Brjóst í ríkissjónvarpinu fara fyrir brjóstið á Norðmönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 08:35 Norsku stjörnurnar þurftu að reyna að fá fjölskylduna til að hlæja. Eitt af jóladagatölum norska ríkissjónvarpsins, NRK, er afar umdeilt eftir innslag í þættinum á mánudaginn í þessari viku. Þar fór áhrifavaldur úr að ofan og bauð gestum mjólk í kaffið sitt. Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares. Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jóladagatalið ber nafnið 24-stjerners julekalender, eða jóladagatal 24 stjarna. Í því keppast 24 frægir norskir einstaklingar um titilinn „Hin eina sanna jólastjarna“. Um er að ræða raunveruleikaþætti en líkt og venjan er með jóladagatöl þá birtist einn þáttur dag hvern í desember fram að jólum. Það er tólfti þáttur dagatalsins sem hefur vakið hvað mesta athygli fólks. Þar áttu stjörnurnar að reyna að fá fimm manna fjölskyldu og stjórnanda þáttanna, Markus Neby, til að hlæja sem mest. Til þess fékk fólkið tvær mínútur. Uppátæki áhrifavaldsins Øyunn Krogh til að fá fjölskylduna til að hlæja er afar umdeilt meðal norsku þjóðarinnar samkvæmt umfjöllun Dagbladet. Hún fór úr að ofan, greip utan um brjóst sín og spurði fjölskylduna hvort það mætti ekki bjóða þeim brjóstamjólk í kaffið sitt. Fjölskyldan tók vel í þetta og sigraði Øyunn keppnina. „Ógeðsleg hegðun,“ og „Ég skil ekki að NRK vilji sýna þetta,“ eru meðal ummæla um þáttinn sem Dagbladet fjallar um. Verkefnastjóri hjá NRK, Mirja Minares, gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og bendir á að fyrr í dagatalinu hafi tveir aðrir keppendur farið úr að ofan, þeir Tete Lidblom og Emil Gukild. „Ég er meðvituð um að margir telji að brjóst séu eitthvað sem fólk ætti ekki að sjá í sjónvarpi. En þar sem fjölskyldan hafði gaman af þessu þá sáum við ekkert að því að birta efnið,“ hefur Dagbladet eftir Minares.
Noregur Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp