Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 23:01 Það var ekki nóg að rífa treyjur sænska liðsins í kvöld. vísir/vilhelm Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira