Opið fyrir skráningu á Framhaldsskólaleika RÍSÍ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 20:30 FRÍS hefur göngu sína á nýjan leik í janúar. Meta Productions Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, eða einfaldlega FRÍS, hefjast mánudaginn 23. janúar og framhaldsskólar landsins hafa nú tækifæri til að skrá sig til leiks. FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari. Keppnin fór fram í annað sinn vorið 2022 og sigraði Tækniskólinn þar FRÍS annað árið í röð. Fjórtán skólar tóku þátt í FRÍS bæði árin, en stefnt er á enn stærri og enn meira spennandi keppni í ár. Í ár verður keppt í þremur tölvuleikjum líkt og áður, en í þetta sinn verða það leikirnir Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og Valorant. Einnig verður samfélagsmiðlakeppni FRÍS að sjálfsögðu á sínum stað líkt og áður til að hvetja keppendur til að huga að líkama og sál. Sýnt verður frá undanúrslitum og úrslitum FRÍS í vikulegum þáttum á miðvikudögum á Stöð 2 Esport og á Twitch-síðu RÍSÍ, en í ár hefjast útsendingarnar miðvikudaginn 1. mars. Skráning er opin til 13. janúar, en allar upplýsingar um skráningu má nálgast með því að smell hér. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti
FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari. Keppnin fór fram í annað sinn vorið 2022 og sigraði Tækniskólinn þar FRÍS annað árið í röð. Fjórtán skólar tóku þátt í FRÍS bæði árin, en stefnt er á enn stærri og enn meira spennandi keppni í ár. Í ár verður keppt í þremur tölvuleikjum líkt og áður, en í þetta sinn verða það leikirnir Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og Valorant. Einnig verður samfélagsmiðlakeppni FRÍS að sjálfsögðu á sínum stað líkt og áður til að hvetja keppendur til að huga að líkama og sál. Sýnt verður frá undanúrslitum og úrslitum FRÍS í vikulegum þáttum á miðvikudögum á Stöð 2 Esport og á Twitch-síðu RÍSÍ, en í ár hefjast útsendingarnar miðvikudaginn 1. mars. Skráning er opin til 13. janúar, en allar upplýsingar um skráningu má nálgast með því að smell hér.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti