Vonir Íslands að komast í 8-liða úrslitin eru í litlar sem engar eftir úrslitin.
„Tilfinningin mín er eins og ég hafi tapað leiknum sjálfur. Ég klúðra held ég fjórum eða fimm færum einn á móti marki og mér líður bara mjög illa.“
Elliði segist í raun sjá eftir því að hafa æst upp Andreas Palicka þegar þeir lágu á gólfinu og allt varð vitlaust. Það hafi algjörlega kveikt í markverðinum.
„Hann var bara frábær í dag og hann vann þennan leik, það er hægt að segja það. Svona er bara boltinn, við gefum allt og svo er bara annar leikur á sunnudaginn og þá gefum við líka allt. Það skiptir engu máli hvaða leikur það er, við förum í alla leiki til þess að vinna.“
Elliði segir að tapið fyrir Ungverjum sitji mjög í mönnum.
„Við erum búnir að tapa tveimur mikilvægustu leikjunum og það svíður.