Guðmundur: „Uppstilling sem var að svínvirka og þá heldur maður í það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:17 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum. Vísir/Vilhelm „Við erum sársvekktir, það er vart hægt að lýsa því með orðum eftir stórkostlegan leik í 52-53 mínútur að minnsta kosti. Það sem mér finnst sárgrætilegast er að það erum við sem köstum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tap Íslands gegn Ungverjum í kvöld. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira