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 19:16 Sander Sagosen reynir að brjótast í gegnum vörn Spánverja. Vísir/EPA Spánverjar eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Noregi í tvíframlengdum leik. Lokatölur 35-34 þar sem Norðmenn fóru illa að ráði sínu í lok venjulegs leiktíma. Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk. HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk.
HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti