Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 83-62 | Góður sigur Keflavíkur í toppslagnum Jakob Snævar Ólafsson skrifar 25. janúar 2023 22:00 Haukar höfðu betur í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík á dögunum. VÍSIR/BÁRA Keflavík vann góðan sigur á Haukum í toppslag Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur því góðri stöðu á toppi deildarinnar. Keflavík og Haukar leiddu saman hesta sína í Subway deild kvenna í körfubolta á heimavelli Keflvíkinga í Blue-höllinni. Leikurinn var hluti af sautjándu umferð deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn betur og heimakonur voru frekar seinar í gang. Eftir tæpar þrjár og hálfa mínútu höfðu Keflvíkingar aðeins skorað tvö stig en gestirnir úr Hafnarfirði átta. Þegar leið á leikhlutann komst Keflavíkurliðið í gang og fór að hitta betur, sérstaklega úr þriggja skotum en fimmtíu og sjö prósent þeirra fóru ofan í. Haukar tóku fleiri fráköst eins og búist var við en það skilaði þeim ekki forystu í lok fyrsta leikhluta. Í lok hans var allt hnífjafnt 24-24. Í öðrum leikhluta tóku Keflvíkingar strax forystu og leiddu fram að hálfleik. Keflvíkingar hertu skrúfurnar í vörninni og skotnýting Hauka hélt áfram að fara niður á við. Það sama átti við um skotnýtingu gestgjafanna en hún var aðeins betri. Haukar misstu boltann oftar en Keflavík missti hann sömuleiðis og náði því ekki að nýta sér þetta til að auka muninn meira en þær gerðu. Í hálfleik leiddu Keflvíkingar 42-37. Í liði heimakvenna var Ólöf Rún Óladóttir aldrei þessu vant stigahæst með ellefu stig en Keira Robinson skoraði tæpan helming stiga Hauka í hálfleiknum, átján. Í þriðja leikhluta náði Keflavík að spila mjög stífa vörn á Hauka og halda þeim í aðeins ellefu stigum. Hittni heimamanna var ekki mikið betri í upphafi en batnaði þegar leið á leikhlutann. Skotnýtingin fór að sama skapi áfram niður hjá gestunum. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 63-48 fyrir Keflavík. Í fjórða leikhluta náðu Haukar fyrst um sinn að klóra í bakkann og minnka muninn niður fyrir tíu stig en þá gáfu heimakonur aftur í, pressuðu stíft á gestina og unnu að lokum nokkuð þægilegan tuttugu og eins stigs sigur 83-62. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var sigur Keflvíkinga í raun aldrei í neinni sérstakri hættu. Af hverju vann Keflavík? Skotnýting Keflavíkur var talsvert betri sérstaklega í þriggja stiga skotum þar sem hún var tvöfalt hærri en hjá Haukum. Varnarleikur Keflvíkinga gerði Haukum oft erfitt fyrir og þá einna helst í seinni hálfleik þegar gestirnir áttu marg oft afar erfitt með að koma góðum skotum á körfuna. Keflvíkingar fengu meira framlag frá fleiri leikmönnum. Allir byrjunarliðsmenn skoruðu tíu stig eða meira en hjá Haukum var það eingöngu Keira Robinson sem sýndi eitthvað að ráði. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst hjá Keflavík í fyrri hálfleik en hafði hægar um sig í þeim seinni. Daniela Morillo var stigahæst þeirra í leiknum en hún skoraði tuttugu og þrjú stig og tók níu fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir kom næst með fjórtán stig. Ólöf Rún og Karina Konstantinova komu næstar með þrettán stig báðar en sú síðarnefnda gaf níu stoðsendingar. Keira Robinson var sú eina hjá Haukum sem einhver kraftur var í. Keflvíkingar náðu þó að halda henni í tíu stigum í seinni háfleik. Alls skoraði hún tuttugu og átta stig og var stigahæst á vellinum. Hvað gekk illa? Fyrir utan sóknarleik Hauka með slappri skotnýtingu og skorti á framlagi frá öðrum leikmönnum en Keira Robinson gekk gestunum illa að nýta þau tækifæri sem gáfust til að komast nær Keflvíkingum. Sautján sóknarfráköst skiluðu aðeins átta stigum og þótt Keflvíkingar misstu boltann sextán sinnum endaði það með fjórum stigum fyrir Hauka. Nýta verður þau tækifæri sem bjóðast. Einnig gekk fréttamanni illa að þekkja í sundur tvær systur í leikmannahópi Hauka. Honum varð það á í textalýsingu að nefna Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur með nafni systur hennar Matildu. Hvað gerist næst? Keflavík heldur efsta sæti deildarinnar eftir þennan leik en Haukar eru nú í þriðja sæti á eftir Val sem vann ÍR í þessari umferð. Það er skammt stórra högga á milli hjá liðunum en næsta umferð Subway deildar kvenna fer fram næstkomandi sunnudag, 29. janúar. Þá taka Keflvíkingar annan toppslag og mæta Val á Hlíðarenda. Haukar fá hins vegar liðið í fimmta sæti, Grindavík, í heimsókn á Ásvelli í Hafnarfirði. Hörður Axel: Hver leikur hefur sitt líf Hörður Axel er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með sigurinn. „Það var mikill kraftur í því sem við vorum að gera fyrir utan fyrstu þrjár til fjórar mínúturnar. Við vorum kannski of peppaðar fyrir leikinn. En fyrir utan það var þetta virkilega flott frammistaða bæði sóknarlega og varnarlega. Margar voru að leggja í púkkið sem við leggjum upp með.“ Hörður Axel tók ekki sérstaklega undir spurningu fréttamanns um hvort ætlunin í þessum leik hafi verið að sýna að tuttugu og átta stiga tap gegn Haukum í bikarúrslitunum fyrir tæpum tíu dögum gæfi ekki rétta mynd af muninum á liðunum. „Við vitum alveg og ég held að allir viti að við séum með mjög frambærilegt og gott lið annars værum við ekki á toppnum í deildinni og búin að vinna alla leiki nema einn. Við erum með alvöru lið þótt við höfum hitt á einn leik þar sem ekkert gekk upp.“ Hörður vildi byggja á frammistöðunni í þessum leik fyrir þann næsta sem er 29. janúar gegn Val. „Auðvitað vill maður alltaf byggja á góðum frammistöðum.“ Hann tók þó fram að Valur væri með aðeins öðruvísi lið en Haukar, með meiri styrk inn í teig á meðan Haukar treystu meira á bakverði sína. Sérstaklega ætti þetta við á meðan Helena Sverrisdóttir væri fjarverandi úr liði Hauka. Næsta skref væri endurheimt og síðan undirbúningur fyrir Valsleikinn. Hörður var að lokum spurður hvort þessi sigur fyllti hann aukinni bjartsýni um að lið hans, þar sem margir ungir leikmenn eru innanborðs, þyldi það vel þótt yfir það kæmi einstaka sinnum stór töp. „Við vissum alveg fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna alla leiki sem við færum í. Ég hef sagt það áður og ég mun halda því áfram af því að mér finnst það mjög mikilvægt. Hver leikur hefur sitt líf og sama hvernig seinasti leikur fór geturðu ekki tekið neitt með inn í næsta leik. Nema kannski einhverja góða fílingu en þegar leikurinn byrjar þá hjálpar seinasti leikur þér ekki neitt. Við höldum bara áfram. Tökum einn leik í einu. Vorum að vinna Hauka hér svo einbeitum við okkur að Val. Þá er bara nákvæmlega það sama. Fjörtíu mínútur, leikurinn byrjar 0-0 og þeir sem skora fleiri stig vinna.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. 25. janúar 2023 23:15
Keflavík vann góðan sigur á Haukum í toppslag Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur því góðri stöðu á toppi deildarinnar. Keflavík og Haukar leiddu saman hesta sína í Subway deild kvenna í körfubolta á heimavelli Keflvíkinga í Blue-höllinni. Leikurinn var hluti af sautjándu umferð deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn betur og heimakonur voru frekar seinar í gang. Eftir tæpar þrjár og hálfa mínútu höfðu Keflvíkingar aðeins skorað tvö stig en gestirnir úr Hafnarfirði átta. Þegar leið á leikhlutann komst Keflavíkurliðið í gang og fór að hitta betur, sérstaklega úr þriggja skotum en fimmtíu og sjö prósent þeirra fóru ofan í. Haukar tóku fleiri fráköst eins og búist var við en það skilaði þeim ekki forystu í lok fyrsta leikhluta. Í lok hans var allt hnífjafnt 24-24. Í öðrum leikhluta tóku Keflvíkingar strax forystu og leiddu fram að hálfleik. Keflvíkingar hertu skrúfurnar í vörninni og skotnýting Hauka hélt áfram að fara niður á við. Það sama átti við um skotnýtingu gestgjafanna en hún var aðeins betri. Haukar misstu boltann oftar en Keflavík missti hann sömuleiðis og náði því ekki að nýta sér þetta til að auka muninn meira en þær gerðu. Í hálfleik leiddu Keflvíkingar 42-37. Í liði heimakvenna var Ólöf Rún Óladóttir aldrei þessu vant stigahæst með ellefu stig en Keira Robinson skoraði tæpan helming stiga Hauka í hálfleiknum, átján. Í þriðja leikhluta náði Keflavík að spila mjög stífa vörn á Hauka og halda þeim í aðeins ellefu stigum. Hittni heimamanna var ekki mikið betri í upphafi en batnaði þegar leið á leikhlutann. Skotnýtingin fór að sama skapi áfram niður hjá gestunum. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 63-48 fyrir Keflavík. Í fjórða leikhluta náðu Haukar fyrst um sinn að klóra í bakkann og minnka muninn niður fyrir tíu stig en þá gáfu heimakonur aftur í, pressuðu stíft á gestina og unnu að lokum nokkuð þægilegan tuttugu og eins stigs sigur 83-62. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var sigur Keflvíkinga í raun aldrei í neinni sérstakri hættu. Af hverju vann Keflavík? Skotnýting Keflavíkur var talsvert betri sérstaklega í þriggja stiga skotum þar sem hún var tvöfalt hærri en hjá Haukum. Varnarleikur Keflvíkinga gerði Haukum oft erfitt fyrir og þá einna helst í seinni hálfleik þegar gestirnir áttu marg oft afar erfitt með að koma góðum skotum á körfuna. Keflvíkingar fengu meira framlag frá fleiri leikmönnum. Allir byrjunarliðsmenn skoruðu tíu stig eða meira en hjá Haukum var það eingöngu Keira Robinson sem sýndi eitthvað að ráði. Hverjar stóðu upp úr? Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst hjá Keflavík í fyrri hálfleik en hafði hægar um sig í þeim seinni. Daniela Morillo var stigahæst þeirra í leiknum en hún skoraði tuttugu og þrjú stig og tók níu fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir kom næst með fjórtán stig. Ólöf Rún og Karina Konstantinova komu næstar með þrettán stig báðar en sú síðarnefnda gaf níu stoðsendingar. Keira Robinson var sú eina hjá Haukum sem einhver kraftur var í. Keflvíkingar náðu þó að halda henni í tíu stigum í seinni háfleik. Alls skoraði hún tuttugu og átta stig og var stigahæst á vellinum. Hvað gekk illa? Fyrir utan sóknarleik Hauka með slappri skotnýtingu og skorti á framlagi frá öðrum leikmönnum en Keira Robinson gekk gestunum illa að nýta þau tækifæri sem gáfust til að komast nær Keflvíkingum. Sautján sóknarfráköst skiluðu aðeins átta stigum og þótt Keflvíkingar misstu boltann sextán sinnum endaði það með fjórum stigum fyrir Hauka. Nýta verður þau tækifæri sem bjóðast. Einnig gekk fréttamanni illa að þekkja í sundur tvær systur í leikmannahópi Hauka. Honum varð það á í textalýsingu að nefna Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur með nafni systur hennar Matildu. Hvað gerist næst? Keflavík heldur efsta sæti deildarinnar eftir þennan leik en Haukar eru nú í þriðja sæti á eftir Val sem vann ÍR í þessari umferð. Það er skammt stórra högga á milli hjá liðunum en næsta umferð Subway deildar kvenna fer fram næstkomandi sunnudag, 29. janúar. Þá taka Keflvíkingar annan toppslag og mæta Val á Hlíðarenda. Haukar fá hins vegar liðið í fimmta sæti, Grindavík, í heimsókn á Ásvelli í Hafnarfirði. Hörður Axel: Hver leikur hefur sitt líf Hörður Axel er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með sigurinn. „Það var mikill kraftur í því sem við vorum að gera fyrir utan fyrstu þrjár til fjórar mínúturnar. Við vorum kannski of peppaðar fyrir leikinn. En fyrir utan það var þetta virkilega flott frammistaða bæði sóknarlega og varnarlega. Margar voru að leggja í púkkið sem við leggjum upp með.“ Hörður Axel tók ekki sérstaklega undir spurningu fréttamanns um hvort ætlunin í þessum leik hafi verið að sýna að tuttugu og átta stiga tap gegn Haukum í bikarúrslitunum fyrir tæpum tíu dögum gæfi ekki rétta mynd af muninum á liðunum. „Við vitum alveg og ég held að allir viti að við séum með mjög frambærilegt og gott lið annars værum við ekki á toppnum í deildinni og búin að vinna alla leiki nema einn. Við erum með alvöru lið þótt við höfum hitt á einn leik þar sem ekkert gekk upp.“ Hörður vildi byggja á frammistöðunni í þessum leik fyrir þann næsta sem er 29. janúar gegn Val. „Auðvitað vill maður alltaf byggja á góðum frammistöðum.“ Hann tók þó fram að Valur væri með aðeins öðruvísi lið en Haukar, með meiri styrk inn í teig á meðan Haukar treystu meira á bakverði sína. Sérstaklega ætti þetta við á meðan Helena Sverrisdóttir væri fjarverandi úr liði Hauka. Næsta skref væri endurheimt og síðan undirbúningur fyrir Valsleikinn. Hörður var að lokum spurður hvort þessi sigur fyllti hann aukinni bjartsýni um að lið hans, þar sem margir ungir leikmenn eru innanborðs, þyldi það vel þótt yfir það kæmi einstaka sinnum stór töp. „Við vissum alveg fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna alla leiki sem við færum í. Ég hef sagt það áður og ég mun halda því áfram af því að mér finnst það mjög mikilvægt. Hver leikur hefur sitt líf og sama hvernig seinasti leikur fór geturðu ekki tekið neitt með inn í næsta leik. Nema kannski einhverja góða fílingu en þegar leikurinn byrjar þá hjálpar seinasti leikur þér ekki neitt. Við höldum bara áfram. Tökum einn leik í einu. Vorum að vinna Hauka hér svo einbeitum við okkur að Val. Þá er bara nákvæmlega það sama. Fjörtíu mínútur, leikurinn byrjar 0-0 og þeir sem skora fleiri stig vinna.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. 25. janúar 2023 23:15
Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. 25. janúar 2023 23:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum