Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. desember 2022 09:00 Saga Sig er viðmælandi í Jólamola dagsins. Ljósmyndarinn og myndlistarkonan Saga Sig nýtur sín vel í jólaösinni. Hún elskar að velja gjafir og brasa fyrir jólin, eitthvað sem mörgum þykir stressandi. Gjafainnpökkunin er þó eitthvað sem liggur ekki vel fyrir henni en hún bjargar sér með frumlegum leiðum. Saga Sig er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf! Ég elska jólin og sérstaklega aðventuna. Kærasti minn er svo ofur elf! Hann byrjar að pæla í jólunum og matseðlinum snemma en við höldum í okkur að skreyta fyrr en um miðjan nóvember - hann vill helst skreyta alla veggi og glugga. Mér finnst jólastúss ekki stressandi. Ég elska að velja gjafir og brasa fyrir jólin. Finnst ótrúlega jólalegt að fara niður í miðbæ, fá mér kakó á Mokka og rölta svo niður í bæ. Eina Grinch mómentið mitt sem ég á er kannski jólagjafapökkun. Ég get verið mjög óþolinmóð, t.d að brjóta saman pappír og líma finnst mér frekar leiðinlegt og ég er alveg mjög léleg í því. En ef pakkarnir eru „listrænt“ pakkaðir inn finnst mér það minna mál, hef stundum málað skókassa eða klippt niður málverk sem ég nota sem jólapappír.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á enga eina, kannski bara nokkrar yfirleitt tengdar veðrinu! Ég bjó út á landi og nokkra mjög snjóþunga vetur þá fór rafmagnið undantekningarlaust svona kl 15-16 sem þýddi að jólamaturinn var ekkert eldaður þannig að annaðhvort þurfti bara að borða það sem náði að eldast eða bíða eftir að rafmagnið kæmi aftur. Ein jól þegar mamma var á Þórshöfn og ég þurfti að taka þrjár vélar þangað á aðfangadag, það var óveður í aðsigi og búið að aflýsa nær öllum flugum út á land. Ég fylgdist með veðrinu elta okkur alla leiðina og það var svo ótrúlega fallegt allt og síðasta legginn var ég ein í vélinni og tók t.d þessa mynd.“ Þessa mynd tók Saga á aðfangadag þegar hún þurfti að hafa mikið fyrir því að komast til móður sinnar á Þórshöfn, sökum veðurs.Saga Sig „Mér finnst jólin á Íslandi langbest, ég elska hefðirnar. Ég var tvö jól í London af þeim sjö sem ég bjó þar og mér fannst það ekki jafn skemmtilegt. Við erum svo mikil jólahefðaþjóð. Ein eftirminnileg jólaminning er þegar ég tók myndir og gerði jólavideo fyrir samfélagsmiðla Apple fyrir nokkrum árum. Við vorum alla Þorláksmessu og fram á aðfangadag að klára verkefnið og kveðjan kom svo út á instagram Apple á jóladag. Þetta var svo geggjað draumaverkefni og fyrirtæki að vinna með.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Handgerðir hlutir gerðir af fjölskyldu eða bækur eða hlutir frá ömmum eða öfum. Elska líka alltaf jólakortin frá kærasta mínum, þykir alltaf svo vænt um þau.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég er bara þakklát fyrir allar gjafir! En leiðinlegust voru jólin sem ég fékk engar bækur. Mér finnst eiginlega ómögulegt að fá ekki allavega eina bók að lesa yfir jólin.“ Þessa mynd tók Saga á rölti um miðborgina á fallegum vetrardegi.Saga Sig Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Pabbi á afmæli á Þorláksmessu svo það er hefð að koma við um kvöldið hjá honum. Mér finnst líka gaman að kíkja niður í bæ á Þorláksmessu. Ris a la mande frá mömmu er mitt jólamust og svo lesa jólabók og borða afganga á aðfangadagskvöld/nótt. Ég hef líka alltaf fengið mér jólakjól í Yeoman, það er orðið að hefð líka.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Öll Elvis Presley jólaplatan eins og hún leggur sig og svo lagið Í fjarska logar lítið ljós með 200.000 Naglbítum.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Kannski ekki beint jólamynd en ég elska að taka Lord of the Rings maraþon um jólin og horfa á allar myndirnar.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Á okkar heimili fá allir það sem óska sér í jólamatinn. Í hádeginu verður sushi fyrir yngsta meðliminn, síðan er rjúpa og lax bæði veitt af kærasta mínum í Ljárskógum í forrétt og svo er hamborgarhryggur og kalkúnn í jólamat. Mamma ætlar að gera ris a la mande, sítrónufrómas og tobleron maregns köku. Það eru jólin fyrir mér, elska rjóma, sykur og súkkulaði.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Hljómar klisjulega en mér finnst ekki þurfa neitt. Við eigum von á litlum strák í mars og finnst það stærsta gjöfin.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Klukkurnar í útvarpinu kl 18 og þá er sest niður - á okkar heimili er allt tilbúið og við setjumst niður á slaginu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Fullkomin slökun! Ég kláraði vinnutörn á síðasta föstudag og ætla njóta þess að jólastússast. Við Villi kærastinn minn verðum svo með opið hús í stúdíóinu okkar á Laugarvegi 25 í kvöld á milli 19-21 ef fólk vill kíkja á Þorláksmessuröltinu.“ Jólamolar Jólamatur Jólalög Jól Tengdar fréttir Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins. 22. desember 2022 12:31 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31 „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf! Ég elska jólin og sérstaklega aðventuna. Kærasti minn er svo ofur elf! Hann byrjar að pæla í jólunum og matseðlinum snemma en við höldum í okkur að skreyta fyrr en um miðjan nóvember - hann vill helst skreyta alla veggi og glugga. Mér finnst jólastúss ekki stressandi. Ég elska að velja gjafir og brasa fyrir jólin. Finnst ótrúlega jólalegt að fara niður í miðbæ, fá mér kakó á Mokka og rölta svo niður í bæ. Eina Grinch mómentið mitt sem ég á er kannski jólagjafapökkun. Ég get verið mjög óþolinmóð, t.d að brjóta saman pappír og líma finnst mér frekar leiðinlegt og ég er alveg mjög léleg í því. En ef pakkarnir eru „listrænt“ pakkaðir inn finnst mér það minna mál, hef stundum málað skókassa eða klippt niður málverk sem ég nota sem jólapappír.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á enga eina, kannski bara nokkrar yfirleitt tengdar veðrinu! Ég bjó út á landi og nokkra mjög snjóþunga vetur þá fór rafmagnið undantekningarlaust svona kl 15-16 sem þýddi að jólamaturinn var ekkert eldaður þannig að annaðhvort þurfti bara að borða það sem náði að eldast eða bíða eftir að rafmagnið kæmi aftur. Ein jól þegar mamma var á Þórshöfn og ég þurfti að taka þrjár vélar þangað á aðfangadag, það var óveður í aðsigi og búið að aflýsa nær öllum flugum út á land. Ég fylgdist með veðrinu elta okkur alla leiðina og það var svo ótrúlega fallegt allt og síðasta legginn var ég ein í vélinni og tók t.d þessa mynd.“ Þessa mynd tók Saga á aðfangadag þegar hún þurfti að hafa mikið fyrir því að komast til móður sinnar á Þórshöfn, sökum veðurs.Saga Sig „Mér finnst jólin á Íslandi langbest, ég elska hefðirnar. Ég var tvö jól í London af þeim sjö sem ég bjó þar og mér fannst það ekki jafn skemmtilegt. Við erum svo mikil jólahefðaþjóð. Ein eftirminnileg jólaminning er þegar ég tók myndir og gerði jólavideo fyrir samfélagsmiðla Apple fyrir nokkrum árum. Við vorum alla Þorláksmessu og fram á aðfangadag að klára verkefnið og kveðjan kom svo út á instagram Apple á jóladag. Þetta var svo geggjað draumaverkefni og fyrirtæki að vinna með.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Handgerðir hlutir gerðir af fjölskyldu eða bækur eða hlutir frá ömmum eða öfum. Elska líka alltaf jólakortin frá kærasta mínum, þykir alltaf svo vænt um þau.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég er bara þakklát fyrir allar gjafir! En leiðinlegust voru jólin sem ég fékk engar bækur. Mér finnst eiginlega ómögulegt að fá ekki allavega eina bók að lesa yfir jólin.“ Þessa mynd tók Saga á rölti um miðborgina á fallegum vetrardegi.Saga Sig Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Pabbi á afmæli á Þorláksmessu svo það er hefð að koma við um kvöldið hjá honum. Mér finnst líka gaman að kíkja niður í bæ á Þorláksmessu. Ris a la mande frá mömmu er mitt jólamust og svo lesa jólabók og borða afganga á aðfangadagskvöld/nótt. Ég hef líka alltaf fengið mér jólakjól í Yeoman, það er orðið að hefð líka.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Öll Elvis Presley jólaplatan eins og hún leggur sig og svo lagið Í fjarska logar lítið ljós með 200.000 Naglbítum.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Kannski ekki beint jólamynd en ég elska að taka Lord of the Rings maraþon um jólin og horfa á allar myndirnar.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Á okkar heimili fá allir það sem óska sér í jólamatinn. Í hádeginu verður sushi fyrir yngsta meðliminn, síðan er rjúpa og lax bæði veitt af kærasta mínum í Ljárskógum í forrétt og svo er hamborgarhryggur og kalkúnn í jólamat. Mamma ætlar að gera ris a la mande, sítrónufrómas og tobleron maregns köku. Það eru jólin fyrir mér, elska rjóma, sykur og súkkulaði.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Hljómar klisjulega en mér finnst ekki þurfa neitt. Við eigum von á litlum strák í mars og finnst það stærsta gjöfin.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Klukkurnar í útvarpinu kl 18 og þá er sest niður - á okkar heimili er allt tilbúið og við setjumst niður á slaginu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Fullkomin slökun! Ég kláraði vinnutörn á síðasta föstudag og ætla njóta þess að jólastússast. Við Villi kærastinn minn verðum svo með opið hús í stúdíóinu okkar á Laugarvegi 25 í kvöld á milli 19-21 ef fólk vill kíkja á Þorláksmessuröltinu.“
Jólamolar Jólamatur Jólalög Jól Tengdar fréttir Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins. 22. desember 2022 12:31 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31 „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins. 22. desember 2022 12:31
Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01
Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31
„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29
Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00