Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. desember 2022 10:01 Klara Elias er viðmælandi í Jólamola dagsins. Helgi Ómars Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég á ekkert nema hamingjuríkar minningar af jólunum sem barn en svo í seinni tíð og á fullorðinsárum fór þetta óvart að snúast meira um að hafa allt fullkomið og ofhugsa allt frekar en að njóta. Svo ég er algjörlega Grinch. Því jólaandinn helltist ekki yfir hann fyrr en korteri í jól. Finnst jólin stressandi þar til svona 18:10 á aðfangadag. Umkringd fólkinu mínu og allt í einu þá byrja jólalögin að „meika sens“.“ Klara er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún vann að nýrri plötu.Óli Már Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held það sé einhver samblanda af því að vera lítil og leika mér undir flyglinum hjá ömmu og afa með legó sem ég fékk í jólagjöf og fara út á sleða með pabba og systrum mínum. Svo notuðum við systurnar alltaf jólin sem afsökun til að búa til risastóra flatsæng í herberginu mínu. Litlu systur mínar svo gott sem fluttu inn til mín yfir jólin og við lásum jólabækurnar fram á nótt, borðuðum óhóflega mikinn reyktan lax á ristað brauð og heita súkkulaðið hennar mömmu. Við gerðum þetta fram á fullorðins ár. En þá reyndar ekki alveg yfir öll jólin. Meira eina nótt að gamni haha.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er annars vegar risa stórt Polly Pocket box og Belville lego íbúð.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég get ekki sagt frá því. Það myndi særa manneskjuna sem gaf mér hana!“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „River eftir Joni Mitchell.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég horfi alltaf á Harry Potter myndirnar um jólin. Þær eru alls ekkert endilega jólamyndir en ég elska að horfa á þær aftur.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þetta eru sjöttu jólin mín sem grænkeri og hefur það verið Wellington eða aðrir fallegir réttir. Uppáhalds jólamaturinn var þegar Friðrik vinur minn, listakokkur og eiginmaður bestu vinkonu minni Rakelar Evu, gaf mér besta innbakaða grænmeti lífs míns. Allt gert frá grunni, skreytt og svo fallegt og bragðgott. Í ár ætla ég ekkert að flækja þetta og hugsa að ég kaupi jólakörfu letidýrsins frá Ellu Stínu.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég er engin gjafakona. Finnst gjafir alltaf smá bruðl.. Ég er Grinch ekki gleyma haha. En ég er að plana hittinga, dekurdaga, jólakaffi og knús í staðinn fyrir pakka. Upplifun frekar en pakka.“ Klara hélt sína eigin jólatónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Með henni á sviðinu voru þau Kjartan Baldursson og Helga Guðný Hallsdóttir.Óli Már Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Bókstaflega jólaklukkurnar kl 18:00. Það er nostalgía á öðru leveli þegar þær byrja í útvarpinu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég var að klára smá törn að undirbúa tvenna tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar sem voru núna um helgina. Það var svo dásamlega skemmtilegt að ég er strax farin að spá hvernig ég ætla gera þetta aftur á næsta ári. Síðan strax eftir jól hefst undirbúningur fyrir Eyja tónleikana í Hörpu þann 21. janúar, sem heita líka eftir laginu mínu Eyjanótt. Ég hlakka til að syngja í fyrsta skipti a sviðinu í Hörpu. Mér þykir afskaplega vænt um Eyjafólk og hlakka mikið til að syngja fyrir þau og þau vonandi með mér Jólamolar Jólamatur Jólalög Jól Tónlist Tengdar fréttir Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31 „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00 Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jól Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég á ekkert nema hamingjuríkar minningar af jólunum sem barn en svo í seinni tíð og á fullorðinsárum fór þetta óvart að snúast meira um að hafa allt fullkomið og ofhugsa allt frekar en að njóta. Svo ég er algjörlega Grinch. Því jólaandinn helltist ekki yfir hann fyrr en korteri í jól. Finnst jólin stressandi þar til svona 18:10 á aðfangadag. Umkringd fólkinu mínu og allt í einu þá byrja jólalögin að „meika sens“.“ Klara er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún vann að nýrri plötu.Óli Már Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég held það sé einhver samblanda af því að vera lítil og leika mér undir flyglinum hjá ömmu og afa með legó sem ég fékk í jólagjöf og fara út á sleða með pabba og systrum mínum. Svo notuðum við systurnar alltaf jólin sem afsökun til að búa til risastóra flatsæng í herberginu mínu. Litlu systur mínar svo gott sem fluttu inn til mín yfir jólin og við lásum jólabækurnar fram á nótt, borðuðum óhóflega mikinn reyktan lax á ristað brauð og heita súkkulaðið hennar mömmu. Við gerðum þetta fram á fullorðins ár. En þá reyndar ekki alveg yfir öll jólin. Meira eina nótt að gamni haha.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er annars vegar risa stórt Polly Pocket box og Belville lego íbúð.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég get ekki sagt frá því. Það myndi særa manneskjuna sem gaf mér hana!“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „River eftir Joni Mitchell.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Ég horfi alltaf á Harry Potter myndirnar um jólin. Þær eru alls ekkert endilega jólamyndir en ég elska að horfa á þær aftur.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Þetta eru sjöttu jólin mín sem grænkeri og hefur það verið Wellington eða aðrir fallegir réttir. Uppáhalds jólamaturinn var þegar Friðrik vinur minn, listakokkur og eiginmaður bestu vinkonu minni Rakelar Evu, gaf mér besta innbakaða grænmeti lífs míns. Allt gert frá grunni, skreytt og svo fallegt og bragðgott. Í ár ætla ég ekkert að flækja þetta og hugsa að ég kaupi jólakörfu letidýrsins frá Ellu Stínu.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég er engin gjafakona. Finnst gjafir alltaf smá bruðl.. Ég er Grinch ekki gleyma haha. En ég er að plana hittinga, dekurdaga, jólakaffi og knús í staðinn fyrir pakka. Upplifun frekar en pakka.“ Klara hélt sína eigin jólatónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Með henni á sviðinu voru þau Kjartan Baldursson og Helga Guðný Hallsdóttir.Óli Már Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Bókstaflega jólaklukkurnar kl 18:00. Það er nostalgía á öðru leveli þegar þær byrja í útvarpinu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég var að klára smá törn að undirbúa tvenna tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar sem voru núna um helgina. Það var svo dásamlega skemmtilegt að ég er strax farin að spá hvernig ég ætla gera þetta aftur á næsta ári. Síðan strax eftir jól hefst undirbúningur fyrir Eyja tónleikana í Hörpu þann 21. janúar, sem heita líka eftir laginu mínu Eyjanótt. Ég hlakka til að syngja í fyrsta skipti a sviðinu í Hörpu. Mér þykir afskaplega vænt um Eyjafólk og hlakka mikið til að syngja fyrir þau og þau vonandi með mér
Jólamolar Jólamatur Jólalög Jól Tónlist Tengdar fréttir Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31 „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00 Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jól Jóladagatal Vísis: Skítamórall meðal ferðalanga Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. 20. desember 2022 11:31
„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29
Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00
Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00
Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01