Svíagrýlubaninn Fúsi fisksali svartsýnn á leikinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 16:05 Fúsi fisksali er svartsýnn á leikinn gegn Svíum á eftir en biður til Guðs að hann hafi rangt fyrir sér hvað varðar sína spá. Vísir/Egill Sigfús Sigurðsson fisksali var í liðinu sem drap Svíagrýluna. Hann er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn í dag. Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Spennan fer nú stigvaxandi meðal þjóðarinnar en Íslendingar mæta Svíum í mikilvægum leik á HM í handbolta nú á eftir. Sigfús var í frægu landsliði sem hreinlega drap hina illræmdu Svíagrýlu, enn það hugtak er þannig til komið að Íslandi hafði ekki tekist að leggja hina hrokafullu Svía í áratugi. „Við fórum í Globen í Stokkhólmi 2006, með Alfreð Gíslasyni þjálfara og unnum þá með tveimur eða þremur mörkum.“ Og seinna, vorið 2008, tókst einnig að vinna Svía í fjögurra liða undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Peking. Viðskiptavinirnir vilja ræða leikinn í þaula Sigfús rekur sína fiskbúð við Skipholtið og viðskiptavinirnir flestir vilja ræða við hann leikinn í kvöld. Fúsi lætur sig hafa það og segir skoðun sína hreinskilnislega. Hann er ekki bjartsýnn á að sigur hafist. Og fer yfir það allt fræðilega í eyru blaðamanns Vísis milli þess sem hann afgreiðir viðskiptavini sína. „Svíarnir spila rosalega góða vörn og hafa alltaf gert. Þeirra varnarleikur er miklu þéttari en hjá hinum liðunum sem við höfum verið að spila á móti. Við erum ekki með neinar skyttur, sem er vandamálið. Þeir geta spilað vörnina aftar og verið þéttari. Sem gerir þetta erfiðara fyrir Ómar Inga og Gísla Þorgeir,“ segir Fúsi. Súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur Hann segir Svíana einnig fjölhæfa í sókninni. „Við höfum þrifist á því að spila góða vörn og fá hraðaupphlaup. Þá höfum við verið að vinna leiki. En vörnin hefur ekki verið nógu góð.“ Fúsi er því hóflega bjartsýnn. „Hreinskilnislega sagt,“ segir Fúsi og ljóst að það er ekki gaman fyrir hann að segja þetta; „þá hef ég spáð okkur tapi alla vikuna. Ég vona til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, ég bið til Guðs að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er mín tilfinning fyrir þessu.“ Fúsi hefur tíma til að velta þessu fyrir sér nú í upphafi Þorra en þá er rólegra en oft í fiskbúðinni. „Vinsælast í borðinu núna er súr hvalur, hákarl og hrogn og lifur. Þorraívaf,“ segir Fúsi sem segist leggja það í vana sinn að hafa væntingavísitöluna hóflega stillta. Íslendinga hætti til að hefja sína íþróttamenn á hærri stall en efni eru til, oft og tíðum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira