Ísland með stórleik í erlendum tónlistarmyndböndum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2023 06:01 Ísland hefur löngum verið vinsæll tökustaður fyrir tónlistarmyndbönd. Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna. Lífið á Vísi tók saman nokkur tónlistarmyndbönd erlendra tónlistarmanna sem voru tekin upp á Íslandi en þau má finna hér fyrir neðan. Take That - Patience Enska poppsveitin Take That var stofnuð árið 1990 og á marga smelli að baki sér. Á meðal þeirra er lagið Patience frá árinu 2006, sem hvetur hlustendur til að tileinka sér þolinmæði í lífsins flækjum. Tónlistarmyndbandið var skotið á Íslandi og sýnir hljómsveitameðlimi ráfa um svartar strendur og draga míkrafón standa á eftir sér. Myndbandið endar svo á þeim öllum saman á kletti að syngja á móti kraftmiklum öldum sem mætti jafnvel líkja við lífsins ólgusjó. Leikstjóri myndbandsins er David Mould og myndbandið er með 28 milljón áhorf inn á myndbandsveitunni Youtube. Justin Bieber - I'll Show You Íslandsheimsókn Justin Bieber vakti mikla athygli árið 2016 en eftir að hafa skotið tónlistarmyndband hér yfir sumarið hélt hann tvenna tónleika um haustið og hefur því að sjálfsögðu fengið nafnbótina Íslandsvinur. Í myndbandinu sem er við lagið I'll Show You syndir Bieber í Jökulsárlóni, rennir sér á hjólabretti eftir flugvélarflakinu á Sólheimasandi og kemur við á ýmsum þekktum íslenskum stöðum á borð við Fjaðrárgljúfur og Seljalandsfoss á meðan hann syngur um erfiðar hliðar frægðinnar. Leikstjóri myndbandsins er Rory Kramer en Rory hefur meðal annars sagt að Ísland hafi orðið fyrir valinu því Bieber hafði þá aldrei komið hingað en alltaf langað til þess. Myndbandið er með hvorki meira né minna en 505 milljón áhorf á Youtube. David Guetta ft. Sia - She Wolf (Falling To Pieces) Franski plötusnúðurinn David Guetta gaf út danssmellinn She Wolf (Falling To Pieces) ásamt áströlsku tónlistarkonunni Sia árið 2011. Tónlistarmyndbandið var skotið hér á suðurströnd Íslands og er leikstýrt af Hiro Murai. Hin íslenska Eva Katrín Baldursdóttir fór með hlutverk kvenúlfsins og sést meðal annars stökkbreytast í úlf en myndbandið er með 555 milljón áhorf inni á Youtube. Laleh - Some Die Young Sænska söngkonan Laleh gaf út lagið Some Die Young í janúar mánuði ársins 2012 og sendi frá sér tvær útgáfur af tónlistarmyndböndum, hið síðara tekið upp hér á Íslandi. Lagið varð að eins konar sameiningarlagi norsku þjóðarinnar í tengslum við árásirnar í Útey árið 2011. Textinn fjallar um að missa einhvern nákominn en gefast ekki upp á voninni um að hlutirnir verði betri á endanum. Myndbandinu er leikstýrt af Laleh sjálfri og er með rúmlega 2,3 milljón áhorf á Youtube. Hurts - Stay Hljómsveitin Hurts hélt tónleika hér á landi árið 2011 og hafði hún áður vakið athygli meðal Íslendinga, þá sérstaklega fyrir tónlistarmyndband við lagið Stay sem var tekið upp á Íslandi. Íslendingar spila veigamikið hlutverk í myndbandinu en Anna Þóra Alfreðsdóttir fer með hlutverk konunnar sem söngvari Hurts er hugfanginn af og þær Alexandra Mjöll, Angela og Inga Rán fara með hlutverk dansara. Leikstjóri myndbandsins er Dave Ma og er það með 57 milljón áhorf á Youtube. Avril Lavigne - Head Above Water Kanadíska popp rokk stjarnan Avril Lavigne sendi frá sér tónlistarmyndband við lagið Head Above Water árið 2018 og atburðarrás myndbandsins gerist á Íslandi, í Reynisfjöru og víðar. Það sést þó aldrei framan í Avril Lavigne sjálfa í skotum sem eiga sér stað í íslenskri náttúru og gæti því verið að myndbandið hafi verið tekið upp í tveimur hlutum. Annars vegar í tökuveri með Lavigne sjálfri og með aukaleikara hér á landi. Leikstjóri myndbandsins er Elliott Lester og myndbandið er með 123 milljónir áhorfa á Youtube. Zara Larsson, MNEK - Never Forget You Sænska poppstjarnan Zara Larsson er Íslandsvinur mikill en hún hefur meðal annars haldið tónleika hér á landi, bæði sem upphitunaratriði fyrir Ed Sheeran og með sína eigin tónleika. Árið 2016 gaf hún út lagið Never Forget You ásamt breska tónlistarmanninum MNEK en íslensk náttúra og galdrar spila stórt hlutverk í myndbandinu. Söguþráðurinn segir frá ungri stúlku sem vingast við einhvers konar goðsagnarkennda veru en þau halda í vináttuna í gegnum lífið. Leikstjóri er Richard Paris Wilson og myndbandið er með 518 milljón áhorf á Youtube. Bon Iver- Holoscene Indie-Folk sveitin Bon Iver er mynduð af tónlistarmanninum Justin Vernon og einkennist hljóðheimur hans af hugljúfum tónum í bland við einstaka angist sem kallar gjarnan fram gæsahúð hjá hlustendum. Árið 2011 sendi Bon Iver frá sér tónlistarmyndband við lagið Holoscene og má þar sjá íslenska náttúru skarta sínu fegursta á Suðurlandinu. Þar má sjá hinn þá sjö ára gamla Helga Rúnar Bjarnason í aðalhlutverki sem í myndbandinu byrjar daginn sinn í torfkofa og heimsækir síðan ýmsar náttúruperlur á borð við Seljalandsfoss og Jökulsárslón. Leikstjóri er NABIL. Myndbandið var á sínum tíma frumsýnt á heimasíðu National Geographic og hefur eflaust vakið athygli á landinu okkar. Á Youtube hefur það að minnsta kosti fengið 103 milljón áhorf. Westlife - What About Now Írska strákasveitin Westlife tók upp tónlistarmyndband við lagið What About Now hér á Íslandi árið 2009. Myndbandinu er leikstýrt af Philip Andelman og sýnir tónlistarmennina syngja saman um angist ástarinnar úti í frosti og kulda en það var meðal annars tekið upp við Jökulsárlón og umhverfið einkennist af jöklum, snjó og norðurljósadýrð. Myndbandið kom út í byrjun ársins 2011 og er með rúmlega 23 milljón áhorf á Youtube. Mel C - Never Be The Same Again Eftir að ofurstelpusveitin Spice Girls lagði upp laupana reyndu meðlimirnir fyrir sér sem sóló söngkonur. Íþrótta Spice-in Mel C var engin undantekning frá því en hún gaf meðal annars út smellinn Never Be The Same Again árið 1999. Þrátt fyrir að meginhluti myndbandsins sé tekinn upp í Miami bregður Bláa Lóninu fyrir í nokkrum senum. Leikstjóri er Francis Lawrence og TLC söngkonan heitna Lisa „left eye“ Lopez kemur einnig fram í myndbandinu með Mel C. Damien Rice - I Don’t Want To Change You Damien Rice hefur eytt meiri tíma á Íslandi en margir aðrir Íslandsvinir en hann hefur unnið mikið í tónlist sinni hér og tók meðal annars upp tónlistarmyndband við lagið I don´t want to change you á Íslandi. Myndbandinu er leikstýrt af Stefáni Árna Þorgeirssyni og Sigurði Kjartanssyni og sýnir Damien Rice blautan við bryggju, dansandi og hoppandi út í. Myndbandið er með tæplega 19 milljón áhorf á Youtube. Elliphant - Down On Life Hin sænska Ellinor Miranda Salome Olovsdotter notast við listamannsnafnið Elliphant. Árið 2012 sendi hún frá sér tónlistarmyndband við lagið Down on Life en það er tekið upp hér á Íslandi. Fjalladýrð, hestar, strendur og sjór eru í forgrunni og virðist einnig ein senan vera tekin upp í Bláa lóninu þar sem söngkonan blæs tyggjókúlur í góðra vina hópi. Leikstjóri myndbandsins er Tim Erem en myndbandið er með 7,624,250 áhorf á Youtube. Alice DeeJay - Back in my Life Næntís sveitin Alice DeeJay sló í gegn með smellinn Better Off Alone árið 1999. Árið 2000 sendi hún frá sér lagið Back in my life en tónlistarmyndbandið er tekið upp á Íslandi og sýnir söngkonu sveitarinnar Judith Anna Pronk meðal annars ganga eftir Reynisfjöru í síðum og glansandi silfurkjól. Myndbandið er með tæplega 19 milljón áhorf á Youtube. Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Nýtt myndband með Avril Lavigne tekið upp á Íslandi Söngkonan Avril Lavigne gaf í gær út nýtt tónlistarmyndband við lagið Head Above Water og er myndbandið tekið upp á Íslandi. 28. september 2018 11:30 Íslandsmyndband Bon Iver frumsýnt Íslandsmyndband indí-rokkarans Bon Iver við lagið Holocene var frumsýnt á heimasíðu National Geographic í gær. Myndbandinu er leikstýrt af Nabil Elderkin, sem hefur unnið mikið með rappofurstjörnunni Kanye West. Fjallað var um myndbandið á vefsíðu pitchfork.com í gær en það hefur þegar vakið mikla athygli. 19. ágúst 2011 10:00 Zara Larsson skellti sér í Bláa lónið Sænska söngkonan er Íslandsvinur og tók hún meðal annars myndbandið við smellinn Never Forget You upp á Íslandi. 13. október 2017 15:47 Justin Bieber kominn til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins snemma í morgun. 7. september 2016 12:30 David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41 Vinsælasti tannlæknaneminn í Búlgaríu Anna Þóra er ef til vill best þekkt fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandi Hurts. 22. september 2014 09:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lífið á Vísi tók saman nokkur tónlistarmyndbönd erlendra tónlistarmanna sem voru tekin upp á Íslandi en þau má finna hér fyrir neðan. Take That - Patience Enska poppsveitin Take That var stofnuð árið 1990 og á marga smelli að baki sér. Á meðal þeirra er lagið Patience frá árinu 2006, sem hvetur hlustendur til að tileinka sér þolinmæði í lífsins flækjum. Tónlistarmyndbandið var skotið á Íslandi og sýnir hljómsveitameðlimi ráfa um svartar strendur og draga míkrafón standa á eftir sér. Myndbandið endar svo á þeim öllum saman á kletti að syngja á móti kraftmiklum öldum sem mætti jafnvel líkja við lífsins ólgusjó. Leikstjóri myndbandsins er David Mould og myndbandið er með 28 milljón áhorf inn á myndbandsveitunni Youtube. Justin Bieber - I'll Show You Íslandsheimsókn Justin Bieber vakti mikla athygli árið 2016 en eftir að hafa skotið tónlistarmyndband hér yfir sumarið hélt hann tvenna tónleika um haustið og hefur því að sjálfsögðu fengið nafnbótina Íslandsvinur. Í myndbandinu sem er við lagið I'll Show You syndir Bieber í Jökulsárlóni, rennir sér á hjólabretti eftir flugvélarflakinu á Sólheimasandi og kemur við á ýmsum þekktum íslenskum stöðum á borð við Fjaðrárgljúfur og Seljalandsfoss á meðan hann syngur um erfiðar hliðar frægðinnar. Leikstjóri myndbandsins er Rory Kramer en Rory hefur meðal annars sagt að Ísland hafi orðið fyrir valinu því Bieber hafði þá aldrei komið hingað en alltaf langað til þess. Myndbandið er með hvorki meira né minna en 505 milljón áhorf á Youtube. David Guetta ft. Sia - She Wolf (Falling To Pieces) Franski plötusnúðurinn David Guetta gaf út danssmellinn She Wolf (Falling To Pieces) ásamt áströlsku tónlistarkonunni Sia árið 2011. Tónlistarmyndbandið var skotið hér á suðurströnd Íslands og er leikstýrt af Hiro Murai. Hin íslenska Eva Katrín Baldursdóttir fór með hlutverk kvenúlfsins og sést meðal annars stökkbreytast í úlf en myndbandið er með 555 milljón áhorf inni á Youtube. Laleh - Some Die Young Sænska söngkonan Laleh gaf út lagið Some Die Young í janúar mánuði ársins 2012 og sendi frá sér tvær útgáfur af tónlistarmyndböndum, hið síðara tekið upp hér á Íslandi. Lagið varð að eins konar sameiningarlagi norsku þjóðarinnar í tengslum við árásirnar í Útey árið 2011. Textinn fjallar um að missa einhvern nákominn en gefast ekki upp á voninni um að hlutirnir verði betri á endanum. Myndbandinu er leikstýrt af Laleh sjálfri og er með rúmlega 2,3 milljón áhorf á Youtube. Hurts - Stay Hljómsveitin Hurts hélt tónleika hér á landi árið 2011 og hafði hún áður vakið athygli meðal Íslendinga, þá sérstaklega fyrir tónlistarmyndband við lagið Stay sem var tekið upp á Íslandi. Íslendingar spila veigamikið hlutverk í myndbandinu en Anna Þóra Alfreðsdóttir fer með hlutverk konunnar sem söngvari Hurts er hugfanginn af og þær Alexandra Mjöll, Angela og Inga Rán fara með hlutverk dansara. Leikstjóri myndbandsins er Dave Ma og er það með 57 milljón áhorf á Youtube. Avril Lavigne - Head Above Water Kanadíska popp rokk stjarnan Avril Lavigne sendi frá sér tónlistarmyndband við lagið Head Above Water árið 2018 og atburðarrás myndbandsins gerist á Íslandi, í Reynisfjöru og víðar. Það sést þó aldrei framan í Avril Lavigne sjálfa í skotum sem eiga sér stað í íslenskri náttúru og gæti því verið að myndbandið hafi verið tekið upp í tveimur hlutum. Annars vegar í tökuveri með Lavigne sjálfri og með aukaleikara hér á landi. Leikstjóri myndbandsins er Elliott Lester og myndbandið er með 123 milljónir áhorfa á Youtube. Zara Larsson, MNEK - Never Forget You Sænska poppstjarnan Zara Larsson er Íslandsvinur mikill en hún hefur meðal annars haldið tónleika hér á landi, bæði sem upphitunaratriði fyrir Ed Sheeran og með sína eigin tónleika. Árið 2016 gaf hún út lagið Never Forget You ásamt breska tónlistarmanninum MNEK en íslensk náttúra og galdrar spila stórt hlutverk í myndbandinu. Söguþráðurinn segir frá ungri stúlku sem vingast við einhvers konar goðsagnarkennda veru en þau halda í vináttuna í gegnum lífið. Leikstjóri er Richard Paris Wilson og myndbandið er með 518 milljón áhorf á Youtube. Bon Iver- Holoscene Indie-Folk sveitin Bon Iver er mynduð af tónlistarmanninum Justin Vernon og einkennist hljóðheimur hans af hugljúfum tónum í bland við einstaka angist sem kallar gjarnan fram gæsahúð hjá hlustendum. Árið 2011 sendi Bon Iver frá sér tónlistarmyndband við lagið Holoscene og má þar sjá íslenska náttúru skarta sínu fegursta á Suðurlandinu. Þar má sjá hinn þá sjö ára gamla Helga Rúnar Bjarnason í aðalhlutverki sem í myndbandinu byrjar daginn sinn í torfkofa og heimsækir síðan ýmsar náttúruperlur á borð við Seljalandsfoss og Jökulsárslón. Leikstjóri er NABIL. Myndbandið var á sínum tíma frumsýnt á heimasíðu National Geographic og hefur eflaust vakið athygli á landinu okkar. Á Youtube hefur það að minnsta kosti fengið 103 milljón áhorf. Westlife - What About Now Írska strákasveitin Westlife tók upp tónlistarmyndband við lagið What About Now hér á Íslandi árið 2009. Myndbandinu er leikstýrt af Philip Andelman og sýnir tónlistarmennina syngja saman um angist ástarinnar úti í frosti og kulda en það var meðal annars tekið upp við Jökulsárlón og umhverfið einkennist af jöklum, snjó og norðurljósadýrð. Myndbandið kom út í byrjun ársins 2011 og er með rúmlega 23 milljón áhorf á Youtube. Mel C - Never Be The Same Again Eftir að ofurstelpusveitin Spice Girls lagði upp laupana reyndu meðlimirnir fyrir sér sem sóló söngkonur. Íþrótta Spice-in Mel C var engin undantekning frá því en hún gaf meðal annars út smellinn Never Be The Same Again árið 1999. Þrátt fyrir að meginhluti myndbandsins sé tekinn upp í Miami bregður Bláa Lóninu fyrir í nokkrum senum. Leikstjóri er Francis Lawrence og TLC söngkonan heitna Lisa „left eye“ Lopez kemur einnig fram í myndbandinu með Mel C. Damien Rice - I Don’t Want To Change You Damien Rice hefur eytt meiri tíma á Íslandi en margir aðrir Íslandsvinir en hann hefur unnið mikið í tónlist sinni hér og tók meðal annars upp tónlistarmyndband við lagið I don´t want to change you á Íslandi. Myndbandinu er leikstýrt af Stefáni Árna Þorgeirssyni og Sigurði Kjartanssyni og sýnir Damien Rice blautan við bryggju, dansandi og hoppandi út í. Myndbandið er með tæplega 19 milljón áhorf á Youtube. Elliphant - Down On Life Hin sænska Ellinor Miranda Salome Olovsdotter notast við listamannsnafnið Elliphant. Árið 2012 sendi hún frá sér tónlistarmyndband við lagið Down on Life en það er tekið upp hér á Íslandi. Fjalladýrð, hestar, strendur og sjór eru í forgrunni og virðist einnig ein senan vera tekin upp í Bláa lóninu þar sem söngkonan blæs tyggjókúlur í góðra vina hópi. Leikstjóri myndbandsins er Tim Erem en myndbandið er með 7,624,250 áhorf á Youtube. Alice DeeJay - Back in my Life Næntís sveitin Alice DeeJay sló í gegn með smellinn Better Off Alone árið 1999. Árið 2000 sendi hún frá sér lagið Back in my life en tónlistarmyndbandið er tekið upp á Íslandi og sýnir söngkonu sveitarinnar Judith Anna Pronk meðal annars ganga eftir Reynisfjöru í síðum og glansandi silfurkjól. Myndbandið er með tæplega 19 milljón áhorf á Youtube.
Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Nýtt myndband með Avril Lavigne tekið upp á Íslandi Söngkonan Avril Lavigne gaf í gær út nýtt tónlistarmyndband við lagið Head Above Water og er myndbandið tekið upp á Íslandi. 28. september 2018 11:30 Íslandsmyndband Bon Iver frumsýnt Íslandsmyndband indí-rokkarans Bon Iver við lagið Holocene var frumsýnt á heimasíðu National Geographic í gær. Myndbandinu er leikstýrt af Nabil Elderkin, sem hefur unnið mikið með rappofurstjörnunni Kanye West. Fjallað var um myndbandið á vefsíðu pitchfork.com í gær en það hefur þegar vakið mikla athygli. 19. ágúst 2011 10:00 Zara Larsson skellti sér í Bláa lónið Sænska söngkonan er Íslandsvinur og tók hún meðal annars myndbandið við smellinn Never Forget You upp á Íslandi. 13. október 2017 15:47 Justin Bieber kominn til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins snemma í morgun. 7. september 2016 12:30 David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41 Vinsælasti tannlæknaneminn í Búlgaríu Anna Þóra er ef til vill best þekkt fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandi Hurts. 22. september 2014 09:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Nýtt myndband með Avril Lavigne tekið upp á Íslandi Söngkonan Avril Lavigne gaf í gær út nýtt tónlistarmyndband við lagið Head Above Water og er myndbandið tekið upp á Íslandi. 28. september 2018 11:30
Íslandsmyndband Bon Iver frumsýnt Íslandsmyndband indí-rokkarans Bon Iver við lagið Holocene var frumsýnt á heimasíðu National Geographic í gær. Myndbandinu er leikstýrt af Nabil Elderkin, sem hefur unnið mikið með rappofurstjörnunni Kanye West. Fjallað var um myndbandið á vefsíðu pitchfork.com í gær en það hefur þegar vakið mikla athygli. 19. ágúst 2011 10:00
Zara Larsson skellti sér í Bláa lónið Sænska söngkonan er Íslandsvinur og tók hún meðal annars myndbandið við smellinn Never Forget You upp á Íslandi. 13. október 2017 15:47
Justin Bieber kominn til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins snemma í morgun. 7. september 2016 12:30
David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41
Vinsælasti tannlæknaneminn í Búlgaríu Anna Þóra er ef til vill best þekkt fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandi Hurts. 22. september 2014 09:30