„Mér líður hræðilega. Ég átta mig ekki almennilega á því hvernig þetta gerðist í seinni hálfleik. Mér finnst við oft lenda í þessari stöðu, þegar þeir eiga engin svör og við erum að keyra yfir þá en svo gefum við of mikið eftir,“ sagði Bjarki Már.
„Svo stendur ekki steinn yfir steini í lokin. Við förum með dauðafæri og hleypum þeim alltof nálægt í sókninni. Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur.“
Bjarki segir ýmislegt hafa orðið til þess að Ungverjar sneru dæminu sér í vil.
„Það klikkaði bara allt. Við hættum að fara út í þá í vörninni og hættum að hlaupa. Við fengum alltaf auðveld mörk úr hraðaupphlaupum þegar við keyrðum. Svo brotnaði þetta því við klikkuðum á 3-4 dauðafærum í röð. Það dró úr okkur tennurnar,“ sagði Bjarki Már.
„Ég trúi því ekki að við höfum klúðrað þessu fyrir stuðningsmönnunum okkar að eiga fullkomið kvöld í Kristianstad. Kannski er þetta of dramatískt. En úff, ég veit ekki hvað ég á að segja.“
Viðtalið við Bjarka Má má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.