„Þetta er það sem ég veðjaði á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 19:45 Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis. Strákunum okkar var skellt harkalega niður á jörðina í gær og tapið gegn Ungverjum var ansi sárt. Guðmundur hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að spila á fáum mönnum og Henry Birgir Gunnarsson spurði Guðmund að því í dag hvort hann hefði átt að grípa fyrr í taumana. „Já, maður getur alltaf skoðað það. Við erum búnir að kíkja á það og það er hluti af því sem maður gerir eftir þetta. Það eru ákveðnir hlutir, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði, en vissulega eru hlutir sem maður skoðar eftir á að hyggja,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi í Svíþjóð. „Við erum á bekknum í núinu og svo er auðvelt að segja eitthvað eftir á sem maður vissi ekki. Það eru ákveðnir hlutir jú en mér finnst það ekki margir hlutir.“ Ísland hefur aðeins notað níu útileikmenn á mótinu til þessa og þar á meðal er Janus Daði Smárason sem aðeins hefur leikið í sex mínútur. Af hverju hefur Guðmundur ekki rúllað meira á liðinu? „Mér finnst við hafa náð að gera mjög vel til dæmis gegn Portúgal með þessa uppstillingu. Liðið er að spila stórkostlega mjög lengi í þessum leik og þetta er það sem ég veðjaði á í þessum tveimur leikjum, ég skal bara játa það.“ Á morgun leikur íslenska liðið gegn Suður-Kóreu í leik sem Ísland bæði á og verður að vinna en Kóreumenn hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Guðmundur segir að fleiri leikmenn muni fá tækifæri í þeim leik. „Að einhverju leyti já, það var alltaf planið í sjálfu sér.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Strákunum okkar var skellt harkalega niður á jörðina í gær og tapið gegn Ungverjum var ansi sárt. Guðmundur hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að spila á fáum mönnum og Henry Birgir Gunnarsson spurði Guðmund að því í dag hvort hann hefði átt að grípa fyrr í taumana. „Já, maður getur alltaf skoðað það. Við erum búnir að kíkja á það og það er hluti af því sem maður gerir eftir þetta. Það eru ákveðnir hlutir, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði, en vissulega eru hlutir sem maður skoðar eftir á að hyggja,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi í Svíþjóð. „Við erum á bekknum í núinu og svo er auðvelt að segja eitthvað eftir á sem maður vissi ekki. Það eru ákveðnir hlutir jú en mér finnst það ekki margir hlutir.“ Ísland hefur aðeins notað níu útileikmenn á mótinu til þessa og þar á meðal er Janus Daði Smárason sem aðeins hefur leikið í sex mínútur. Af hverju hefur Guðmundur ekki rúllað meira á liðinu? „Mér finnst við hafa náð að gera mjög vel til dæmis gegn Portúgal með þessa uppstillingu. Liðið er að spila stórkostlega mjög lengi í þessum leik og þetta er það sem ég veðjaði á í þessum tveimur leikjum, ég skal bara játa það.“ Á morgun leikur íslenska liðið gegn Suður-Kóreu í leik sem Ísland bæði á og verður að vinna en Kóreumenn hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. Guðmundur segir að fleiri leikmenn muni fá tækifæri í þeim leik. „Að einhverju leyti já, það var alltaf planið í sjálfu sér.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira