Það var létt í Bjarka Má á fjölmiðlahittingi landsliðsins í dag og kallaði Bjarki hátt og skýrt að hann vildi endilega tala við sænska blaðamenn.
Við það sprungu félagar hans úr hlátri og gott að sjá að það er létt í drengjunum þrátt fyrir vont tap gegn Ungverjum.
Við þetta má svo bæta að enginn sænskur blaðamaður var á staðnum þannig að Bjarki og Aron eru enn í hundakofanum hjá Kristianstadsstadsbladet.

