Tilnefningar BAFTA voru opinberaðar á vef verðlaunanna nú í dag. Listarnir verða þó styttir í atkvæðagreiðslu, áður en verðlaunakvöldið fer fram í febrúar.
Kvikmyndin Tár fjallar um tónskáldið Lydia Tár og feril hennar. Cate Blanchett er þar í aðalhlutverki.
Women Talking byggir á samnefndri skáldsögu og á raunverulegum atburðum í Bólivíu. Hún fjallar um hóp kvenna í einangruðum sértrúarsöfnuði sem átta sig á því að menn í söfnuðinum hafa verið að byrla þeim og nauðga um árabil. Í aðhlutverkum eru þær Rooney Mara, Clair Foy og Jessie Buckley.
Tónlist Hildar í Women Talking hefur einnig verið tilnefnd til Golden Globe verðlauna. Þá er vert að taka fram að Hildur vann Óskarsverðlaun árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn.